Færeyingar og Íslendingar sameinist!

Davi%C3%B0_Oddsson_og_Halld%C3%B3r_%C3%81sgrimsson-1Nú er allt útlit fyrir að Danir muni greiða atkvæði gegn hagsmunum Færeyinga í þágu Evrópusambandsins með því að gera málamiðlun um hvalveiðar.  Vinir okkar Færeyingar eru æfir út í Dani fyrir þennan lúgahátt.  Við eigum að sameinast Færeyingum og fela þeim stjórn sjávarútvegs- og efnahagsmála sem þeir ráða mun betur við.

 Færeyskir stjórnmálamenn spretta úr atvinnulífinu og skammast sín ekki fyrir að spyrða fisk  ef engin eftirspurn er eftir þeim lengur, ólíkt íslenskum stjórnmálamönnum sem krefjast þess að verða sendiherrar eða seðlabankastjórar. Þetta ráðslag Íslendinganna þenur út utanríkisráðuneytið og hvetur til þess að sótt sé um aðild að öryggisráðinu þó það sé dýrt og Evrópusambandinu þó þjóðin tapi  á því.   c_documents_and_settings_andres_jonsson_my_documents_kratabloggi_kratabloggsmyndir_isg_og_evropa


mbl.is Færeyingar æfir út í Espersen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi tillaga þín um sameiningu við Færejar er fullrar athygli verð í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum af eigin stjórvöldum.

Og að sjálfsögðu til muna huggulegri lausn en rassvasinn hjá ESB.

Árni Gunnarsson, 11.6.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einmitt frændi okkur myndi örugglega farnast betur með því að ganga í Færeyjar en að ganga í ESB

Sigurður Þórðarson, 11.6.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Hannes

Ég myndi segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki spurning.

Hannes, 11.6.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband