Færsluflokkur: Menntun og skóli
Er Einar Guðfinnsson ábyrgur sjávarútvegsráðherra?
Fimmtudagur, 23. október 2008
Það var mesta óhappaverk síðustu ríkisstjórnar að setja smábáta í kvóta sem leiddi til mikillar veðsetningar og vandræða í greininni auk brottkasts sem áður var óþekkt á smábátum. Ég get því ekki verið sammála Einari K. Guðfinnssyni þegar hann lýsir sjálfum sér sem "ábyrgum sjávarútvegsráðherra". Þá er dapurlegt að hlusta á ráðherrann leggja á ráðin um að auka kvóta. Þegar frændur okkar Færeyingar voru í mikilli efnahagskreppu fóru þeir þá leið að afnema kvótakerfi sem var sambærilegt við það íslenska, þetta leiddi til afnáms brottkasts og velsældar.
Gott fiskveiðistjórnarkerfi gengur út á að taka úr hafinu með hagkvæmum hætti það sem við teljum óhætt. En til þess þurfum við að vita hvað sé í hafinu og það verður ekki gert nema a.m.k. hluti flotans sé í sóknarstýringu. Þetta eru almenn sannindi sem allir ættu að geta skilið. EKG, kýs að láta sem hann skilji þetta ekki og það er ekki ábyrgt þegar mikið liggur við fyrir íslenska þjóð.
Lausn efnahagsvandans hjá Færeyingum fólst í afnámi kvótans.
Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn setur sérhagsmuni ofar þjóðarhagsmunum
Fimmtudagur, 23. október 2008
Geir Haarde blekkti mig í gærkvöldi þegar hann kom fram í Kastljósinu og sagði að hann ætlaði ekki að láta kúga sig og steypa landinu í skuldafen. Þetta fannst mér ábyrg afstaða, svo ábyrg að mér fannst réttlætanlegt í nafni þjóðarsamstöðu að brennuvargarnir fengju slökkviliðsbúning og þjóðin stæði saman sem einn maður. Það var mér því áfall að hlusta á Einar K. Guðfinnsson í hádeginu, sem lýsti því yfir að það kæmi ekki til greina að gera neinar breytingar á kvótakerfinu. Þetta segir Einar þó hann viti að sjávarútvegurinn skuldar nú 400% af ársveltu sinni, veiði dragist stöðugt saman og fjölmörg þorp að leggjast í eyði. Þjóðin hefur ekki efni á við þessar aðstæður að viðhalda kerfi sem felur í sér að mörgum milljörðum sé hent í hafið á hverju ári til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn geti þjónað sérhagsmunum.
Þess vegna verður að boða til kosninga sem fyrst.
Valur á veiðum
Sjávarútvegurinn skuldum vafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Almenningur rændur í skjóli vanhirðu ráðamanna
Laugardagur, 18. október 2008
Stuðningsmenn stjórnarflokkana geta kannski sagt að bankarnir hafi brugðist trausti þeirra. Það er þó ekki nema hálfur sannleikur þar sem ráðamenn voru margsinnis aðvaraðir.
Nær væri að segja að stjórnvöld hafi brugðist almenningi og ekki gætt hagsmuna hans, með því að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni.
„Það er búið að þurrausa sjóðinn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland vann með því að tapa atkvæðagreiðslunni
Föstudagur, 17. október 2008
Það eru sannarlega mikil gleðitíðindi að Ísland hafi tapað með afgerandi hætti í kosningu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Með þessu er okkur bjargað frá þeirri skömm sem misvitrir stjórnmálamenn, sem nú eru góðu heilli hættir, komu okkur í. Mikill meirihluti þjóðarinnar var alltaf eindregið á móti þessu en stjórnvöld létu það sig engu varða. Mér er kunnugt um að mikill fjöldi trúaðs fólks bað fyrir farsælum lyktum og hefur allt þetta fólk nú verið bænheyrt. Haleluja!
Til hamingju Íslendingar
Ísland náði ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldeyrissparandi eiturlyfjaframleiðsla
Föstudagur, 17. október 2008
Framleiðslugeta fyrir milljónir evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stuðningur ESB að undirlagi Breta
Fimmtudagur, 16. október 2008
Bretar eru að spila þann leik sem þeir kunna best. Með því að fá ESB til að lýsa því yfir að "sýna þurfi Íslandi stuðning í baráttunni við fjárhagslegt hrun". Undanfarið hafa þeir leikið þann leik að senda vinaleg bréf og senda diplómata sem sýna af sér fágun og kurteisi meðan stjórnmálamenn þeirra tala í myndavélarnar og senda okkur tóninn jafnframt því sem þeir beita hryðjuverkalögum og leggja á ráðin að knésetja íslenskt fyrirtæki í Bretlandi. Stuðningurinn sem þeir bjóða er að lána Íslendingum svo stjórnmálamenn geti samið við Breta um að borga allar skuldir bankanna og skuldsett komandi kynsóðir.
Ég vil trauðla trúa því að Samfylkingin vilji draga landið í þá gildru. Sé það svo, mætti ég þá heldur þiggja ráð Davíðs í þessu máli.
ESB-leiðtogar styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stefnum Bretum og endurheimtum mannorðið
Þriðjudagur, 14. október 2008
Þeir Íslendingar sem eiga einhver samskipti við útlönd, hvort sem það er vegna ferðalaga búsetu eða viðskipti hafa með einum eða öðrum hætti mætt andstreymi. Rétt eins og seðlabankastjóri upplifir almenningur í útlöndum útrásarvíkingana og bankamennina sem "óreiðumenn". Það er sama hvort maður opnar fyrir Sky, BBC eða gluggar í eitthvað blað allt er á eina bókina lært: Íslendingar eru dólgar sem bresk stjórnvöld reyna að hemja. Á þessu forsendum beittu bresk stjórnvöld hryðjuveralögum og knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga. Íslendingar eiga bara einn kost í stöðunni þeir verða að stefna Bretum. Breski fjármálaráðherrann afsakar hegðun sína með því að vitna í tveggja manna tal sitt við íslenskan starfsbróður sinn. Árni segir Darling afflytja samtalið og getur vitnað í upptöku því til stuðnings. Ég trúi okkar manni
Stefnum Bretum, með því fá Kaupþingsmenn bætur og við Íslendingar endurheimtum mannorðið.
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ISG sér tækifæri í stóraukinni utanríkisþjónustu
Mánudagur, 13. október 2008
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtur Árni Mathiesen trausts?
Mánudagur, 13. október 2008
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bretar búnir að valda öllu því tjóni sem þeir geta.
Laugardagur, 11. október 2008
Þokumst nær samkomulagi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)