Færsluflokkur: Bloggar

Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum þorskum (sjá mynd)

Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum tveim glæsilegu þorskum sem alþýðuhetjan Ásmundur Jóhannsson heldur hér stoltur á sjá mynd. Sumir hafa kallað Ásmund, Hróa hött Íslandsmiða.  Það er ekki réttnefni. Hann er hugsjónamaður og trúir á hið fornkveðna "Með lögum skal land byggja en ólögum eyða" Hrói höttur reyndi að forðast handtöku, það gerir Ásmunur ekki hann sækist þvert á móti eftir handtöku. Þannig vill hann takast á við lénsskipulagið og eyða ólögunum.  DSC01267

Ingibörg Sólrún staðhæfir að úrskurður mannréttindanefndar S.Þ. sé ekki úrskurður

Hvorki Ingibjörg Sólrún né Geir Haarde þykjast vita að úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er bindandi að þjóðarrétti.  Þau vita með öðrum orðum ekki að Íslendingar hafa skuldbundið sig til að virða úrskurði Mannréttindanefndarinnar. Magnús Thoroddsen fyrrum hæstaréttadómari og fleiri lögmenn sem tjáð sig hafa um þessi mál fullyrða að álitið sé bindandi samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum og að það hafi réttaráhrif hér á landi. Enda um fullgildan alþjóðasamning er að ræða og við höfum skuldbundið okkur til að fara eftir honum. Þá tók íslenska ríkið til varna og vefengdi ekki hæfi nefndarinnar fyrr en eftir að úrskurður var fallinn.  Ingibjörg Sólrún gengur jafnvel lengra og fullyrðir að úrskurðurinn sé ekki úrskurður heldur skoðun eða álit nefndarinnar sem ekkert þurfi að gera með. Fyrir kosningar töluðu margir frambjóðendur Samfylkingarinnar gegn kerfinu og fengu  því illa fengin atkvæði.

Ráðherrar krafðir svara um mannréttindabrot

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir réttum 10 árum með það að meginmarkmiði að stöðva mannréttindabrot í sjávarútvegi. Skeleggir talsmenn Frjálslynda flokksins þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson minntu allir ríkisstjórnina á að nú eru einungis 11 dagar eftir af þeim fresti sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf henni til að stöðva mannréttindabrotin. Ekkert bólar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Geir Haarde hefur ranglega sagt að Ísland sé ekki skuldbundið til að fara að úrskurði nefndarinnar. Þetta er ekki rétt íslenska ríkið er skuldbundið að alþjóðalögum að virða mannréttindi borgarana og íslenska ríkið hefur skuldbundið  sig til að virða úrskurði nefndarinnar um þetta er ekki deilt.  Hvað er Geir þá að meina?  Ætlar hann að hundsa úrskurðinn og komast þannig í vafasaman félagsskap örfárra þjóðhöfðingja í þriðja heiminum?  


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjaður borgarstjóri!

Hann er alveg geggjaður borgarstjóri þessi Ólafur F. Magnússon:

  • Hann týnir engum minnismiðum en týnir þess í stað rusl til að gera umhverfið snyrtilegra. 
  • Á þeim stutta tíma sem hann hefur setið hefur hann skorið upp herör gegn niðurníðslu miðbæjarins, sem staðið hefur í allt of mörg ár og sumir telja stafa af slugsi en aðrir jafnvel að sé úthugsuð.
  • Hann er líður engin mannréttindabrot og ekki heldur að búa til  mannfrekt og fokdýrt apparat, til að sliga þrautpínda skatt- og útsvarsgreiðendur á samdráttartímum.
  •  Þegar borgarstjóri heldur því fram að lög verði ekki brotin varðandi Fríkirkjuveg 11. þá treystir fólk því. 

mbl.is Ekki farið á skjön við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innspýting í hagkerfið

Hvað sem mönnum kann að þykja um samfélags-eða umhverfisáhrif af væntanlegu álveri í Helguvík er ljóst að það verður lyftistöng fyrir atvinnulífið og mikil innspýting fyrir allt hagkerfið eftir að reikna má með að það hafi kólnað á næsta ári. Ég vona að raforkusamningarnir séu hagkvæmir fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og hitaveitu Suðurnesja.  Þessar  fréttir hamla jafnframt gegn  frekari falli krónunnar. helguvik-99-26287
mbl.is Áætlaður kostnaður við Helguvík 60-70 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virða Bandaríkjamenn ekki vopnahlé í Basra?

Fyrir nokkrum dögum var samið um vopnahlé milli ríkisstjórnarinnar í Bagdad og shíta í Suður-Írak. Þrátt fyrir það gerði bandarísk flugvél loftárás á Basra í morgun án þess að vopnahléskilmálum hefði verið rift af öðrum hvorum aðilanum. DOCTORS-FOR-IRAQ1
mbl.is Loftárás gerð gegn uppreisnarmönnum í Basra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmssteinn gegn einkavæðingu

Ég er endilega sammála því sem sumir vinstrimenn halda fram að það sé ósamræmi í því að Hannes Hólmsteinn vilji láta einkavæða allt sem hægt sé að koma í verð en neiti samt að láta einkavæða sig.  Hannes, (sem stundum er kenndur hornið) er þekktur fyrir að bulla heil ósköp þannig skilst mér að hann hafi skrifað greinar í erlend blöð þar sem hann vegsamar kvótakerfið og stórfellt skuldafen sjávarútvegsins og aflasamdrátt, sem hann kallar hagræðingu og telur að sé drifkraftur efnahagsframfara á Íslandi.  Samt læðist að mér sá grunur að ánægja Hannesar með kvótakerfið lúti að því að einkaaðilar geti veðsett sameign þjóðarinnar. Nú hefur verið hleypt af stokkunum söfnun fyrir Hannes til að greiða fyrir sektir vegna ritstulds á íslensku og óhróðurs sem hann skrifaði á ensku um nafngreindan mann.  Hannes er sannarlega skemmtilegur og kynlegur kvistur í mannflórunni og með öllu meinlaus.

 


mbl.is Segir Ísland ekki vera að bráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í strætó fyrir Hannes á horninu

Fáum Hjálpræðisherinn til að setja upp söfnunarbauk og krefjumst þess að  Reykjavíkurborg  veiti honum  frítt í strætó og sund.                  

hannesholmsteinn2

 

 

 

 

 

Hannes á horninu, hélt hann væri óséður en uggði ekki að sér fyrir vökulum augum ljósmyndarans.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla eflist við hverja dáð

  • Sturla Böðvarsson  var sem samgönguráðherra mikilvægur stuðningsmaður  flugvallarins í Vatnsmýrinni  og  hefur verið í fréttum undanfarið, sem einn ötulasti talsmaður þess að þeirri herkví sem flugvallarmálið hefur verið í verði aflétt. 
  • Embætti  forseta alþingis er  mikilvægt og ekki hef ég heyrt annað en hann njóti trausts  þingheims alls.  Þetta er kannski ekki síst  áríðandi þar sem  framkvæmdavaldið  hefur haft  tilhneigingu til að  seilast inn á verksvið löggjafavaldsins.   Nú á dögunum  gekk fjármálaráð herra lengra í valdhroka en áður hefur verið gert.  Þá  rann forseta blóðið til skyldunnar , sem forseti þingsins og skaut skildi fyrir  umboðsmann  alþingis.  
  • Nú styttist óðum sá tími sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf ríkisstjórninni til að skýra hvernig hún hafi leyst úr mannréttindabrotum kvótakerfisins.   Ég bind vonir við að Sturla geti lagt þar drjúga hönd á plóg, þ.e. ef ríkisstjórnin ætlar ekki að hundsa álitið eins og Geir Haarde hefur raunar hótað. Tvennt kemur þar til:   Í fyrsta lagi er Sturla samningamaður sem nýtur trausts. Hitt er jafnvel enn mikilvægara að hann hefur  mun meiri  skilning á sjávarútvegi en flestir samflokksmenn hans á þingi. Að því leyti til myndi hann sóma sér vel í Frjálslynda flokknum.                                          %7B73e5effe-dd6e-40c4-9cb7-6f280fc4649a%7D_sturla_large

Gríðarlega árangursrík ferð

Það er sannarlegar vert að  óska Ingibjörgu  Sólrúnu  Gísladóttur og íslensku þjóðinni innilega til hamingju með gríðarlega árangursríka ferð hennar til  Afganistan.  Þjóðfélagsástanið þarna er mjög flókið og litast af gömlum ættflokkaríg  og það er ekkert áhlaupaverk að setja sig almennilega inn í það.  Sjá meðfylgjandi mynd :  

image002

 

 

 

Áhrifasvæði ættflokkana eru merkt með mismunandi litum.

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf enginn að reikna með því að hægt sé að setja sig inn í málin í einni ferð en önnur ferð verður vonandi farin sem fyrst.   Ingibjörg reyndi að fá Hamid Karzai forseta til að styðja aðildarumsókn íslands að öryggisráðinu og hann var til í að hugleiða málið.

Utanríkisráðuneytið óx mikið í tíð Halldórs Ásgrímssonar en Ingibjörg fer vel af stað og það er engin ástæða til að ætla að hún muni standa sig verr.  

post-3031-1159912126

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ferðin árangursrík"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband