Færsluflokkur: Bloggar

Skattleysismörk helmingi of lág skv úrteikn. ASÍ

Skattleysismörk helmingi hærri ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu

mynd

Skattleysismörk væru nærri helmingi hærri í dag ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu síðastliðin tólf ár samkvæmt útreikningum ASÍ.

Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að skattbyrði hér á landi hafi aukist á undanförnum árum. Er meðal annars bent á í því samhengi að persónuafsláttur hafi ekki hækkað í samræmi við verðbólgu - og hafi því í raun rýrnað.

Frá árinu 1996 hefur persónuafslátturinn hækkað um tæpar tíu þúsund krónur. Úr tæpum 25 þúsund krónum í þrjátíu og fjögur þúsund.

Rétt er að taka fram að á sama tíma hefur hlutfall staðgreiðslu lækkað úr tæpum 42prósentum í 35,72 prósent - eða um 6 prósentustig.

Skattleysismörkin eru nú rúmar 95 þúsund krónur en fara á næstu tveimur árum upp í 125 þúsund krónur samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á persónuafslátturinn að hækka um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almennar verðuppfærslur.

Forvitnilegt er hins vegar að skoða hvernig persónuafslátturinn hefði þróast ef hann hefði fylgt vísitölu neysluverðs síðastliðinn tólf ár. Þá væri hann nú tæpar 39 þúsund krónur eða um fimm þúsund krónum hærri en hann er í dag samkvæmt útreikingum hagdeildar Alþýðusambandins. Skattleysismörkin væru samkvæmt því um 108 þúsund krónur.

Hefði persónuafslátturinn hins vegar fylgt launavísitölunni hefði hann rúmlega tvöfaldast á síðustu tólf árum og væri nú rétt rúmar 56 þúsund krónur. Skattleysismörkin væru um 157 þúsund krónur eða um þrjátíu þúsund krónum hærri en yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar.


Björn Bjarnason: Líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn klofni

Ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur klofnaði vegna ESB

mynd

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef kæmi til umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Málið gangi þvert á alla flokka og þjóðin myndi skiptast í fylkingar. Þetta sagði ráðherra í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í Mannamáli í kvöld. Björn segir gallann á umræðunni um ESB vera þann að vegvísi vanti eins og notast sé við þegar leysa eigi alþjóðadeilur.

„Við þurfum að átta okkur á því að þetta snýr að heimavinnu sem við þurfum að vinna," sagði Björn. Ákveða þurfi hvort við ætlum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður, aðild, hvernig stjórnarskránni verði breytt eða hvaða reglur við setjum áður en mönnum sé still um við vegg og látnir taka afstöðu með eða á móti.

Hann sagði ekki rétt að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti aðild að Evrópusambandinu.

 


Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

8717 Í leiðara Fréttablaðsins fyrir skömmu var látið að því liggja að fulltrúi F-lista í borgarstjórn, Ólafur F. Magnússon, héldi 14 fulltrúum í borgarstjórninni í gíslingu eins og það var orðað þannig að ekki væri hægt að hrófla við Reykjavíkurflugvelli. Þarna var skringilega að orði komist því fjölmargar kannanir sýna að mikill og vaxandi meirihluti borgarbúa er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni af þeim kostum sem nefndir hafa verið.   Fyrir því eru margháttaðar ástæður:

 Í fyrsta lagi er brýnt fyrir höfuðborgina að hér sé miðstöð innanlandsflugs.

Í öðru lagi er flugvallarstæðið einstaklega heppilegt, því hefur ekki verið í móti mælt af flugmönnum og veðurfræðingum, þvert á móti.  Önnur flugvallarstæði eru langt frá því að vera eins góð, hvað þá örugg, sem dæmi má nefna Hólmsheiðina sem oftast er nefnd  ýtið hér sjá grein eftir Einar Sveinbjörnsson   aðrir kostir eru verri.  

Í þriðja lagi er mikilvægt öryggisatriði vegna sjúkraflutninga að flugvöllurinn sé staðsettur nálægt væntanlegu háskólasjúkrahúsi.  Það gefur augaleið að það er óásættanlegt að keyra þurfi bráðveika sjúklinga óraleið í miklum umferðaþunga. 

Í fjórða lagi er flugvöllurinn varaflugvöllur og sem slíkur er mikilvægt að lendingarskilyrði séu ávalt góð.

Og í fimmta og síðasta lagi er ekki einfalt að koma umferð til og frá þéttbýlu Vatnsmýrarsvæði ef  svo illa tækist til.  

 


mbl.is Flugvöllurinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún vill selja rófuafskurð!

Svo sem kunnugt er hefur mannréttindanefnd hinna sameinuðu þjóða, tekið undir þau sjónarmið fjölmargra sjómanna, að í kvótakerfinu felist mannréttindabrot.  Nú hefur hún komið með, það sem hún kallar lausn á þessum mannréttindabrotum: Hún vill selja byggðakvótann á uppsprengdu verði og gefa blóðpeningana til sjávarbyggðanna sem blæða fyrir kvótakerfið. 

Fólki til upplýsinga þá er byggðakvótinn aðeins 12000 tonn og nemur u.þ.b. 2-3% af heildaraflamarki.  Kílóið vill Ingibjörg selja  á 170 krónur kílóið sem er drjúgur hlutur af 180 krónu vegnu meðalverði þorsks.  Útgerðin hefur þannig heilar 10 kr. til að reka sig. Þessum væntanlegu leiguliðum ríkisins veitir því ekki af styrk úr gefandi hendi ISG.  

Einu sinni heyrði ég um bónda nokkurn sem svelti hundinn sinn og skar af honum rófuna til að gefa honum að éta.  Ingibjörg er ekki svona rausnarleg hún ætlar að selja hundinum rófuafskurðinn!

"Lengi getur vont versnað"! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband