Grétar í góðum gír!
Sunnudagur, 1. júní 2008
Ingibörg Sólrún staðhæfir að úrskurður mannréttindanefndar S.Þ. sé ekki úrskurður
Sunnudagur, 1. júní 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sjómannadagur í skugga mannréttindabrota ríkisstjórnarinnar
Laugardagur, 31. maí 2008
Sjómannadagurinn hefur mikla þýðingu í huga okkar sem höfum stundað sjó stóran hluta ævinnar, þannig þarf maður ekki að hugsa sig um ef maður er spurður hvar maður hafi verið tiltekinn sjómannadag. Á morgun verður sjómannadagsins minnst með eftirminnilegri hætti en áður þökk sé konum í Frjálslynda flokknum sem skipuleggja mótmæli við kvótakerfinu, mannréttindabrotum gegn sjómönnum. Safnast verður saman fyrir utan stjórnarráðið kl:13:30 í friðsamlegum mótmælum og síðan gengið niður á hafnarbakka með sól í hjarta.
Í Fréttablaðinu í dag var "frétt" á þá leið að tæp 90% kvótans hafi skipt um hendur. (Ég segi ekki eign vegna þess að úthlutunin myndar ekki eignarétt) Þetta er ekki rétt langstærsti hluti þessarar yfirfærslu gerðist árið 1994 þegar flest fyrirtæki bættu við ehf og skiptu um kennitölu vegna skattaívilnana, án þess að skipta um eigendur. Samt birtir Fréttablaðið þessa affluttu gömlu "frétt" ár eftir ár.
Í sama blaði birtist ritstjórnargrein eftir Þorstein Pálsson annan tveggja höfunda kvótakerfisins (hinn var Halldór Ásgrímsson). Stundum er sagt að enginn sé dómari í eigin sök. Aldrei hefur það verið ljósara en við lestur þessarar greinar. Þorsteinn telur að ekki sé hægt að stunda sjávarútveg með hagnaði án þess að fremja mannréttindabrot og afhjúpar þannig vanþekkingu sína á þeirri grein. Hann heldur því ranglega fram að vegna kvótakerfisins (les mannréttindabrota) skili greinin hagnaði. Þetta er sami maðurinn og var með grástafina í kverkunum yfir bágri stöðu útgerðarinnar fyrir örfáum mánuðum síðan og því yrði að fella niður auðlindagjald upp á 130 aura pr. kíló, þó hann kvarti ekki fyrir hönd leiguliðana sem borga 200 krónur í leigu fyrir kílóið. Þessar tvær fullyrðingar Þorsteins geta ekki báðar verið réttar. Því miður þá er staðreyndin sú að útgerðin stendur víða höllum fæti einmitt vegna kvótakerfisins. Því mun ég gera skil í blaði ritstjórans innan tíðar.
![]() |
Mannréttindabrotum vísað á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Er ríkisstjórnin skipuð mannréttindaníðingum?
Föstudagur, 30. maí 2008
Þessu hélt Grétar Mar Jónsson, fram í þingræðu á alþingi í gær og uppskar ávítur og bjölluslátt frá þingforseta, sem er samfylkingarmaður og var á móti kvótakerfinu áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Gamalt máltæki segir að "sannleikanum sé hver sárreiðastur". Var bjölluslátturinn þess vegna svona ákafur? Mannréttindanefnd Sameinu þjóðanna hefur úrskurðað að það séu mannréttindabrot að mismuna þegnunum með því að búa til lénaskipulag í sjávarútvegi.
Mér finnst framkoma Geirs í þessu máli heldur aumleg. Hann heldur því ranglega framað við séum ekki skuldbundin til að fara að úrskurði mannréttindanefndarinnar. Hvað er maðurinn að meina? Með þessu opinberar forsætisráðherrann vanþekkingu sína á alþjólegum skuldbindingum landsins. En segjum að hann hefði nú rétt fyrir sér finnst honum þá allt í lagi að brjóta mannréttindi?
Að hinu leytinu finnst mér það slappt hjá forsætisráðherra að sega að "lögfræðingar muni svara mannréttindanefndinni". Íslensku lögfræðingarnir eru búnir að skila greinargerð úrskurðurinn er fallinn. Mannréttindanefndin er að bíða svara um hvenær ríkisstjórnin ætlar að láta af mannréttindabrotum. Þetta hljómar eins og pörupiltur sem staðinn er að verki og segist ekki svara fyrr en lögfræðingurinn komi, í veikri von um að honum verði reddað.
![]() |
Þingi frestað fram í september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af hverju þóttist Halldór trúa á gereyðingavopnin?
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Það er rétt hjá
Condoleezzu Rice sem hún sagði : "Það voru ekki einungis Bandaríkin sem töldu að hann (Hussein) réði yfir gereyðingarvopnum sem voru falin,"
Það voru tveir menn á Íslandi sem þóttust amk trúa því líka þ.e. Halldór og Davíð. Þeir sem þekkja Halldór segja að hann sé það greindur að hann myndi aldrei trúa svona vitleysu.
Halldór hélt í vonina um að verða forsætisráðherra og þóttist trúa á gereyðingavopnin.
Búsh er átrúnaðagoð Davíðs og hann trúir öllu sem Búsh segir.
![]() |
Rice ver ákvörðun um innrás í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun.
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég geri það hér með að tillögu minni að Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun:
Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan. Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu. Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi,"
![]() |
Ríkisstjórn brostinna vona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðherrar krafðir svara um mannréttindabrot
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir réttum 10 árum með það að meginmarkmiði að stöðva mannréttindabrot í sjávarútvegi. Skeleggir talsmenn Frjálslynda flokksins þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson minntu allir ríkisstjórnina á að nú eru einungis 11 dagar eftir af þeim fresti sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf henni til að stöðva mannréttindabrotin. Ekkert bólar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Geir Haarde hefur ranglega sagt að Ísland sé ekki skuldbundið til að fara að úrskurði nefndarinnar. Þetta er ekki rétt íslenska ríkið er skuldbundið að alþjóðalögum að virða mannréttindi borgarana og íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að virða úrskurði nefndarinnar um þetta er ekki deilt. Hvað er Geir þá að meina? Ætlar hann að hundsa úrskurðinn og komast þannig í vafasaman félagsskap örfárra þjóðhöfðingja í þriðja heiminum?
![]() |
Ósamstíga stjórn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gríðarleg ofveiði á hrefnu!
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Nei, auðvitað er fyrirsögnin tóm vitleysa og vonandi eru sérfræðingar að átta sig á því að sveiflur verða í hafinu af öðrum orsökum en veiði og því ber ekki að skrifa öll dánarvottorð eins. Staðreyndin er sú að við veiddum ekki nema örfár hrefnur í fyrra eins og flestir vita. Hitt er annað mál að ef hér á landi væru villtir úlfar í svo margir að bændur sem rækju fé á fjall þættust góðir ef heimturnar yrðu 10% að hausti myndu þeir gráta krókódílatárum yfir því ef einhver fækkun yrði í úlfastofninum.
Hafa ber í huga að hvalatalning er ekki sambærileg manntali.
![]() |
Hrefnu fækkar á landgrunninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
59,4% sjálfstæðismann vilja fugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Á sínum tíma þegar kosið var um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni reyndist naumur meirihluti fyrir því að flytja flugvöllinn. Reyndar var málið illa kynnt og kosningaþátttaka var svo lítil að hún taldist ekki bindandi. En eftir því sem málið hefur verið rætt betur og fleiri fletir komið í ljós hefur stuðningur við áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni vaxið. Aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki staðist öryggiskröfur að mati flugmanna. Það er augljóslega hagræði að innanlandsflugið sé nálægt stjórnsýslunni og öryggisatriði að hann sé skammt frá hátæknisjúkrahúsi. Mikill og vaxandi meirihluti Reykvíkinga sem áttar sig á þessu, getur verið þakklátur Ólafi F. Magnússyni fyrir að standa fast við þetta kosningaloforð F-listans. Þar með meirihluti sjálfstæðismanna, sem eru sama sinnis, en ný foringjaefni flokksins, þau Hanna Birna og Gísli Marteinn, sem ganga ekki í takt við 59,4% kjósenda flokksins. Væntanlegur foringi flokksins mun ekki geta gengið þvert á vilja meirihluta kjósenda sinna. Meðal kosta flugvallarins eru: Aðflug af hafi, bestu veðurskilyrði, öryggisatriði vegna sjúkraflugs og þægindi vegna nálægðar við stjórnsýsluna.
Meðal kosta flugvallarins eru: Öruggissjónarmið og þægindi.
![]() |
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kreppan heldur innreið sína innan tíðar.
Fimmtudagur, 22. maí 2008


![]() |
Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)