Bjart framundan Mannæta kemur Íslandi til aðstoðar
Fimmtudagur, 2. október 2008
Þó syrti í álinn í efnahagslegu tilliti geta Íslendingar ornað sé við þann gríðarlega vöxt sem orðið hefur í utanríkisþjónustunni í tengslum við metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar að komast í öryggisráðið. Stjórnvöld hafa sýnt ráðdeild og hugvitssemi t.d. þegar þau skutu keppinautunum ref fyrir rass með því að efna til stjórnmálasambands við mannætu. Helsti kosturinn við þetta er sá að ef einhverjir stjórnmálamenn verða ekki endurkjörnir t.d. vegna mistaka í efnahagsstjórnun verður hægt að koma þeim fyrir öryggisráðinu.
Halldór Ásgrímsson stóð sig frábærlega sem utanríkisráðherra og engin ástæða er til að ætla að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði eftirbátur hans.
![]() |
Tæplega 1.500 sagt upp í hópuppsögnum í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hrossalæknir rekur ríkissjóð með halla!
Miðvikudagur, 1. október 2008
Kortið sýnir stöðu hinna ýmsu ættflokka í Afganistan á þeim tíma þegar Ingibjörg kynnti sér málið en staðan hefur breyst nokkuð síðan þá.
Þá er dýralæknirinn búinn að leggja fram ramma að fjárlögum til fjögurra ára, sem sýnir að stjórnin ætlar að starfa a.m.k. eitt ár fram yfir næstu kosningar. Mörgum þykir ríkisstjórninni farast illa að þykjast sjá langt fram í tímann en forsætisráðherra sagði sem kunnugt er í mars að botninum væri náð en síðan þá hefur gengið fallið um 30%. Skilaboðin eru skýr: Heimilin skulu spara við sig og skera niður en ríkið eykur eyðsluna. Sparnaður ríkissjóðs virðist eingöngu vera til málamynda. Til dæmis er spöruð olía svo skip Landhelgisgæslunnar komist ekki á sjó en mun hærri upphæð er eytt í tveggja daga útsýnis- og eftirlitsflug franska flughersins yfir landinu. Þá þenst utanríkisþjónustan út, sem aldrei fyrr, enda eru þar mörg brýn verkefni svo sem að ISG kynni sér betur ættflokkaerjur í Afganistan. En þangað fór hún fyrr á árinu í fylgd lífvarða úr sérsveit lögreglunnar í þeim tilgangi en sagði við heimkomuna að þessi mál væru flóknari en svo að ein ferð dygði til að koma sér inn í þau.
![]() |
57 milljarða króna halli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kolbrún mannfjandsamleg!
Mánudagur, 8. september 2008

Leiguliði lýsir kvótakerfinu:
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Leiguliðar athugið! |
Ólafur R. Sigurðsson skrifar:
Yfirlýstur tilgangur þess var að vernda fiskistofnana og tryggja byggðir við sjávarsíðuna.
Skemmmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst. |
Vegna kvótakerfisins er þorskstofninnn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast.
Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegsins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 350% á tíu árum þó umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvótakerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að viðurkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut. Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa skoðun á öllum málum, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin undantekning.
Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upptæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi, sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði.
Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn, tölum við vini og vandamenn og kjósum F fyrir frelsi 12. maí. |
![]() |
Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þroskahefur maður í "ruslinu"
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Kannski hægt sé að spara fyrir launum Gísla Marteins?
Vestmanneyingar greiði tjónið
Laugardagur, 23. ágúst 2008
![]() |
ÍBV menn fá undarlegt bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tjarnarkvartettinn vonaðist eftir að Ólafur veiktist!
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Óskar Bergsson í bersöglisviðtali: "Þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri segist Óskar hafa talið að besta leiðin til að fella meirihlutann væri að minnihlutaflokkarnir sýndu að þeir væru tilbúnir að taka við stjórn borgarinnar þegar Ólafur færi frá. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að Ólafur hefur færst allur í aukana á þeim tíma sem liðinn er og því fjaraði út það markmið Tjarnarkvartettsins að bíða eftir völdunum, segir hann."
Margrét var tilbúin til að hlaupa til og fella meirihlutann ef Ólafur veiktist og fékk að launum vel borgaða nefndarsetu. Þegar Ólafur F. Magnússon leitaði eftir samvinnu við Samfylkinguna um kjör í nefndir setti hún þau ósvífnu skilyrði að Margrét yrði valin. Þegar ekki var gengið að þessum afarkostum skipaði Samfylkingin Margréti og vinkonu hennar í ýmsar nefndir. Þannig sýnir Samfylkingin hvernig hún verðlaunar veiklundaða einstaklinga sem eru tilbúnir til að svíkja kjósendur sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Traust athafnastjórn í Reykjavík?
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Nú þegar blikur eru á lofti í efnahagsmálum er nauðsynlegt að sýna dirfsku í ákvarðanatöku en eyða ekki dýrmætum tíma í óþarfa málæði og fundarhöld. Því er gott að það er tryggt að borgin getur áfram ráðstafað hundruðum milljóna króna ef brýna nauðsyn ber til á heimili Vilhjálms jafnvel að kvöldlagi ef málið þolir ekki bið eins og gerðist í Rei og síðar þegar vélað var um kaup húsanna við Laugarveg 4-6. Einstaka nöldurseggir eru að þrasa yfir týndum minnismiðum sem að öllum líkindum hafa lent í ryksugu eða því að þetta hafi verið gert að borgarstjóranum forspurðum og hann hafi viljað fara hægar í sakirnar varðandi húsakaupin. Fyrirgreiðslu- og athafnastjórnmálamenn geta ekki látið slíka gagnrýni trufla sig.
Þess vegna fagna Reykvíkingar nýja meirihlutanum. Eða hvað?
![]() |
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Borgarmálafélag Frjálslyndra í Reykjavík stofnað
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Í kvöld var haldinn framhaldsstofnfundur Borgarmálafélags Frjálslyndra í Reykjavík. Kjörin var 11 manna samvirk stjórn 50 manna fulltrúaráð Jón Magnússon alþingismaður var sjálfkjörinn. Ég vil óska öllu þessu góða fólki til hamingju og velfarnaðar í störfum sínum. Þetta er upptakturinn af því að Frjálslyndir mæti sterkir til leiks í næstu sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík.
Þessi "frétt" er uppspuni
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
![]() |
Ólafur vildi Tjarnarkvartett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |