Grein Lilju Mósesdóttur "Hljóðs bið ég allar helgar kindir"

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir prófessor í hagfræði og alþingismaður skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið í dag sem á svo brýnt erindi við alla íslensku þjóðina, að mér flaug í hug upphafserindi Völuspár. Lilja dregur upp þær hættur sem steðja að íslensku þjóðinni og þá valkosti sem fyrir liggja. Ég ætla mér ekki að endursegja greinina en hvet alla til að lesa hana. Ef valkostirnir eru þeir að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eða leggja óbærilega skuldafjötra og ófrelsi á afkomendur okkar þá þykist ég vita hvorn kostinn þjóðin velur.

Lilja er kannski boðberi illra tíðinda fyrir suma en það ber að segja hverja sögu eins og hún er: AGS er ekki góðgerðarstofnun.

Lilja Mósesdóttir býr yfir þekkingu og frumlegri hugsun til að finna lausnir. Þannig stjórnmálamenn þurfum við Íslendingar í dag. 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakar fjárfesta í borgarfulltrúum

big-borgarr__jpg_280x800_q95Það er almælt að stór verktakafyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við borgina fjárfesti í stuðningi við flokka og einstaka frambjóðendur, með því að kosta prófkjör þeirra. Eitt þessara fyrirtækja er Eykt sem fengið hefur mörg stórverkefni hjá borginni og leigði Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði við Höfðatorg fyrir 4 milljarða verðtryggt til 25 ára. Fram hefur komið að Eykt lagði framboði Framsóknarflokksins til 5 milljónir en framsóknarmenn hafa gefið þá skýringu, sem ekki er rétt, að Eykt styðji alla flokka. Þá hefur Ólafur F. Magnússon ítrekað gengið eftir því að Óskar Bergsson að hann upplýsi hvað hann fékk persónulega mikið frá Eykt í prófkjörsbaráttu sína en án árangurs.   Mikill meirihluti borgarfulltrúa er meðvirkur í þessum feluleik og til að komast hjá því að upplýsa málið samþykktu þeir með fjórtán atkvæðum gegn einu að upplýsingaskylda gilti einungis um borgarfulltrúa framtíðarinnar.

Sjá fundarg. borgarstjórnar frá 20.10 2009   www.rvk.is 


mbl.is 1,5 milljóna þak á framboðskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálpin

Matthias-Imsland-01Ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg Fjölskylduhjálpar Íslands í þágu þeirra sem eru hjápar þurfi. Fjölskylduhjálpin hefur verið drifin áfram af stofnandanum Ásgerði Jónu Flosadóttur og fleiru góðu fólki en nú bætist henni öflugur liðsmaður þegar Matthías Imsland tekur við formennskunni og Ásgerður verður framkvæmdastjóri.

"Ég óska þeim báðum ásamt öllum sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálparinnar velfarnaðar og veit að störf þeirra muni leiða til blessunar fyrir marga."sgerur_Jna_og_Gurn_Mara_Rbert_Reynisson_jpg_550x400_q95

 

 

Á efri myndinni er Matthías Imsland en á þeirri neðri er Ásgerður Jóna Flosadóttir ásamt Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur sem hefur starfað mikið fyrir Fjölskylduhjálpina.


mbl.is Nýr formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér Icesave"

 Það er rangt hjá Ólínu að börnin okkar eigi skilið að borga Icesave.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóðinni hollt að taka á sig skuldbindingar Icesave?

19.10 2009 | 00:30 | 32 ummæli

Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.

Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:

Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.

Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag | Facebook




mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar viðurkenna fullveldi Íslands

icesave_203x150Þeir sem kynnt hafa sér skuldastöðu íslenska ríkisins samanborið við þjóðartekjur vita að landið kemur ekki til með að geta greitt vexti af lánum í framtíðinni þannig að þeir munu bætast við höfuðstólinn.

Þetta þýðir á mæltu máli að landið er löngu orðið tæknilega gjaldþrota á álþjóðlega mælikvarða og gæti tilkynnt greiðslufall og óskað niðurfellingu skulda. Þess vegna var það ákvæði í Icesave samningnum að Ísland afsalaði sér rétti til að geta óskað griða ótímabundið og óafturkallanlega vægast sagt ógnvekjandi. Á mæltu máli þýðir þetta að ef neyðarástand skapaðist á Íslandi gætu íslensk stjórnvöld ekki óskað þegnum sínum griða með vísan í alþjóðlegan þjóðarrétt. Þegar íslenska samninganefndin hafði undirritað þetta splæsti hún kampavíni á viðsemjendurna.

Núna segir Steingrímur hróðugur að mikill árangur hafi náðst:

"Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn."

Íslendingar þurfa að borga út í hið óendanlega og mega fara í mál en þurfa samt að borga þó þeir vinni.

Lengra verður ekki komist sagði Jóhanna

 

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að uppgjafaskilmálum

pray_boySvo sem við mátti búast eru íslensk stjórnvöld tilbúin til að falla frá fyrirvörum Alþingis og fallast á uppgjafaskilmála við Breta. Erlendir hagsmunaaðilar treysta nú á AGS að það aðstoði við að koma auðlindum landsins í þeirra eigu, þegar Ísland ræður ekki lengur við afborganirnar.  Baráttan um Ísland er hafin.

Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórnarforystan sé bjartsýn á að koma þessu í gegn um þingið.  Vonandi hefur ríkisstjórnin eða Morgunblaðið rangt fyrir sér í þeim efnum. Ég treysti á þjóðhollt  fólk í VG. Ögmundur hefur ekki enn orðið viðskila við samvisku sína og verður það vart úr þessu. Nú er kominn tími til að rifja upp bænirnar sem amma kenndi mér í æsku.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki málið að auka frjósemina?

r%C3%B3tarbolur-(2)Ófrjósemi er vaxandi vandamál á Vesturlöndum ef til vill vegna mengunar eða lífshátta. Margir bregðast við þessu með því að ættleiða börn frá fjarlægum heimshlutum. En það eru til aðrar leiðir sem gætu gagnast sumum. Það er vitað að ginseng er mjög öflugur afeitrari, þetta hefur verið sannað en þetta þekkja líka allir sem hafa tekið inn ginseng þykkni undir áhrifum áfengis. Dr. Yamamoto sýndi fram á hvernig ginseng jók frumuskiptingu og kjarnasýruframleiðslu kynkirtla.En hver sem ásæðan er liggur þetta fyrir:

Á japönsku sjúkrahúsi stjórnaði Ishigami rannsókn á karlmönnum sem voru barnlausir vegna ónógrar sæðisframleiðslu. Þeim var gefið Rautt eðalginsengi frá Kóreu og fékk rúmur helmingur þeirra bót á meini sínu eftir inntöku ginsengsins í 4-8 vikur.

kassi-copy-%C3%AD-lit-(1)


mbl.is Ættleiðingum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir frá Íslandi... Ísland þarf tekjur ekki skuldir .

K22-S043-02%20(2)Ísland slapp við að fara í öryggisráðið og kostnaðurinn við sprellið er aðallega í  ofvaxinni utanríkisþjónustu, sem hægt er að skera niður. Góðar fréttir berast líka af miðunum, aukinn afli og meiri verðmæti. Venjulega myndu svona fréttir styrkja krónuna  en því miður fer stærsti hluti teknanna í vexti. Ráðherrarnir taka ekki eftir þessu þeir eru uppteknir við að slá lán og svara spurningalista Evrópusambandsins. Þeir halda að þeirra hlutverk sé að ferðast út um allar koppagrundir og slá lán.  Þetta er byggt á misskilningi hjá þeim því skuldugasta ríki í heimi þarf ekki meiri lán það þarf að borga lán.  Það þarf að veiða og flaka fisk til að borga kampavínið sem Svavar splæsti á samninganefnd Breta og Hollendinga.  Nú þarf einhver góður fiskverkandi að bjóða ráð- og sendiherrum í starfskynningu einn dag á ári það væri mannbætandi og holl hvíld frá lánasnapi.


mbl.is Meira veitt og aukin verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríllinn eyðir seiðum eins og engisprettufaraldur

geldEvrópusambandið og Norðmenn vilja að við fóðrum makrílinn fyrir þá en veiðum hann ekki þó hann sé í okkar lögsögu. Helst af öllu myndu þeir vilja að við rækjum hann aftur út úr lögsögu okkar eftir að hann er orðinn sýlspikaður af seiðaáti. Makríllinn fer um í tugþúsund tonna torfum í efstu lögum sjávarins og étur seiði, loðnu og raunar alla fiska sem eru smærri.  Þessi krafa Evrópusambandsins er fráleit og ekki dytti okkur í hug að banna Grænlendingum að veiða þorsk sem syndir frá Íslandi í grænlenska lögsögu.

 Makakíllinn er í risatorfum um allan sjó, loðnan er flúin vegna hlýinda og síldin er veik. Íslendingar eru búnir að þéna 12 milljarða á þessu ári fyrir makríl en gætu hæglega margfaldað þá tölu. Auknar tekjur styrkja krónuna og þær má nota til að minnka skuldir þjóðarinnar og verja velferðarkerfið

Ríkisstjórnin verður að velja á milli að afla tekna eða taka lán.


mbl.is Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hókus pókus fíla rókus ............"ekkert Icesave"!

steingrimur-j-sigfusson-stefnuraeda-040209Þetta samkomulag er nýjasta aðferðin við að blekkja almenning. Gert er ráð fyrir að Nýi Landsbankinn (NIB) greiði Gamla Landsbankanum jafnvirði 286 (260+28) milljarða Króna (gengistryggt), fyrir verðlausa pappíra. Að auki er gert ráð fyrir að Nýi Landsbankinn greiði síðar jafnvirði 90 milljarða Króna. Svona er sagt frá málinu í tilkynningu fjármálaráðuneytis hér:

Með þessari aðferð er reynt að lauma Icesave inn á þjóðina í gegn um skilanefndina án þess að málið komi til kasta Alþingis. Allt skal lagt á heimilin. Með þessum reikningskúnstum er teflt á tæpasta  auk þess sem aðgerðir í þágu skuldugra heimila er fyrir bí.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband