Makríllinn eyðir seiðum eins og engisprettufaraldur

geldEvrópusambandið og Norðmenn vilja að við fóðrum makrílinn fyrir þá en veiðum hann ekki þó hann sé í okkar lögsögu. Helst af öllu myndu þeir vilja að við rækjum hann aftur út úr lögsögu okkar eftir að hann er orðinn sýlspikaður af seiðaáti. Makríllinn fer um í tugþúsund tonna torfum í efstu lögum sjávarins og étur seiði, loðnu og raunar alla fiska sem eru smærri.  Þessi krafa Evrópusambandsins er fráleit og ekki dytti okkur í hug að banna Grænlendingum að veiða þorsk sem syndir frá Íslandi í grænlenska lögsögu.

 Makakíllinn er í risatorfum um allan sjó, loðnan er flúin vegna hlýinda og síldin er veik. Íslendingar eru búnir að þéna 12 milljarða á þessu ári fyrir makríl en gætu hæglega margfaldað þá tölu. Auknar tekjur styrkja krónuna og þær má nota til að minnka skuldir þjóðarinnar og verja velferðarkerfið

Ríkisstjórnin verður að velja á milli að afla tekna eða taka lán.


mbl.is Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Á meðan Íslendingum er ekki kvaddir að borðinu þar sem menn skipta á milli sín kvótanum á makríl, þá eigum við að veiða eins mikið og við mögulega getum.

Við eigum ekki að óska eftir því að eigin frumkvæði að fá að koma því borði. Við eigum að veiða á fullu þar til "núverandi" kvótahafar óska eftir að við mætum.

Þá fyrst erum við komnir í samningsstöðu og höfum eitthvað að semja um.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innileg sammála þér Friðrik.

Ráðamenn eyða öllum sínum kröftum í að slá lán út um allar koppagrundir og liður í því er að loka á eðlilegar tekjuleiðir.

 Fisktegundir eru að færa sig um set vegna hitabreytinga. Eigum við að semja um það við Grænlendinga að við fáum að veiða loðnu eftir að hún er flúin héðan vegna hita?  Þeir myndu bara hlæja að okkur

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband