Takk Lilja og Ögmundur

Lögcrop_260xum samkvæmt ber þingmönnum að fara að samvisku sinni. Reynslan sýnir að fæstir þora að synda á móti straumnum þegar á reynir, jafnvel þó mikið liggi við. 

Þess vegna er ég sérlega þakklátur þeim Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur  sem bæði tóku pólitíska áhættu með því að standa með samvisku sinni og þjóðinni með því að greiða atkvæði gegn Æsseif.%7Bb449fdaf-a934-4741-8d81-11b6ffaa2616%7D_%C3%B6gmundur-%C3%A1-eldh%C3%BAsdegi


mbl.is Lilja sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þau eru svo sannarlega hetjur dagsins.

Helga Þórðardóttir, 8.12.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

allavegana í þetta skiptið

Jón Snæbjörnsson, 8.12.2009 kl. 15:26

3 identicon

Ææææ.......þetta er hálfvitagangur af manneskju sem á að vita betur, IceSave er aðeins brot, líklega 15% af heildarvanda okkar og með því að stoppa það þá fáum við ekki lán til að redda 85% vandans.

Þetta heitir að sjá ekiki skóginn fyrir trjánum.

Haraldur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Sammála þér með Lilju og Ögmund.

Nú er spurningin um forseta Íslands?

Bíst við að hann sé jójó fyrir sinn flokk Samfylkinguna.

hvernig eigum við að borga og borga skuldir og eiga ekki fyrir þeim.

Þvílíkt klúður allt saman frá a- ö.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Satt segir þú, þau hafa samvisku. Væru hverju Ríki í EU til sóma.

Það væri voða gaman að vera samkeppnihæft Ríki margra örefnahagseininga og nokkra stórborga fullra af fullvinnslu að vera á leið inn í samkeppni um lækkun framfærslukostnaðar 90 % launþega, með svona hollust í fararbroddi.

Aðrir stjórnarsinnar fulltrúar almennings segja að Ísland innlimað í EU geti aukið þjóðartekjur á kostnað eða umfram hin Meðlima-Ríkin.

Þetta kallast þversögn. Því þjóðartekjur allra Meðlima-Ríkja EU aukast hlutfallslega jafnt samkvæmt stjórnaskrá EU.

Ábyrgir gera það sem þeir vita er best í stöðunni hverju sinni byggja á reynslu og forsjálni.

EU regluverkið er hannað fyrir þjóðRíki milljónaborga með alla þá glæpatíðni og spillingu sem því  til heyrir og meðan það heldur áfram að vera í gildi sem lög hér mun fólki fækka og tekjur lækka til samræmis við allan þann aragrúa af örefnahagseiningum sem undir stórborgirnar falla.

EU býður afkastamikla verk og iðnaðarmenn velkomna, fræðinga með góða grunnmenntun yfir meðalgreind. Nokkuð sem var hætt að fjöldaframleiða á Íslenska mælikvarða um 1972.

EU greiðir ekki niður stjórnsýslu og einkaþjónustu geira annarra Meðlima-Ríkja af samkeppni ástæðum: bannað af stjórnarskrá EU.

Hér eru fréttir af uppboðum  og ótímabærum dauðsföllum Ráðmenn ættu að hugsa um þá sem þeim eiga að vera næstir. Það gera sannir Höfðingjar í þjóðríkjum EU.

Lilja mun vera Breskmenntaður Hag-stjórna[milljónaborga]-fræðingur samt er hún ekki tekin til fyrirmyndar að öðrum stjórnar liðum VG.

Ögmundur er vandur að virðingu sinni og samkvæmur sjálfum sér.  Lætur ekki stjórnmála sukkið í Brussel villa sér sýn.

Ég vona að Forsetinn bregði út að vana hallæri tímabilsins þegar þjóðartekjur lækkuðu um 15% [1994-2009] miðað við önnur lönd EU  of stefna hratt niður í 30% lækkun meðaltalið í EU.  

Í hverju felst eða fólst útvíkkunar stefna  EU samkvæmt Stjórnarskrá EU, mikilli lánafyrirgreiðslu sagt til að byggja upp þroskað hagstjórnarsýslukerfi.

Aukaatriðið aukning í flugferðum fór ekki framhjá neinum.

Þetta hefði mátt segja almenningi um 1990.

Þar allir ekki bara Björgólfur fylgjast með þá flykkjast vogunarsjóðir og aðrir erlendir fjárfestar til Ríkja með nágranasamning við EU: sem er með ávinning um innlimun að viðfangsefni.

EU byggir á stofnanna grunn þar yfirgreindir starfsmenn mótast að  anda þeirra og skrifuðum leikreglum: Lagarömmum sem þrengja alla valmöleika þegar til kvarðanna kemur, Þjóðverjar t.d. vilja ekki óvæntar uppákomur heldur stöðugleika og fylgja því reglunum.  

Þetta er spurning um að spá í spilin heldur nennu og getu til að meðtaka EU stjórnskipunarkerfið. Upphafið að endum. Stöðuleikanum.

Júlíus Björnsson, 8.12.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl systir já við getum verið ánægð með frænku.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 05:20

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón, Ögmundur sagði við eitt tækifæri að hann ætlaði ekki að verða viðskila  við samvisku sína. Að því leyti er Ögmundur gæfumaður.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 05:23

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haraldur, ef staðan er jafn slæm og þú segir þá er það ekki röksemd með frekari skuldsetningu. Taki menn lán þá þarf að greiða þau en hinn kosturinn er að gerast vanskilamenn en það er einmitt að sem Samfylkingin er að koma okkur í.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 05:26

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl kæra Rósa og Guð blessi þig sömuleiðis.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 05:27

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góðan pistil Júlíus.  Allir sem vilja vita að greiðsluáætlunin byggir á skýjaborgum sem eru í engu samræmi við hagvaxtarþróun innan ESB sem ríkisstjórnin stefnir í með þessum Æsseifgjörningi.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 05:31

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er nútíma [afætu] nýlendu stefna.  Hér áður þegar þjónustugeirinn 18% og framleiðsla 72% þá var það berum höndum sem þjóða bjargað sér úr erfiðleikum.

Öldin er önnur tekjur aukast ekki með lánum og yfirtökulán er það

sem gildir í samkeppni.

Sjómennska og landbúnaður jafn gilti marga ára hermennsku útlendinga raunveru foringja þjálfun.

Þetta lið sem er núna í sviðsljósinu er til skammar fyrir Ísland. Ráðandi meirihluti í EU er með vígtennur og étur kjöt og fisk.

Júlíus Björnsson, 9.12.2009 kl. 05:51

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að breyta þessum lögum strax! Ég bara vissi ekki að þingmenn ættu að fara eftir samvisku sinni. það er mikið ólán fyrir þjóðinna að það séu lög sem skyldi fólk að fylgja einhverju sem er ekki til.

það er í tísku núna að byrja á að losa sig við samviskunna til að komast áfram í stjórnmálum...

það virðist bara hafa tekist vel hjá bæði Steingrími og Norninni ...

Óskar Arnórsson, 9.12.2009 kl. 06:20

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlli kannski að EU sé með vígtennur en mér sýnist það vera falskur gómur.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 07:25

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar,

Jú það er víst svona að þeir eiga að fara að samvisku sinni. Það er líka rétt hjá þér að það virðist í tísku að losa sig við samviskuna til að komast áfram.

Steingrímur er metnaðargjarn ef til vill áttar hann sig á að Jóhanna er gömul og  lúin rétt eins og "Gamli Sorry Gráni" . Enginn kandidat í Samfylkingunni er augljós valkostur. Skallagrímur er óútreiknanlegur.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband