Vinnueftirlið skoði undarlega stóla alþingis

Það hefur verið hrífandi að lesa og hlýða á kraftmikla og innihaldsríka pistla öflugra fótgönguliða í VG á borð við Einar Má Guðmundsson, sem hafa ýtt við þjóðinni. Það er því dapurlegt að fylgjast með því hvað sumir liðsmenn Vinstri grænna á þingi ætla að vera léttir í taumi Samfylkingarinnar í ICESAVE/ASG/ESB herleiðingu þjóðarinnar.    Vinnueftirlitið þarf að skoða hvort stólar Alþingis eyðileggi bakið á einstaka þingmönnum. Hjá sumum fer hryggjarsúlan að gefa sig við tilhugsunina eina saman. Þetta er varla eðlilegt?                                c_documents_and_settings_ibm_desktop_olafur_20thor_20gunnarsson_20net Einar-Mar-Gudmundss_1269677245
mbl.is Kýs líklega með Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég velti því fyrir mér hvers vegna allt ætlar vitlaust að verða þegar minnst er á að standa við skuldbindingar þjóðarinnar (þökk sé sumum stjórnarandstöðu-tindátum fyrir neyðarlaga-skuldbindingar árið 2008) á meðan börn eru slitin frá stórfjölskyldum samkvæmt kalhæðnislegum vinnubrögðum barnaverndarnefndar og fá miklu minni umfjöllun og gagnrýni á blogginu og dagblöðunum. Ég skil þetta ekki enda bara mátulega hrifin peningum. Ég er mjög rík þótt ég skuldi margar miljónir.Minn auður mælist ekki í peningum og guði sé lof fyrir það.

Þegar þú minnist á vinnueftirlitið furða ég mig á því þegar lyftarar með vinnandi fólki í körfu marga metra upp í loftið eru ekki afmarkaðir með vissan radíus í kring, því ef fólk missir eitthvað niður á gangandi vegfarendur geta þeir stórslasast. Eins þegar fólk þarf nánast að vinna allann sólarhringinn til að geta staðist kröfur ofurríkra-manna-samfélagsins sem síðustu áratugastjórnir hafa byggt upp hér á landi, svokölluð stéttarskipting.

Þetta hvorutveggja er stranglega bannað í Noregi. Það lá við að maður væri rekinn á staðnum ef maður varð staðinn að þessu tvennu. 

Er það einhver spurning í hugum sumra hvort sé hættulegra fyrir börnin að borga skuldir þjóðarinnar eða vera send eða seld í útlegð frá fjölskyldum sínum?

Í mínum huga er enginn vafi. Barnaráns-mannsal er verra vegna þess að fullorðnir hafa þó einhvern smá möguleika á að koma sér út úr fangavist mansals á meðan börn (sem ekki eru sjálfráða) hafa enga einustu möguleika og barnavernd skýlir mörg sín myrkraverk á bak við upplognar skýrslur sem ervitt er að leiðrétta vegna þagnaskyldu og eru sumar hverjar löngu búnar að missa siðferðislegan metnað gagnvart sakleysingjunum sem er í raun þeirra hlutverk. það er með þessa leynd eins og aðrar að þegar leyndin er misnotuð er hún verri en engin. Læt þetta duga núna Sigurður minn.

Ég skulda mikið í mínum banka en aldrei hefur mér dottið í hug að neita að standa við skuldbindingar mínar þótt mér finnist bankakerfið hafa svikið 100%. það er einfaldlega ekki í mínum huga réttlát vinubrögð að losa sig út úr vandanum með því að afneita ábyrgð.

Ef við ætlum að tilheyra þessari þjóð verðum við að gera það bæði á góðu og vondu dögunum, en ekki stappa niður fótunum og neita ábyrgð.

Það er verið að rannsaka málin og á meðan ekki er búið að upplýsa hvar svikin liggja getum við ekki bara neitað allri ábyrgð. Ekki styrkir það stöðuna okkar.Nógu hálfvitalega erum við Íslendingar nú búnir að haga okkur.

Velferð barnanna okkar snýst um fleira en peninga, svo mikið veit ég. Ég er á móti ESB en ég er mjög hlynnt góðum samskiptum við aðrar þjóðir bæði í Evrópu og annarsstaðar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið ¨Læt þetta duga núna Sigurður minn¨ átti að koma neðst.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott skrif hjá þér Anna Sigríður og gott að vilja borga allar þínar skuldir.

Ég vona að þú hafir ekki stofnað til einhverra Icesave skulda en ef þú hefur ekki gert það á auðvitað ekki að klína því á þig.  Icesave er eingöngu aðgöngumiði inn í ESB enda ber okkur sem þjóð alls ekki að borga þann pakka.

Lestu Gunnar Tómasson hérna að neðan og þá skilur þú betur hvernig er verið að nauðga Íslendingum í blóra við lög og réttlæti.  Það er dapurlegt hlutskipti Samfylkingarinnar að ganga erinda nýlenduherranna sem reyna að traðka börnin okkar í svaðið.  Það er skrítið réttlæti. 

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband