Franskir útgeramenn halda með Samfylkingunni

Eftir að bankafroðan fauk í burtu og þjóðin situr eftir með skuldirnar veðum við sem aldrei fyrr að treysta á gömlu undirstöðuatvinnugreinarnar ekki síst fiskveiðiauðlindina. Það tók franska sjómenn tvo mánuði að klára kvótann sem ESB úthlutaði þeim.  Þeir horfa nú vonaraugum til Samfylkingarinnar, að hún nái völdum í hruninu og ringulreiðinni hér. Látum það ekki gerast á kjördag  X-F fyrir auðlindir í almannaeigu.

 

   http://osammala.is


mbl.is AFP: Íslensk sjómennska í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin hefur aldrei sagt að við gæfum eftir auðlindir okkar þó við sæktum um aðild að ESB.Af hverju heldur þú að stjórnin hafi lagt ofuráherslu á að breyta auðlindaákvæðinu í stjórnarskránni? Þetta er óþarfa hræðsluáróður í þér því Íslendingar myndu aldrei samþykkja aðild að ESB ef við ættum að gefa eftir auðlindir okkar.

Sækjum um og sjáum hvaða samning við fáum. Ef hann er ekki nógu góður fyrir okkur þá einfaldlega höfnum við honum. Annars verður endalaust rifist um þetta í þjóðfélaginu með allskonar draugasögum og vitleysu.

Ína (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdina Ina. Eftir því sem ég kemst næst þá snúast viðræður um aðild eingöngu um tímabundnar undanþágur og aðlögun en alls ekki að breytingu á sjálfum Rómarsáttmálanum sem gerir ráð fyrir að  fisveiðiauðlindirnar séu sameign Evrópusambandsins.

Enginn hefur svo mikið sem gefið í skyn að hægt sé að semja um annað. Ef óskoruð og óframseljanleg yfirráð væru í stjórnarskránni yrði að breyta henni til að undirgangast eign Evrópusambandsins á fiskimiðunum.  Ef fólk heldur öðru fram er það byggt á misskilningi.

Sigurður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

við fáum ekki inn í ESB nema við samþykkjum Rómarsáttmálan sem er einn af stofnsáttmálum ESB. Í Rómarsáttmálanum eru auðlindir hafsins sameign allra ríkja ESB. Þannig að Franskir sjómenn fá sama aðgang að Íslandsmiðum og Íslendingar.

Fannar frá Rifi, 24.4.2009 kl. 11:13

4 identicon

Ína mín, hvað með eignarupptökuna á kvótanum sem þið virðist vera sammála vinstri grænum með?

Óskar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:18

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er rétt hjá þér Fannar, við gætum þó fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta en það er alls ekki nóg.

Sigurður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ein trilla á Arnarstapa veiðir meira heldur en allur Matlneski flotinn fyrir utan strendur Möltu.

Fannar frá Rifi, 24.4.2009 kl. 12:27

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Maltneski átti þetta að vera.

Fannar frá Rifi, 24.4.2009 kl. 12:27

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Fannar.

 Það kemur þá sem sagt í ljós að eina kosningamál Samfylkingarinnar er sjónhverfing.  

Sigurður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 12:43

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gulli, ég held að það sé ekkert að málstaðnum.

Sigurður Þórðarson, 26.4.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband