Sjálfstæðisflokkurinn setur sérhagsmuni ofar þjóðarhagsmunum

Geir Haarde blekkti mig í gærkvöldi þegar hann kom fram í Kastljósinu og sagði að hann ætlaði ekki að láta kúga sig og steypa landinu í skuldafen. Þetta fannst mér ábyrg afstaða, svo ábyrg að mér fannst réttlætanlegt í nafni þjóðarsamstöðu að brennuvargarnir  fengju slökkviliðsbúning  og þjóðin stæði saman sem einn maður. Það var mér því áfall að hlusta á Einar K. Guðfinnsson í hádeginu, sem lýsti því yfir að það kæmi ekki til greina að gera neinar breytingar á kvótakerfinu. Þetta segir Einar þó hann viti að sjávarútvegurinn skuldar nú 400% af ársveltu sinni, veiði dragist stöðugt saman og  fjölmörg þorp að leggjast í eyði. ÞjValur á veiðumóðin hefur ekki efni á við þessar aðstæður að viðhalda kerfi sem felur í sér að mörgum milljörðum sé hent í hafið á hverju ári til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn geti þjónað sérhagsmunum.

Þess vegna verður að boða til kosninga sem fyrst.

Valur á veiðum


mbl.is Sjávarútvegurinn skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband