Íslendingar á þunnum ís og verða að fara varlega

Sigmar stóð sig frábærlega og Geir var ágætur líka. Fortíðin er að
baki,  nú verða Íslendingar að gæta sín og Geir áttar sig á því. Nú blasir alvaran við, jafnvel
Samfylkingunni, sem getur ekki leikið sér eins mikið í 
utanríkismálunum. Við
verðum að styðja stjórnvöld til allra góðra verka hvað sem okkur kann
að þykja um fyrri verk þeirra. Sjávarútvegurinn skuldar nú 400% af ársveltu sinni, vegna kvótakerfisins. Ef kostirnir eru þeir að lifa við þröngan kost eða steypa komandi kynslóðum í skuldafen ríkissjóðs þar sem meira enn fjórða hver króna fer í vexti af erlendum lánum í amk 50 ár, þá vil ég treysta Geir og vonandi flestum stjórnmálamönnum, til að taka rétta ákvörðun. Geri þeir það mun þjóðin standa með þeim.
mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

23.10.2008 | 00:22

Endalok Sjálfstæðisflokksins?

Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.


Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Burt með ykkur frjálshyggjupostular"  Hvern er verið að ávarpa þarna? Fór það svona fyrir brjóstið á þér að mælt sé með því að styðja stjórnvöld til góðra verka?

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Mér finnst það verst á þessum síðustu og verstu tímum að Davíð Oddson virðist vera heilagur, það má ekki hrófla við honum.  En ég vona samt að stjórnin láti ekki kúga sig, og bjargi því sem bjargað verður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður! Stjórnvöld til góðra verka? Hver eru góðu verkin? Hvort þú skuldar 5 eða 10 milljónir og fjölslyldskyldumeðlimir þínir annað eins, án þess að að hafa stofnað til skulda? Sérðu ekki sukkið og svínaríið í þessu? Ertu kannski staurblindur Sjálfstæðismaður?

Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 01:36

5 identicon

Komið þið sæl !

Sigurður ! Ertu orðinn meyr; eða eru Sjálfstæðismenn búnir að múta ykkur, endanlega,, Frjálslyndum, til að fylgja sóðaskap þeirra ? 

Ertu kannski; að hæðast að okkur, Sigurður minn ? Fremur grátt gaman, sé svo.

Með kveðjum; en er furðu lostinn, samt /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóna ég er sammála þér. Sæll Óskar þú átt ekki að taka undir svona rugl, þú veist alveg hvaða skoðanir ég hef. Það er fyllilega í samræmi við þær að  vera sammála þeim sem ekki vilja steypa þjóðinni í stórfelldar skuldir og enn meira óefni en nú er komið. Ég er heimastjórnarmaður og vil heldur drekka vatnsþynnta mjólk og borða harða skorpu en selja íslensku þjóðina og afkomendur mína í erlenda skuldaáþján um ókomin ár.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 09:18

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er vonandi að þessi flokkur syngi sitt síðasta, þ.e.a.s x-(D)auði. Annars vildi ég klukka þig Siggi minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2008 kl. 10:29

8 identicon

Komið þið sæl;  á ný !

Þakka þér; afdráttarlaust svar, Sigurður minn. Hvar mér er gramt í geði; þessi dægrin, fyrir hönd lands og fólks, á ég til, að taka suma hluti, með þeim hætti, að ég kunni, að misskilja, að nokkru.

Verð samt; að benda þér á ályktanir mínar, á síðu Fannars frá Rifi, gagnvart stjórnmálaflokkunum, Sigurður minn. FF; ekki undanskilinn.

Sjóhundasveit ykkar; þarfnast rækilegrar hundahreinsunar, helzt með lýzól baði, líkt og ferfættu hundarnir, Sigurður minn,, og með ormalyfjatöku, líklegast.

Og; í Guðs bænum, ekki hrósa Geir H. Haarde, svo ég sjái til, Sigurður minn !!! 

Þakka jafnframt; þeim Jónu og Guðsteini, eindregin innlegg þeirra.

Með beztu kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband