Sjálfstæðisflokkurinn rústar efnahag þjóðarinnar.

Dýralæknirinn og aðrir ráðherrar sjálfstæðisflokksins eru svo sjálfumglaðir að þeir hafa annað tveggja blásið á alla gagnrýni frá virtum hagfræðingum eða í besta falli stungið henni undir stól. Á skandínavískum netmiðlum hafa verið skoðanakannanir um hvort hjálpa eigi Íslendingum með því að lána þeim. Mjög skiptar skoðanir eru um það en jafnvel þeir sem vilja lána okkur segja að Íslendingar ættu að fá hæstu vexti. En hver er ástæða þessa?  Eru "vinir" okkar svona vondir eins og Geir Haarde heldur fram? Dr. Robert Z. Aliber segir þvert á móti að íslensku ríkisstjórninni og seðlabankanum sé ekki treyst. Þar hafi menn ámóta þekkingu á rekstri þjóðarbúsins og stjarnvísindum. Þegar mest á reið að hækka bindiskilduna var hún afnumin! "Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld," segir Aliber".

Einkathotur-rikisstj-geir_1152654354Er sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn virkilega fyrirmunað að skammast sín?

Um Samfylkinguna þarf ekki að ræða hún  hefur fjarvistarleyfi enda var leiðtogi hennar að mestu í útlöndum 

 

 

Glaðbeitt á leið úr einkaþotu

 

39aRikisstjornGHHII

 Óhappastjórnin


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það eru tveir flokkar í Ríkistjórn og það hvorugur framar öðrum þeir taka báðir ákvarðanir.12 ráðherrar eru í ríkistjórn og geri einn mistök í einhverju máli á hann einn ekki sök heldur 12 þannig er svona samstarf.Ég trúi því að þetta fólk allt sé að vinna af heilum hug í þessum málum en við erum svo óþolinmóð að við getum ekki beðið,þetta tekur langan tíma.

Guðjón H Finnbogason, 20.10.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Erlendir sérfæðingar gefa þeim þá einkunn að þeir séu aular og engir erlendir seðlabankar muni treysta þessu liði.  Lestu fréttina við þessa færslu.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þau eru aular, öll þessi stjórn og sú síðasta líka.  Ekki var hún skárri   Mér virðast stjórnmálamennirnir "okkar" vera veruleikafirrtir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:37

4 Smámynd: Rannveig H

Erlendir sérfræðingar og Jón Baldvin seigja að þetta séu allt saman AULAR upp til hópa.

Rannveig H, 21.10.2008 kl. 07:22

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Mikið til rétt hjá þér Sigurður . En það verður kosið aftur , og hvað gerum við þá . þá kjósum við aftur þessa flokka yfir okkur.

Vigfús Davíðsson, 21.10.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Elías Theódórsson

Í hvaða flokki er bankamálaráðherra og stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins?

Elías Theódórsson, 21.10.2008 kl. 13:12

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóna, síðasta stjórn var engu minni aular. Samfylkingin hefur það sér til afsökunar að hún er stikk frí þar sem formaðurinn er með hugann erlendis. Rannveig  Já Rannveig, auðvitað eru þeir aular. Ísland er langskuldugasta ríki í Evrópu.  Gaman að sjá þig Vigfús, nei það má ekki verða að fólk kjósi þá aftur. Samfylkingin hefur lítinn áhuga á landsbyggðinni og alls engan á sjávarútvegi. Að vísu eru þar heiðarlegar undantekningar eins og séra Karl Matthíasson en hann á ekki upp á pallborðið hjá formanninum. Elías þeir eru í Samfylkingunni. Gulli ég er saklaus af því að hafa kosið þessa aula.

Sigurður Þórðarson, 21.10.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mesta ógnin sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir er að þessi ríkisstjórn hefjist handa við uppbygginguna þegar þessu blómaskeiði frjálshyggjunnar lýkur.

Sjálfir trúa þeir því að þeir séu í björgunaraðgerðum eftir einhvern alþjóðlegan hryðjuverkahóp sem hafi ráðist að okkur úr launsátri.

Og að makar þeirra eigi að fá þakkir og blómvendi frá þjóðinni fyrir að hafa lánað okkur þessar hetjur á hættustund. 

Árni Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 00:22

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Árni Gunnarsson..ég gæti ekki verid meira sammála tér.

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 08:42

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Árni er orðheppinn maður ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Guðlaugur: Kaust þú Björgólf?

Símaskrárpunkturinn er harður. Harður og sannur.

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband