Sjóferðabæn

 Landnáma greinir frá því að landvættir hafi fylgt Suðurnesjamönnum til róðra með góðum árangri. (bls. 193-198).  Ég hafði í hyggju að heimsækja alþýðuhetjuna Ásmund Jóhannsson, sem rær gegn mannréttindabrotum frá Sandgerði taka myndir og ná tali af honum en hann var þá til sjós.  Honum fylgdu mínar bestu óskir.

Sjóferðabæn:
"Ég heiti á landvættir að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Freyr, Njörður og hinn almáttki Ás".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... smá breyting:

Sjóferðabæn:
"Ég heiti á Drottinn allsherjar að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Drottinn Guð minn allsherjar". 

Bara svona til þess að fá kristilegan vinkil á þessa annars ágætu bæn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haukur, ég þakka þér þessa viðbót.

Ásmundur er kristinn maður og hann myndi örugglega fagna liðveislu Drottins allsherjar. 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ekki verra að maðurinn sé tvítryggður!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Vinátta okkar sýnir að menn geta róið með réttlætinu hverrar trúar sem þeir eru." ... Þessi setning þín á bloggi Hauks er gulls igildi.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega innlitin og færslurnar Jóhanna. Hið fyrra er smellið ég sagði Ásmundi frá því og hann hló dátt og innilega. Varðandi seinni færsluna myndi ég orða þetta þannig að það sé gulls í gildi að við og næstum allir Íslendingar séu sammála um þetta atriði. Þau forréttindi okkar verða seint ofmetin.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að sjá þig Ásthildur.

Ásmundur fór á sjó í nótt  og er væntanlegur í dag. Ég hlakka til að heyra hvernig róðurinn hefur gengið.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 12:44

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þetta er hetja hafsins og sómi þjóðarinnar..! Ég dáist að svona alvörufólki. Skilaðu kveðju frá mér Siggi!..

Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það skal ég gera Mannsi.

Ég hitti hann líklega í kvöld eða morgun. 

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 14:06

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Siggi! Ef einhver á hana skilið, þá er það hann..

Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband