Það sem fiskihagfræðingarnir vita ekki

c_users_owner_pictures_landra_ama_urinn_og_thjo_armor_inginn_ragnar_arnason

Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar við staðbundin fiskimið.  Þetta vita fiskihagfræðingar ekki, þeir kunna heldur ekkert í líffræði en þeir kunna aftur á móti á Exel sem þeir geta matað með viðurkenndum hagfræðiformúlum og búið þannig til kökur, gröf, línurit og súlur. 

Ekkert af .þessu hefur neitt með raunveruleikann að gera. 

Fiskihagfræðingarnir létu misnota sig af kvótabröskurum til að réttlæta eyðingu sjávarþorpanna. Af hverju  leggja þeir ekki til að slegið verði 5 sinnum á Suðurlandi og hætt að heyja í öðrum landshlutum?

 

Ragnar Árnason fiskihagfræðingur


mbl.is Bannað að selja burt kvóta úr þrotabúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í stuttumáli sagt. sjómenn í hverju byggðarlagi fá bara vinnu hálft árið. því þannig er það. fyrri hlutavertíðar eru allir fyrir norðan land og austan sem hafa dall sem þangað kemst. þegar vorar þá flykjast allir suður og vestur fyrir landið.

þó bygðir séu nálægt þá er fiskurinn með sporð og syndir í burtu. vonandi helduru ekki að fiskurinn sé veiddur við Selfoss þótt að þar búi einn trillukarl með afla og skip skráð þar? 

en ef þetta er hugmyndina fræðin þá krefst ég þess að allur síldarkvótinn verði gerður upptækur og færður úr byggðum sem vinna síld í dag yfir á Snæfellsnes þar sem síldin finnst núna í miklumæli (síðan færir hún sig til og þá verður allt fært aftur með tilheyrandi gjaldþrotum og óstöðugleika). 

Fannar frá Rifi, 4.3.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ha ha þú ert góður Fannar!

 Ég var nú ekki að tala um að ég styddi atvinnubótavinnu á afkima eða að menn tæku ekki tillit til hreyfingu flökkustofna eða breytinga í hafi.

Ég held að við skiljum hvern annan alveg, nei ég er að tala um að margir undirstofnar eru staðbundnir.  Það er því engin hagræðing í því  fyrir önnur byggðarlög að hætta  að nytja þá stofna.

Eitt mesta ruglið er samt að það er ekkert tillit tekið til þess sem sjávardýr éta  þó það sé tuttugu sinnum meira að magni en það sem við veiðum.

Fyrsta verk ESB ef við förum þar inn er að banna sel og hvalveiðar.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar,

fiskurinn á fjöllunum við Kolbeinsey hefur verið það í milljón ár og er ekki á leiðinni í netin á Flákanum.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2010 kl. 13:49

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við skulum vona að það verði ekkert ESB fyrir Ísland. Nóg er nú af ruglinu samt. Kvótakerfinu má henda eins og það leggur sig. Það er hægt að stýra fiskiflota stærð. það er í höndum fólks.

Hverjum datt í hug að hægt væri að stjórna fiskistofnastærð? Hvað verður næst? Fær veðurstofan það verkefni við að stjórna veðrinu? Á Íslandi er það alveg möguleiki eins og margt annað fáránlegt sem er í gangi þar...

Óskar Arnórsson, 4.3.2010 kl. 17:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að það yrði mikið vandræðaklúður ef gamlir skipstjórar færu að halda löng erindi um hagfræði.

Með sömu rökum held ég því fram að hagfræðingar ættu að spara mjög afdráttarlausar ályktanir um nýtingu fiskimiðanna.

Lífríkið hefur leitað síns jafnvægis gegn um alla sögu og svo mun enn verða. Jafnvel á þeim tímum örbirgar á Íslandi þegar kappsamir heimilisfeður drógu við sig í mat til að eiga fyrir tíu eða tuttugu faðma snærisspotta á handfæri, komu fiskileysisár svo mikil að heilar vertíðir voru reiknaðar í soðningum en ekki tugþúsundum tonna í heilum verstöðvum.

Hvaðan kom þá rányrkjan?

Árni Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 18:07

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka innleggin, mikið er ég sammála ykkur báðum Óskar og Árni.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2010 kl. 18:14

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni! Það einmitt málið! "Hvaðan kom þá rányrkjan?" Hvað er rányrkja? Um hvað snýst rányrkja? Þetta orð "ránýrkja" er nú meiri andskotans uppfinningin.

Fiskifræðingatrúarbrögðin eru svona ullen dúllen doff fræði.....vilja menn leita að íslenkum alvöru efnahagsterroristum, þá eru það hagfræðingar

Síðan "Glóbal Heimska" var friðuð og endlaust fullt af samtökum heimskunni til stuðnings, hefur fólk smitast af þessu hver á fætur öðrum.

Þannig varð fiskifræði einmitt til. Heilbrigð skynsemi gufaði upp...

Óskar Arnórsson, 4.3.2010 kl. 20:56

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hagfræði er dauð zem kennighrein, hrunið zýndi fram á það.

Steingrímur Helgason, 4.3.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband