Steingrímur snýr við blaðinu og styður Indefence..

 
"Ábyrgð ríkisins ekki skýr! Ósáttur við að hafa ekki fengið dómstólaleiðina! Gallaðar ESB-reglur hluti vandans! Ergo sameiginleg evrópsk ábyrgð! Óbætt tjón af völdum breskra yfirvalda!"
 
 
 
 Þetta líkar mér  "Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar" Þetta er ekki rétti tíminn til að vera með eitthvað ESB mjálm og kyssa á vöndinn. Batnandi mönnum er best að lifa.
 
Við Íslendingar fáum ekki öflugri talsmenn en Steingrím og Ólaf Ragnar Grímsson, sem brillerar á BBC.
 
Guð láti  gott á vita þegar þeir standa saman.
 
 

 


mbl.is Breska ríkisútvarpið ræðir við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Góðar fréttir í vondu máli.

Hannes, 6.1.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Hannes

Vonandi að hann segi af sér núna enda er stjórnin álíka hæf og drukknir apar.

Hannes, 6.1.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Batnandi mönnum er best að lifa Hannes.

Þessir menn eiga að standa saman og ég trúi að þeir geri það.

Þeir eru skynsamir.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 23:18

4 Smámynd: Hannes

Sigurður ég vona að þú hifir rétt fyrir þér með að þeir standi saman. Best væri ef allir stjórnmálaflokkar myndu fara að vinna saman að þessu máli með hag Íslendinga í huga.

Hannes, 6.1.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hannes það væri ekkert vit í öðru bæði fyrir flokkinn en ekki síst þjóðina og þeir þekkjast vel.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 23:37

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er aðeins taktík, leikflétta, til að hafa eitthvað í handraðanum þegar ríkisstjórnin fær rauða kortið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2010 kl. 23:43

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Vilhjálmur, ég er búinn að skamma Steingrím mikið en einhvertíma verður maður þó að vera sanngjarn.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 23:44

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Batteríið í lastmælgiforritinu er búið í bili enda hefur álagið verið mikið.

Það er í hleðslu.

En ég leyfi mér að spá einhverju "glasnost" í samskiptum okkar við nýlendutuddana á næstu dögum. 

Kaldhæðni örlaganna. Nú kynnir Gallup skoðanakönnun sem sýnir yfir 60% fylgi við nýju lögin sem forsetinn vísaði til þessarar vel upplýstu og yfirveguðu þjóðar. (þökk sé virtum lögmönnum, stjórnmálafræðingum og hagfræðingum)

Á sama tíma birtist skoðanakönnun frá bresku dagblaði þar sem yfir 80% aðspurðra telja óhæfu að ætla okkur að borga þessa óviðráðanlegu skuld.

Árni Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 00:07

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hræðsluáróður Samfylkingarinnar er kannski að virka?

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 00:13

10 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Góðar fréttir þetta. Svona á að gera þetta og það passar Steingrími mun betur að verja okkar hagsmuni en að stöðugt verja hagsmuni Breta og Hollendinga.

Helga Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 00:20

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega Helga.

 Ég þykist vita að Vinstri græn séu að átta sig á því að þjóðin verður að standa saman.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 00:23

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessaður og sæll Sigurður og þið hinir hér.

Takk fyrir þessa ábendingu.  Tek undir með þér, þó mér finnist Steingrímur hafa byrjað afar kurteisislega og varfærnislega í þessu viðtali, þá óx honum ásmeginn endanlega, þegar talið barst að hinum óskýru reglum ESB, og þeirri heift og þeim ofsa sem ríkti í byrjun október gagnvart þáverandi stjórnvöldum.  Þeim stjórnvöldum til varnar mætti taka að þau voru á barmi taugaáfalls andlega og líkamlega veik líka og voru þvinguð í að undirskrifa samning. 

Varðandi þessa skoðanakönnun í dag, þá er ég undrandi og þó ekki .... því hún sýnir kannski betur hversu okkar annars ágæta þjóð er taugatrekkt á köflum og skiptir um skoðanir eins og vindurinn blæs.

Eva Joly er með þetta, færi vel á því að fólk rói sig aðeins og hlusti á hana.

Góðar stundir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.1.2010 kl. 00:23

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Jenný fyrir þitt skynsamlega innlegg.

Ég er svo sannarlega að vona að þessum hjaðningavígum og ég vil kannski frekar segja óvinafagnaði linni.  Íslendingar standa frammi fyrir einni mestu ógn í sögu sinni sem eru óheyrilegar skuldir og kúgun gamalla nýlenduþjóða.

Oft var þörf en nú er nauðsyn á samstöðu.  

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 00:32

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.

EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.

The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?

Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:10

15 identicon

Heill og sæll Sigurður; æfinlega - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

O; láttu ei blekkjast, Skagfirzki seggur, Sigurður Þórðarson !

Sjáið þið ekki; andskotann Lenín, myndhverfast í Steingrímsins líki, gott fólk ?

Ég geld ykkur; varhug mikinn, við snemmbærum fagnaðar látunum, ykkur að segja.

Með beztu kveðjum; sem fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:12

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mér er ekki grunlaust um að Ólafur hafi brotið blað sem Steingrímur síðan handfjatlar. Nú vantar bara herslumuninn á að alheimurinn fatti að það sé til eitthvað annað en að borga uppsettar skuldir.

Þá munu fátækustu þjóðir heims loksins eiga efni á mat. Skil ekki hvers vegna mörgum alþjóðasamfélagssinnunum er svona illa við magafylli náungans.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.1.2010 kl. 01:16

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvar hafið þið verið ?  Þetta hefur bara verið sjónarmið íslands með einum eða öðrum hætti gagnvart viðsemjendum sínum alla tíð.  Í rúmlega ár.  Að þeir telji lagalegu skylduna óskýra, kerfi gallað og þar fram eftir götunum. 

Það er meir að segja bókað inní samningnum eitthvað á þá leið, að ísland véfengi lagalega stöðu og vísa í að að hugsanlega falli úrskurður þeim í vil í framtíðinni - mann ekki í augnablikinu nákvæmlega hvernig er orðað en eitthvað í nefnda átt.

Hversvegna þeir gera það fæ eg hinsvegar tæplega eða alls ekki skilið.  Eitt af því furðulega við þetta icesavemál.   Hugsanlega vegna þessarar hysteríu sem hefur verið i gangi.  Sem menn þekkja líklega og þarf eigi að lýsa nánar eða hafa fleiri orð þar um. 

Á meðan mætir Forsetinn á BBC og segir ísland ætla að standa við skuldbindingar sínar að fullu.  Borga allt uppí topp !  Segir Forsetinn - nýbúinn að fokka málum svoleiðis upp að fáheyrt er glóbalt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2010 kl. 02:33

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvernig væri að vitna rétt í orð forsetans Ómar...hann sagði að auðvitað væri sameiginleg skoðun allra stjórnarflokka að standa við íslenskar skuldbindingar í fjármálum. Hann átti ekkert við Icesave... Það eru allskonar aðrar skuldir. það var ekki meiningin að hætta að borga útlandsskuldir...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 02:54

19 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hver voru það sem ákváðu að fara ekki dómsstólaleiðina í upphafi þegar gott færi var?

Var það e.t.v. vegna þess að það myndi afhjúpa þau? Nei, málstaðurinn er slæmur, hvernig sem það snýr.

Þorri Almennings Forni Loftski, 7.1.2010 kl. 05:36

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þetta Óskar.

Þetta er mjög athyglisvert og sýnir að málstaður okkar er góður ef forystumenn okka vildu tala fyrir honum. Það hefur Ólafur Ragnar nú gert og Steingrímur reyndar líka í gærkvöldi.

Evrópusinnarnir eru búnir að hræða fólk hér upp úr skónum þannig að það virðist tilbúið að senda börnin sín í sára fátækt.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:26

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar Helgi, takk fyrir ábendinguna en mér þykir sjálfsagt að sýna sanngirni og Seingrímur stóð sig vel og ég sé enga ástæðu til að leyna því.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:30

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Gunnar mágur. Það er margt skrítið eða öllu heldur öfugsnúið í höfði þeirra sem sækjast eftir ða komast í kæfubelginn Brussel.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:32

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ómar Bjarki Kristjánsson, þú hefur alveg misskilið forseta Íslands þegar hann tjáði sig við BBC. Reyndar er þér nokkur vorkunn því mér sýnist að blaðamaður Mbl. gera það að einhverju leyti líka.

 Forsetinn hélt frábærlega á málstað Íslands hann sagði skýrt að við ætluðum að standa við allar okkar skuldbindingar um það væri engin deila á Íslandi og hefur aldrei verið.  Það eru engin lög sem segja að almenningur eigi að borga Æsseif, þvert á móti bannar Evrópusambandið ríkjum að gefa út ríkisábyrgð.

Forsetinn hefði ekki geta sagt þetta betur!

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:40

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Óskar.

 Okkur ber ekki að borga þetta Æsseif.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:41

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Þorri, þetta kann að vera rétt hjá þér en Bretum stendur til boða að fara í mál við Tryggingasjóðinn hér í Reykjavík. Vonandi gera þeir það

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:44

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

MMR könnunin er stærri en fólk er ráðvillt og hrætt.

Það er t.d. búið að hræða fólk með slæmu lánshæfismati sem engu máli skitir því við gátum engin lán fengið hvort sem er og erum ekki á leiðini  að taka nein lán. Sá tími er liðinn að við getum bætt á okkur meiri lánum.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:47

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ólafur stendur sig gríðarlega vel, hann veit alveg hvað hann er að gera og getur svo sannarlega komið okkar málstað vel til skila. En það var ömurlegt að sjá úrklippuna með forsætisráherranum okkar, hún er náttúrlega afar vonsvikin eftir að hafa tapað sínu eina baráttumáli sem var að koma Íslandi í ESB. Hefur Samfylkingin eitthvað erindi í ríkisstjórn núna? Eru þau ekki alltof löskuð eftir ESB aðildartapið  til að geta unnið þjóðinni gagn?

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:54

29 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Og Steingrímur J er heldur betur að komast í rétta gírinn!

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:55

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta Guðrún. Ég er innilega sammála þér með þá Ólaf og Steingrím. Ég nenni ekki að tala um grey Jóhönnu hún var fín í félagsmálaráðuneytinu í gamla daga. 

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 13:40

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Mikið finnst mér viðra vel í dag. Forsetinn stendur sig vel og vonandi kemst Steingrímur úr klóm Jóhönnu en tíminn hennar kom aldrei og þessi vera hennar í ríkisstjórn vonandi bráðum búinn. Hún á örugglega eftir að sjá að þetta var ekki hennar tími og hún vann gegn þjóð sinni og það er sorglegt.

Ég tel best í stöðunni að það verði mynduð þjóðstjórn svo allir beri jafna ábyrgð eða utanþingsstjórn? Fagmenn þurfa að koma meira við sögu.

Það fyrsta sem Jóhanna og Steingrímur lögðu áherslu á fyrir ári síðan þegar þau komust í ríkisstjórn var að reka Davíð sem þá var Seðlabankastjóri, því hann væri enginn fagmaður. Þessi sömu báðu gamlan komma að semja um Icesave. Þar var ekki fagmaður á ferð og hefur hann skaðað okkur og hann á að taka pokann sinn. Honum nægir að fá 140.000. kr á mánuði eins og þeir sem  minnst hafa.

Áfram Ísland.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2010 kl. 17:46

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Forsetin sagði á bbc að ísland ætlaði að standa við skuldbindingar sínar.  Málið snerist aðeins um - - - og þá vantar nefnilega punktinn.  Um hvað snerist málið.  Ekkert svar.

Að öðru leiti hefur eðli málisns ekkert breyst nema búið er að koma því í alveg þvílíka ruglið og stórskaða landið.  Ekkert nýtt í ummælum SJS.  Eins og eg hef bennt á,  þá óvart var þetta upplegg íslands alla tíð við viðsemjendur sína og meir að segja sérstaklega bókað í samningnum.  Ekkert nýtt.

Það eina nýja er að stjórnarandstöðu tókst - nú síðast með hjálp forseta að fokka málinu upp !  Þeim tókst það - með óáætlanlegum skaða fyrir blessaða ættjörðina.  Ógurlegum skaða til langs tíma.

Sjöllum, frömurum, hreifngu tókst ætlunarverk sitt þessum andskotum.  Stórskaða blessað landið mitt ! 

þarf ekki að koma á óvart í tilfelli sjalla,  þeir eru jú nýbúnir að rústa landinu.  Nú eru þeir að reyna að sökkva því !  Frmarar hjálpa þeim náttúrulega og hreifingin í heimsku sinni leggst á árarnar með þeim ásamt 2-4 nytsömum sakleysingjum í vg.

Við erum í svakalega vondum málum.  Alveg ofsalega vondum

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2010 kl. 17:59

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Davíð er enginn fagmaður í Ný-Seðlabankakerfi EU stjórnarskrárinnar. Sem mun gegna meðal annarrs skattheimtu fyrir Brussel, og verða því meðlima seðlabankarnir að vera óháðir Ríkstjórnum Meðlima-Ríkjanna í eigin skattheimtu samkeppni.

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 18:44

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa ég tek sannarlega undir með þér

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 23:01

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ómar minn, punkturinn hjá forsetanum vará hárréttum stað.

Ég ráðlagði þér að lesa það sem bestu lögfræðingar  hafa samt um þessi  mál. Þú hefur ekki gert það og ég get ekkert gert að því. En einu getur þú alveg treyst og það er  að fosetinn veit upp á hár hvað hann er að gera.

Ef við ætlum að leita réttar okkar þá verðum við að haga okkur eins og forsetinn er að gera núna. Ég sé að þú hefur áhuga á þessum málum og ég ráðlegg þér ef þú villt í raun og veru kynna þér þessi mál að lesa greinar eftir lögmenn sem eru menntaðir í Evrópurétti. 

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 23:12

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlli ég skil ekki.....

Rétt hja´þér Einar. Fjöldi lærðra manna hafa tjáð sig s.s. prófessorarnir í Evrópurétti  Stefán Már og Dr. Elvira Mendes, dr Herdís Þorgeirs, Sigurður Líndal og Jón Steinar hæstaréttardómari og margir fleiri. Fólk les þetta ekki heldur man einhverjar glefsur eftir gasprara sem koma í sjónvarpið. 

Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 23:19

38 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Taktu sérstaklega eftir þessu, sem ég sá í einni greininni:

Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:30

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

Siggi það er skiljanlegt enda eru stjórnskipunarlög EU um Seðlabankakerfi nánast ný af nálinni og Bretar ekki en búnir að taka upp evru eða kaupa hlut í Fjárfestingabanka Evrópu eða Seðlabanka Evrópu. Seðlabankarnir eiga að fylgja stefnu hæfs meirihluta EU Seðlabankakerfisins sem fylgir Seðlabanka Evrópu, sem vinnur undir Commission: Umboðinu í Brussel. Umboði hæfs meirihluta æðstu valdhafi Meðlima-Ríkjanna. Þeir sem trúa því að völd og peningar séu eitt og hið sama svo sem Bretar telja þetta aðalatrið í Stjórnarskrá EU. En ekki skipulagðar þingfulltrúa staðfestingar og álits ráðgjafa nefndir með þeim kostnaði sem því fylgir. 

Þetta er að mínu mati miðstýrður forréttinda kapítalismi sem Davíð hefur engan áhuga á eða faglega þekkingu frekar en Svissneskir Seðlabankastjórar. Þar sem Seðlabankar fylgja stefnu þjóðarinnar hverju sinni.

Ég ráðlegg mönnum að fylgjast með fréttum hjá BBC eða frá USA, Þýskalandi eða Frakklandi vilji þeir fá síaðar fréttir, á gaspurs. Útvarp Saga er einna best innlands.

Skilgreinum skuldbindingar sem er fengnar með stjórnmálalegum leiðum [leyndo: þolir ekki réttlæti:Dómstól].

Ísland á kröfu vegna lokunar lánalína EU löngu fyrir hrun. Sérstaka kröfu á Breta fyrir að beita efnahagshryðjuverkalöggjöf EU  á grundvelli þjóðernis í stað þess beita henni gegn meintum hryðjuverkamönnum eingöngu. Voru þeir búnir að fara fram á að einhverjir yrðu framseldir? EU telur sig réttarríki er ekki upplagt að láta reyna á það.

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 23:58

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sigurður,  svon byrjar grein BBC  í umfjöllun um hvað Forseti Íslands hafi sagt:

"Iceland president says country will pay UK government

Iceland's president has told the BBC's Newsnight programme that the country will pay its debts to the British and Dutch  governments."

Þetta er alveg skýrt.

Forsetinn sjálfur hefur þá bæst við stórann hóp íslenskra ráða og embættismanna sem hefur sagt að við ætlum að boga umræddar skuldbindingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2010 kl. 01:16

41 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvorki hvernig né hvenær. Sem hefur enga merkingu ef menn þjást af fjárólæsi.

Fyrstu árin eftir heimskreppu eru vextir afar lágir  svo fara þeir hægt af stað þegar alþjóðalánastofnanir eru springa. Það er spurning um hvort kreppan hafi náð botninum.  

Þetta er regla sem ég tel að hafa enga undantekningu.  Bretar eru að vekja vonir um örlitla vaxta hækkun einmitt í pressunni í gær. 

Lettar og Grikkir eru Meðlima-Ríki í EU stöðuleikanum.

Júlíus Björnsson, 8.1.2010 kl. 04:29

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Einar og við þetta má bæta að þessar þjóðir tóku sjálfar fjármagnstekjuskatt af Icesave en það gerðu Íslendingar ekki.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 09:45

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega Júlíus ég er samm´la þér varðandi fjölmiðlana. Hérlendis er helst hægt að treysta útvarpi Sögu.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 09:48

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Ómar,

Það getur verið að það skipti máli hvernig BBC leggur út af orðum Ólafs Ragnars Grímssonar, meiru skiptir þó hvað hann sagði.

Dæmi. Ef ég segi ég mun standa við allar mínar skuldbindingar (óskilgreindar) þýðir það ekki að þú Ómar Bjarki Kristjánsson hefðir erindi sem erfiði ef þú krefðir mig fyrir dómi um 10.000 krónur. Krafa Breta  byggir ekki á dómi heldur þrýstingi í krafti þess að Íslendingar eru blankir og þeir nota IMF ásamt því að Samfylkinguna langar í Evrópusambandið. 

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 10:00

45 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Júlíus en best væri ef þetta mál færi fyrir dóm.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 10:02

46 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Enn ein staðfesting á því að flytja sem mest ósannindi þýðir að brillera á íslensku. Ég er hræddur um að þeim sem finnst Svínka hafa staðið sig vel skilji varla orð í ensku eða eru siðblindir. Ætli íslendingar sé bara ekki fæddir siðblindir. Þarf Kári ekki að finna siðblindugeið og rannsaka algengi þess á Íslandi? Hjá litlu barnalegu frekjuóþjóðinni.

Afhverju vildi Haardestjórnin m.a. Brjálaði BB II ekki fá málið fyrir dóm? Það ættu flestir að vera færir um að geta sér til um.

Þorri Almennings Forni Loftski, 8.1.2010 kl. 11:12

47 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorri þeir sögðust vilja það en þeim  hafi  verið bannað það af Evrópusambandinu.

Hluti af skýringunni er örugglega ESB þráhyggja Samfylkingarinnar

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 14:20

48 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þá ekki ríkisstjórnin sprungin Siggi? það vita allir að það má ekki tala til ESB með þessum hætti. Samfylkingin er búinn að gefa það út að það sé bara leyfilegt að kyssa vöndinn.

Fannar frá Rifi, 8.1.2010 kl. 22:34

49 Smámynd: Jens Guð

  Það er gleðilegt að fylgjast með þeim viðsnúningi sem orðið hefur í viðhorfum útlendinga til stöðu Íslendinga í Icesave eftir að ÓRG vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu - og síðan sjónvarpsviðtalinu magnaða á BBC þar sem ÓRG fór á kostum undir harðorðri árás Paxmanns,  herskárs spyrils sem þekktastur er fyrir að leika viðmælendur grátt.  Stilla þeim upp eins og fyrir framan aftökusveit með árásagjörnum hríðskotaspurningum.

  Paxman er sagður undirbúa svona yfirheyrslu rosalega vel með herskara sérfræðinga.  Þeir eru síðan beintengdir í eyra hans á meðan á útsendingu stendur og viðmælandinn á jafnan ekki viðreisnar von.  Í umræddu viðtali var þó greinilegt að Paxman var orðinn örvæntingarfullur er á leið og augljóslega feginn og dasaður þegar yfirheyrslunni á ÓRG lauk.

  Í dag gengur samúðarbylgja í garð Íslendinga yfir almenning í Bretlandi,  Hollandi og víðar.  Ný staða er uppi og íslensk stjórnvöld hafa allt í einu sterka stöðu í þessari deilu.  Almenningur í Bretlandi,  Hollandi,  Noregi og víðar er lagstur á sveif með málstað Íslendinga.

Jens Guð, 8.1.2010 kl. 23:23

50 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ólafur rúllaði yfir hann

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 00:16

51 Smámynd: Halla Rut

Er komminn nú að klóra í pakkann, drukknandi í skítalæk ásamt öllum þeir er einhverju ráða í hans kjarklausu ríkisstjórn?

Húrra fyrir þér, herra forseti. HÚRRA.

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 00:51

52 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skoðaðu þetta:

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

"What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement."

"A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:08

53 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð spurning hjá þér Fannar. Þórunn er búin að gefa það út að þetta sé spurning um líf eða dauða milli forsetans og ríkisstjórnarinnar! Margir stjórnarliðar hafa tekið í sama streng. Vandamálið við þetta er að þá geta úrslitin orðið tvísýn. Það er líka hættulegt ef stjórnarliðar eru með allan hugann við að bjarga eigin skinni en ekki að vernda hagsmuni þjóðarinnar.

En ég get lofað' þér því að það verður tekist á um þetta af fullu afli af því að hagsmunirnir eru svo miklir. Þeir munu beita peningum og hræðsluáróðri "Dirty hardball"

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 04:02

54 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, þetta er skemmtileg og fróðleg lýsing á hard talk þáttum Paxmann.

Það er enginn íslenskur stjórnmálamaður sem hefði staðist þetta, hvað þá að pakka þessu liði saman og rúlla þættinum upp. Ólafur Ragnar Grímsson hefur greinilega engu gleymt. 

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 04:07

55 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innleggin Júlíus og Halla 

það er rétt hjá ykkur að forsetinn rúllaði þessu upp. Það er alls ekki rétt sem ég las í Mogganum að Ólafur hefði lent í kröppum dansi það gerði þáttastjórnandinn hinsvegar. Frammistaða hans var glæsileg

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 04:10

56 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega fyrir þetta einar Björn. Umræðan hefur heldur betur snúist við eftir að forsetinn fór í málið. Það er algjört öfugmæli að ríkisstjórnin sé að slökkva einhverja elda eftir forsetann. Þeir ættu að skammast sín sem hafa skaðað hagsmuni Íslands og tala þannig.

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 04:15

57 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Bretalandi er stéttaskipting: Þjóðarleiðartoga ber að koma fram í samræmi. 

Ólafur kann á þetta lið.  Þótt hann sé kannské ekki inn í öllu baktjaldamakki fjármálageirans. EU er samband hernaðarþjóða þar hernaðarkænska er yfirstéttinni í blóð borin. Ráðbrugg og samsæri m.a. Kenningar um þetta ná ekki eyrum sauðanna vegna fordóma á orðinu samsæriskenningar.

Maður kennir það sem maður skilur. Hræðist það sem maður kennir ekki. Deila og drottna virkar hér á Íslandi með áróðri og blekkingum. Heldur sá sem á veldur. Mikið vill meira. Kæfa eldinn í fæðingu.   Tilgangurinn [sem almenningi er sagður] helgar meðalið [aðferðina] sem beitt er til ná fram raunverulegum tilgangi eða aðal markmiði.

Þjóðartekjur Íslending lækkuðu um 12% frá 2008 til 2009 [42,3-37,2].

Þjóðartekjur Breta voru 36,7 dollarar 2008. Spáin er að þjóðartekjur íslendings og Breta 2014 verði 42,0 dollarar.   Þetta mun byggt á IMF.

Hvaða verða margir Íslendingar hér í lágvirðisaukaframleiðslu til 2014 svipað leyti og greiðslur byrja.

Nú er spurning hvor endurreisti alþjóðafjármálageirinn hér geti breytt spánni. Ég vil skera kostnaðinn niður og færa liðið yfrir í fullvinnslu útflutngsgeira beinharðra verðmæta.

Íslendingar hljóta að vera búnir að læra að alþjóða bréfabrask er ekki okkar fag. Enginn græðir á hæfum meirihluta EU. Þótt Samfo hafa ekki sömu skoðun.

Þúsund dollar. Fjárfestar græða ekki á okkur næstu 5 árin nema að við töpum meira. Eins dauði er annars brauð.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 05:49

58 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Eins dauði er annars brauð"  Hvað fær Breta til að krefjast drápsklyfja og himinhárra vaxta af þjóð sem þeir segja að sé gjaldþrota?

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 12:06

59 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ástæða þess, að Bretar/Hollendingar geti ekki fengið meira úr dómsmáli, þannig að í versta falli stæðum við frammi fyrir að þurfa aftur að semja um greiðslu svipaðra upphæða, er nefnilega dómur EFTA dómstólsins okkur í vil.

En, EFTA dómstóllinn hefur tekið afstöðu til neyðarlaganna, og finnst mér í hæsta lagi undarlegt, furðulegt, hve frámunalega litla fjölmiðlaumfjöllun sá dómur fékk hérlendis - en, sú úkoma var virkilega risamál.

Þannig, að þ.e. alls ekki lengur í myndinni, að Ísland sé dæmt til að borga meira, eins og Samfó liðar enn malau títt um.

Sjá færslu er ég skrifaði um málið:

Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

------------------------------

Þegar þetta er haft í huga, og lagalega óvissan um útkomu, sem prófessorinn góði bendir á, og að auki í ljosi mjög erfiðrar greiðslugetu Íslands í ljósi alvarlegrar almennar skuldabyrði; þá virkilega held ég að það sé áhættunnar virði, að sýna Bretum og Hollendingum, fylstu hörku í samningum.

Jafnvel, að láta þetta fara fyrir dóm.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 14:23

60 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_future_GDP_(PPP)_estimates

Þarna eru upplýsingar sem IMF vinnur eftir.  Bein skerðing Tekna Íslendings 15 % milli 2008-2009. Tekið til verðhjöðnunar Dollars, má túlka.

Íslendingur og Breti hafi sömu tekjur eftir 5 ár. N.B heimur stöðuleikana.

Íslendingur býr hinsvegar við miklu hærri bein og óbein vaxtaskatta.

Icesave verðið fyrir að endurreisa braskið kosta Íslending 30-40% gjaldeyrisskerðingu, kaupmáttar eða launa.

Hæfur meirihluti alþjóða fjármálstofnanna handstýrir megin fjármagni milli heimshluta.  Er mín skoðun.

Við græðum ekkert á því persónulega að taka þátt í þessu alþjóðlega fjármála millifærslu og stýrikerfi. 

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 15:54

61 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 20:49

62 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Stiengrímur hefur í sjálfu sér ekkert á móti því að fá að endursemja um málið en það er ekki á döfinni heldur þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu sem Steingrímur lagði fram setti sjálfan sig að veði fyrir og mun því halda því áfram þangað til hún verður samþykkt aða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mér finnst menn hlaupa útundan sér hérna og halda að það sé á döfinni að endursemja um heila klabbið á næstu vikum eða mánuðum. Það er ennþá ekkert sem bendir til þess. Niðurlendingar og Bretar munu ekki velja næsta leik í stöðunni til að gera okkar samningsstöðu betri. Þeir munu flýta sér hægt. Þetta er komið útúr þeirra pólitíska ferli og í vald embættismanna. Á meðan málið er þar verður erfitt að þrýsta á þá til samninga.

Hugleiðum það aðeins.

Gísli Ingvarsson, 9.1.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband