Færsluflokkur: Evrópumál

Vilja endurheimta fiskimiðin

56% Breta vilja yfirgefa Evrópusambandið ef þeir ættu þess kost. Þannig gætu þeir lækkað skattbyrði sína og endurheimt fiskimiðin. En þar sannast hið fornkveðna að "stundum er hægara í að fara en úr að komast"
mbl.is Meirihluti Breta vill úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason kallar á kirkjuna

Æ fleiri "kalla á Ásatrúarfélagið". (Er ekki eitthvað bogið við þetta orðalag)  Ég hitti Hilmar Örn um daginn og sagði hann mér að félagsmenn væru eitthvað á yfir tvö þúsund. Eru þá restin af þjóðinni að "sækja að félaginu"? Erum við sem ekki erum í þjóðkirkjunni að "sækja að henni". Nei, en reglur heimila ekki að maður sé skráður í fleiri en eitt trúfélag.  Sjálfur fer ég oft í kirkju og hef sem betur fer aldrei fundið mig óvelkominn.  Er ekki eðlilegra að ákalla guði en stofnun?


mbl.is Við köllum á kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halldór Jónsson

Flestir kannast við söguna um "Nýu fötin keisarans" sú saga hitti í mark af því að hún afhúpaði sýndarveruleikann, sem stjórnvöld á hverjum tíma reyna að búa til. Opinbert eftirlit hefur verið lausnarorð í pólitík allra flokka enda hefur það  vaxið úr öllum takti við þjóðarframleiðsluna.

Rússar hafa þyggja hvorki ráð hjá Alþjóða hafrannsóknarráðinu né stofnana- og eftirlitsbelgnum ESB hvorki nú né fyrr, þrátt fyrir það ætla þeir enn að auka veiðar á þorski um 250.000 tonn úr 750.000 tonna í eina milljón tonna. Halldór Jónsson á það til umfram aðra menn að segja hlutina eins og þeir eru þó það fari á svig við umræðuhefðina. 

Góð grein sem ég mæli með


Tortóla, kvótakerfi, Icesave, ESB og verðtrygging

Tortóla, kvótakerfi, Icesave, ESB og verðtrygging virðast vera helstu trúarlegu gildi Gylfa. Getur ASÍ ekki boðið í Villa Egils?
mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkamaður í víngarði Drottins

Ég tók sjálfur þátt í mótmælum, leit reyndar á það sem borgaralega skyldu. Kannski hefði Geir Jón gert það líka ef hann hefði ekki verið önnum kafinn við löggæslustörf. Það var afar fróðlegt og gagnlegt að hlusta á hann ræða málin af hreinskilni í Valhöll. Geir Jón er öðlingur einn af þessum þýðu lögreglumönnum sem vinna sína skyldu en vilja lagið hafa í mannlegum samskiptum. Það er mikil eftirsjá af honum úr lögreglunni en ég vona að hans skarð verði fyllt þó mikið holrúm sé.

Fallegt lag með lögreglukórnum


mbl.is Hreyttu svívirðingum í lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kíkja í og þukkla pakkann"

Evrópusambandið er ekki að fara að ganga í Ísland heldur hefur Ísland
sótt um aðild að Sambandinu. Þess vegna kynnti ég mér Rómarsáttmálann,
sem segir skýrt að öll fiskveiðistjónun skuli fara til Brussel.  Þessu
verður ekki breytt í samningaviðræðum.
mbl.is Mikill meirihluti andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá friðarverðlaun fyrir vopnaútflutning

Þrátt fyrir að hlutur Evrópusambandsríkjanna verði stöðugt rýrari í heimsviðskiptum flytja þau út þriðjung allra vopna í heiminum og fá fyrir það friðarverðlaun.
mbl.is Selja vopn og fá friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir verkalýðsfélagi Akranes

Verkalýsfélag Akranes stóð fyrir könnun sem sýndi að yfirgnævandi meirihluti félaga ASÍ vildi að forseti sambandsins yrði kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sjá Hér

En miðstjórnin sló skjaldborg um Gylfa enda eru menn með reynslu af stjórnarsetu í Tortólafélagi ekki á hverju strái.


mbl.is Hafnaði tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur hefur lög að mæla

Í hvaða fílabeinsturni er forysta Samfylkingarinnar að reyna að böðla þessu máli áfram í óþökk þjóðarinnar?  Er meiningin að taka VG með í fallinu? 

 Meira að segja Jónas Kristjánsson fyrrv. ritstjóri leggur til að viðræðunum verði hætt.  Er þá ekki fokið í flest skjól?

Á heimasíðu Sigurjóns Egilssonar kemur fram að hann hafi gengið á eftir Jóhönnu til að fá hana í viðtal, boðist til að taka þáttinn upp en allt kom fyrir ekki. 


mbl.is „Þetta rífur allt samfélagið á hol“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á Evrópusambandið makrílinn

Þess vegna á Evrópusambandið að halda þessum vágesti sem fitnar og étur tífalda þyngd sína frá Íslandsmiðum áður en hann étur sandsílið, mikilvægustu fæðu þorsksins, út á gaddinn. Auk þess sem makríllinn eyðir öllum seiðumá því svæði sem hann fer yfir.  Þess vegna er best að Sambandið haldi sínum makríl heima.  Geri Sambandið það ekki er fráleitt að íslensk stjórnvöld amist við því þó vinir okkar Grænlendingar veiði þennan ránfisk innan sinnar lögsögu, því þá er Evrópusambands-makríllinn kominn alla leið til Ameríku!


mbl.is Rauðáta í makrílskjaft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband