Álfheiður sendir Ögmundi tóninn

Álfheiður uppskar ráðherraembætti fyrir foringjahollustu sína við Steingrím og tók það fram á sínum fyrsta degi að hún væri ekki verkkvíðin. Með þessu orðum hjó hún í sama knérunn og foringinn sem ásakaði Ögmund um að gefast upp fyrir  aðsteðjandi vanda í heilbrigðiskerfinu.

Allir sem til þekkja vita að þetta er fullkomlega ómaklegt. Ögmundur sagði af sér vegna þess að landstjórinn hefur sett þrýsting á Steingrím og Jóhönnu sem þau bogna undan, ekki síst vegna EB þráhyggju Samfylkingarinnar. Hann gerði þetta fyrir þingræðið vegna þess að hann er mótfallinn því að komandi kynslóðir verði gerðar að Ísþrælum með því að leggja á þær Ísklafa.


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt sem þú segir Sigurður, að Álfheiður er að senda Ögmundi tóninn. Þar fylgir hún foringjanum Steingrími, sem einnig gerði sem minnst úr ágreiningi innan VG um Icesave-málið. Þetta lið er staðráðið í að samþykkja kröfur Sossanna og þar með ganga í lið með andskotum okkar í Bretlandi og Hollandi.

Álfheiður undirstrikaði þessa afstöðu, þegar hún sagði:

Það var góður samhljómur innan VG um að ljúka Iceave málinu og eins að þetta ríkisstjórnarsamstarf héldi...

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa góðu atugasemd Loftur.

Ég treysti mér ekki til að lesa í hvað þessi yfirlýsing þingflokks VG þýðir í raun. 

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er umfjöllun um málið á visir.is:

 

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þrátt fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið fullt umboð þingflokksins til þess að halda samningaviðræðum varðandi Icesave áfram, setji hann og fleiri þingmenn flokksins áfram fyrirvara við málið. Atli segir að afstaða sín og nokkurra annarra þingmanna VG ráðist að endingu eftir því hver niðurstaða málsins verði. Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun.

 

Þingflokkur VG fundaði fram til klukkan tvö í nótt og að loknum fundi lýsti Steingrímur J. Sigfússon því yfir við fjölmiðlamenn að hann hafi fengið fullan stuðning þingflokksins til þess að afgreiða Icesave-málið í samræmi við það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Atli segir hinsvegar að í þingflokki VG sé uppi ágreiningur um hver niðurstaða málsins eigi að vera.

 

„Ég, Ögmundur og fleiri höfum fyrivara á því að málið fái þinglega meðferð. Hann er með umboð til að semja en það ræðst af niðurstöðunni hver afstaða okkar þingmanna verður," sagði Atli.

 

Heimild: http://visir.is/article/20091001/FRETTIR01/906835760 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 10:58

4 identicon

Það er algjör óþarfi hjá Álfheiði að saka Ögmund um uppgjöf.  Bara ósanngjarnt. En þessi ágreiningur innan VG er auðvitað erfiður.  Menn þar á bæ eru svo vanir því að vera á móti öllu.  Og þurfa ekki að taka afleiðingum þess.  Þá eru þar menn sem vilja gera allt til að halda samstarfi við samfó. Spennandi að fylgjast með þessu!

Auður M (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í viðtalinu í Bylgjan í bítið kemur fram að Guðfríður Lilja neitaði að taka við ráðherraembættinu sem Ögmundur er búinn að segja sig frá. Þetta gerði hún með vísan til raka Ögmundar, þannig að með þeim virðist vera fullkominn samhljómur.

Staðan í Icesave-málinu virðist því vera nákvæmlega sú sama og í upphafi. Icesave-stjórnin hefur ekki þing-meirihluta fyrir undirgefni við andskotana í Bretlandi og Hollandi. Verða einhverjir aðrir til að hlaupa undir bagga ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 11:24

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Loftur innlegg þín skýra og varpa nýju ljósi á málið. Þetta er gott hjá Guðfríði Lilju og Ögmundi. Nú eiga allir þjóðhollir menn að taka höndum saman um að bjarga Íslandi.

Allir verða að leggja sitt besta fram. 

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband