Ástæður þess að ríkisstjónin vildi leyna Icesave samningnum

Ríkisstjórnin reyndi í lengstu lög að halda Icesave samningnum leyndum fyrir þjóðinni og jafnvel þinginu. Samt er almenningi ætlað að borga en almenningi var ekki ætlað að vita neitt um hvað málið snérist. Það var ekki fyrr en samningamenn Hollands laumuðu samningnum að Íslendingum sem komu honum til ríkisútvarpsins sem varnirnar brustu.

Daginn eftir neyddist ríkisstjórnin að leyfa þingmönnum að lesa leyniplaggið.

Hérna koma greinarnar sem ríkisstjórnin vildi fela

 

H

 


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er greinlegt að banna verður í stjórnarskrá alla leynd í réttarríkinu Íslandi. Allir skulu jafnir að lögum. Lögræðisaldurinn er 18 ár. Heiðarlegri samkeppni er ógnað með leynd, annarri en framleiðsluleyndarmálum og öðru sem stangast ekki á við almanna hagsmuni.

Kjósum ekki þá sem svíkja frændur sína. Hálfur sannleikur er  hálfu betri en hrein lygi. Treystir þú þeim sem ekki treystir þér? Hálfkveðin vísa... er ekki hreinskilni.

Verum fullorðin!

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 05:12

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt

Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 05:16

3 identicon

Heill og sæll; Sigurður - sem og, aðrir, hér á síðu !

Þakka þér; Völuvísuna, Sigurður minn.

Ísþræla reikninga samþykktin; ef í gegnum þingið færi, yrði enn einn dropinn, til að fylla mælinn, í innlimun lands okkar, í Fjórða ríkið, á Brussel völlum, hvert legði þjóðlíf hér; íslenzkt, að velli, varanlega.

Það; má aldrei verða, Sigurður, enda mætti líta svo á, að and- íslenzkir kratar (Samfylkingin, og fylgihjarðir hennar), hefðu unnið fullnaðar sigur, á okkur þjóðfrelsissinnum - nei; Sigurður minn. Heldur; tækjum við á þeim krötum, með öllum tiltækum ráðum, hver okkur gæfust, unz sigur ynnist.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri og áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband