Grunn umfjöllun RUV um ESB

Nokkur aðildarríki ESB hyggja gott til glóðarinnar að fá  Ísland á hnjánum inn í bandalagið og fá auðlindir hafsins sem töpuðust þeim í þorskastríðum nú á silfurfati. Hérlendis hafa handlangarar þeirra, fjölmiðlarnir,  verið sporléttir við að fegra fyrirheitna landið.

Undanfarið hefur RUV verið með svokallaða umfjöllun sem er vægast sagt ótrúlega grunn. Kallaður hefur verið til ESB-sinni og dubbaður upp sem álitsgjafi. Hann hefur ranglega haldið því fram að engin hætta  sé á að við þurfum að deila fiskistofnunum hérlendis með öðrum löndum. Með þessu er álitsgjafinn að  setja undir sama hatt grunnlög sambandsins og tímabundnar reglugerðir sem auðvelt er að breyta.

Núna kemur þessi sami undarlegi álitsgjafi og heldur því fram að matvælaverð muni stórlega lækka hérlendis einungis við að landið gangi í ESB.

Við erum nú þegar í tollabandalagi með ESB í gegn um EES þannig að almenna reglan er að það eru engir tollar á vörur frá ESB. Varðandi sumar landbúnaðarvörur þá eru takmarkanir í formi kvóta og heilbrigðisreglna.

Hvernig getur RUV haldið því fram að vöruverð lækki? Þvert á móti mun vöruverð hækka vegna þess að tolla- og fríverslunarsamningar okkar t.d. við Asíulönd munu falla úr gildi.  ESB aðild mun líka hækka tolla á fiski frá okkur t.d. til Kína og Kóreu.


mbl.is Ekki víst að ESB setji hvalveiðar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég missti af þessari umfjöllun að mestu, en náði þó því að með inngöngu í ESB yrði lagður 4% tollur á súrál, sem nú er flutt inn tollfrjálst frá Ástralíu.

Nú þekki ég ekki gangverkið en velti fyrir mér þremur spurningum:
1) Hvernig er raforkuverð til álvera ákvarðað?
2) Ef verð á aðföngum hækkar, mun þá orkuverðið lækka?
3) Ef svo, hvaða áhrif hefur það á tekjur og stöðu Landsvirkjunar?

Kannski að þeir á RÚV taki þetta fyrir í næstu hlutlausu umfjöllun sinni um ESB.

Haraldur Hansson, 22.6.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haraldur, ég notaði einn sunnudagseftirmiðdag í að fræðast um fiskveiðistefnu ESB. Það er greinilegt að þeir hjá RUV hafa enga burði til að fjalla um þetta.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Jón Frímann, við erum með nægan aðgang að innri markaði ESB auk þess sem við erum með aðild að fjórfrelsinu.  Við þurfum ekki að gangast undir íþyngjandi kvaðir. Ennfremur getum við samið um tollafríðindi við ríki utan bandalagsins en það gætum við ekki gert ef við værum í bandalaginu.  Það er þvi mikilvægt að við höldum okkur utan ESB enda hafa þau ríki allt aðra útflutningshagsmuni en við eins o0g þú hefur sjálfur sagt.

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón ég er kannski að misskilja þig? Ertu að segja að þú sér ekki ánægður með EES samninginn, viltu þá segja  honum upp?

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 02:08

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta en ég er samt mjög hissa á svari þínu.

Jón Baldv in sazgði eitt sinn að með EES fengum við allt fyrir ekkert þ.e. alla kostina en slyppum við gallana með því að ganga ekki í EB. Ég held að hann hafi haft mikið til síns máls. 

 En hvernig líður þér vitandi að innan tíðar verður þú orðinn Iceslave eða Ísþræll?  Er þá ekki beta að deyja sem frjáls maður?

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jón, við höfum einfaldlega ekki efni á því núna. Við þurfum fyrst að koma okkur upp út skítnum. En fyrst þurfum við að taka upp samningaviðræður um Icesave því þessar upphæðir munu gera Ísland gjaldþrota.

Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband