Verslunin skyldi ekki vanmeta sjávarútveginn

Samtök verslunar og þjónustu mæla með inngöngu Íslands í ESB og telja að vaxtarmöguleikar séu í verslun og þjónustu "frekar en öðrum greinum t.d. sjávarútvegi" að sögn Margrétar Kristmannssdóttur formanns SVÞ.  Margrét er fær á sínu sviði en við sem erum í verslun, ég tala nú ekki um okkur sem erum í innflutningi, skyldum varast að vanmeta sjávarútveginn. Í fyrsta lagi skapa útflutningsgreinarnar með sjávarútveg fremstan í flokki þann gjaldeyri sem nauðsynlegur er til að hægt sé að flytja inn erlenda vöru. Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka. Hvaða önnur grein myndi standa undir öðru eins? Í sjávarútvegi eru ótal tækifæri til að auka tekjusköpun t.d. með því að leyfa 28.03.landsf.margret.kristmannsdveiðar á sjávarspendýrum í meiri mæli en nú er gert. Hægt er að auka veiðar einkum strandveiðar og fullvinna afla í meira mæli en nú er gert. Þá er auðvelt að koma í veg fyrir brottkast þar sem tugmilljörðum er kastað á glæ á hverju ári. Og síðast en ekki síst er hægt að vinna mikilvæga markaði í Asíu með því að ganga ekki í Evrópusambandið. 

 

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að allir væru núna búnir að gera sér grein fyrir því að við erum fyrst og fremst fiskveiðiþjóð og langt frá því að þurfa ekki lengur að fiska..... eins og einhver merkimaður / stofnun (jafnvel Háskólinn?) lét hafa eftir sér fyrir nokkrum mánuðum :-o 

ASE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka.

Versla beint við Asíu  með afbrigðum þolinmóðir íbúar. 20% ES umboðsgjald af 80% innflutnings að viðbættum  þessum vaxtakostnaði sem okkur sem neytendum er boðið uppá.

Hvað er þessi manneskja með á tíman.

Lífið er saltfiskur.

Meðan glæpamennirnir [the biggies] ganga lausir fá Íslenskir aðilar engin gæðalán óháð gjaldeyri.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 20:31

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sigurður Hér koma nokkrar hagnýtar tölur sem hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Bjarni Már, varpaði upp á fyrirlestri í Öskju fyrir um mánuði síðan eða svo. Þar flutti hann erindi ásamt Friðriki Jóni frá LÍÚ um “ágæti”  ESB aðildar. Tölurnar eru fyrir árið 2007 og menn geta sagt sem svo að ástandið hafi verið absúrd þá - en það er það líka núna.

Á hverju á hagsmunamatið að byggjast spurði Bjarni Már og varpaði upp skyggnu með eftirtöldum upplýsingum.  

Framlegð til verðmætasköpunar: Iðnaður / Verslun / Ferðaþj 41.5% Sjávarútv / Landb 8% 

Vægi í gjaldeyrisöflun: Iðnaður / Verslun / Ferðaþj 70.7% Sjávarútv / Landb 8% 

Fjöldi starfa: Iðnaður / Verslun / Ferðaþj 52.800. Sjávarútv / landb 10.500.

Það er hægt að toga tölurnar til með umræðu um afleidd störf. En hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sagði aðspurður í léttum tón; að þegar allt væri talið í þeim efnum væru þau líklega um 5 milljónir á landinu öllu. En það er nokkuð ljóst að fæstir af þeim sem atvinnulausir eru í dag munu fara í landbúnað eða sjávarútveg.

Atli Hermannsson., 10.6.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Árlegt verðmæti afla upp úr sjó á Íslandsmiðum er nálægt 100 miljörðum. Að greiða 40-50 miljarða af því í vexti bendir til að einhverjir hafi verið einum of gráðugir í að taka pening út úr greininni.

Finnur Hrafn Jónsson, 10.6.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjávarútvegur//Landb./Iðnaður/Ferðaþjónusta/?

Verslun/Fjármálastarfsemi/?

Þetta er örugglega samhengið 2007.  

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

ASE, ég var að vona að svo væri en það er langur vegur frá því.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 21:37

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlíus, fjölskylda hennar á Paff umboðið ágætis fólk og kemst vel af.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Atli, það að þessum undarlegu tölum hafi verið varpað upp á skja afsannar ekki að þær séu glórulausar.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 21:42

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Finnur mig minnir að útfluttar sjávarafurðir séu skráðar á um 180 milljarða. Rauntala er örugglega hærri eins og allir vita sem þekka til útflutnings.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 21:44

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlíus 2007 já við hefðum betur aldrei fengið þessar "tekjur"

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Satt segir þú Sigurður.

Paff er með mjög vandaða vöru og endingargóða yfirleitt það er virkilega góð fjárfesting að versla þar miðað við eðlilega ódýrt drasl með enga endingu.  Ferðmenn koma ekki til að versla í lávörubúð eða skoða hallærislega útgáfu af NY eða París.  Landbúnaður og vistvænn iðnaður út  um allt land er grundvöllur íslensks ferðamanna iðnaðar að mínu mati. Blómleg lítil þorp og gott samgöngukerfi . Hvað er skemmtilegra. 

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 22:04

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Var ekki sagt á blómatíma Útrásavíkinga að nú þyrfti ekki að stunda sjóinn. Allir áttu að lifa í skjóli Útrásavíkinga að græða á hlutabréfum.

Við erum lítil þjóð sem þurfum að skapa gjaldeyristekjur í afurðum sjávarútvegs og landbúnaðar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:19

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einn höfuðvandi okkar samfélags í dag tengist þeim voðaatburði þegar menn fundu upp reikninginn.

Það sem eftir lifði þá af vitsmunum þjóðarinnar hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hagfræðingar voru ráðnir til vinnu á kaupi og síðan gleypti tölvan allt draslið og skutlaði því ínn í svarthol heiladauðans.

Árni Gunnarsson, 10.6.2009 kl. 22:41

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus,

takk fyrir gott innlegg ég er sammála þér eins og fyrri daginn.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 22:42

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín,

þetta er mikið rétt hjá þér. Hverju orði sannara ágæta Guðskona.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 22:44

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott kvöld Árni þú kannt að koma orðum að hlutunum.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2009 kl. 22:45

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vandamálið í dag er að fólk með Háskólapróf kann ekki hugreikning: fáir litlu margföldunartöfluna og en færi almenna deilingu. Flest búnir að gleyma að slá þessu inn í tölvu.

Hagfræði er ekki flokkuð til raunvísinda[Stærðfræði, eðlisfræði , efnafræði, tölvufræði]. Heldur félags, stjórnmála og frétta?

Það er tilviljun ef hagræðingar eru góðir í reikning. Þurfa örugglega ekki nema 3 í einkunn í þvi fagi. 

Hinsvegar eru til svo köllaðar viðurkenndar hagfræðikenningar sem lúta að hagstjórn eru þær víst jafnmargar og ríkisstjórnir heimsins aðal málið.

Mér finnst vera gert allt of mikið úr þessu starfi, sem er hannað fyrir ríkisstjórnir fremur en almenning.  Hagfræðingur þarf ekki að vera góður í reikningi og varla nokkur formúlusmiður.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 23:22

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Sinfóníu-hagfræðingar" nútímans á Íslandi eru búnir að hringla svo mikið í hausunum á pólitíkusum að vitið og heilbrigð skynsemi er í alvarlegri útrýmingarhættu.

HHG er hvorki með meira enn minna prófessorgráðu í "Sinfóníu-hagfræði"!

Enn hvað er "sinfóníu-hagfræði"?

Jú, það var Sinfóníuhljómsveit sem var í fjármálakröggum og fékk sér þann besta og dýrasta hagfræðing og fjármálasnilling til að koma fjármálunum í lag. 

Hagfræðingurinn fór á ótal tónleika, sat það með skeiðklukku og eftir fokdýrt hálfár kom niðurstaðan.

Hann tók eftir að stundum sat einn maður og spilaði á píanó, og hinir gerðu ekkert á meðan. Fiðlukallarnir voru duglegastir að hans mati, þ.e. þegar þeir loksins spiluðu eitthvað. Trommarar gerðu sama og ekkert, lömdu trommurnar bara einstaka sinnum, og vor eiginlega óþarfir að hans mati.

Enn útreikningar hans sýndu að ef allir spiluðu nóturnar sínar i accorði, væri hægt að ná venjulegu hljómsveitarverki sem þeir voru að hangsa við að spila á 2 tímum, niður í korter.

Einnig væri hægt að auka tekjur með því að hafa svona korters-sinfóníur þrisvar sinnum á hverju kvöldi vegna hraðans. 

Sinfóníuhljómsveitinn fór að vísu ekki eftir þessu, tók lán og borgaði hagfræðingnum. 

Það þarf ekki að taka það fram að þetta var frábær hagfræðingur, enn hafi ekkert vit á músík af neinu tagi.

Áhrif "Sinfóníu-hagfræðinga er orðin eins og pest í höfðinu á öllum pólitíkusum.

Sem dæmi, myndi Íslenskum hagfræðingi ekki muna um að eyða  hungursneyð í Afríku og offitu í Ameríku með þessari aðferð.

Bara reikna saman offituna á fólki í Ameríku samkv. hausatölu, og síðan reikna alla þá sem eru að dauða komnir úr hungri í Afríku, deila í þeim tveimur og málið er leyst í báðum löndum. Þetta er "Sinfóníu-hagfræði."

HAFRÓ og ráðamenn sjáfarútvegs eru einmitt undir svo sterkum áhrifum af "Sinfóníu-hagfræði" að þeir þurfa á sálfræðihjálp að halda til að komast úr þessari "Sinfóníu-Hagfræði" vímu sinni og fara að hugsa skýrt.

Eða bara byrja að hugsa yfirleitt. 

Annars er ég hættur að nenna að hafa álit á þessu. Eina ráðið sem ég sé, er að setja rimla fyrir alla glugga á Alþingishúsinu, loka á gemsana þeirra, laun og allt sem þeir þurfa ekkert á að halda.

Svo geta þeir étið skemmda matinn sem hjálparstofnanir eru að dreifa til Íslendinga sem eiga ekki að borða. Vopnaðir verðir fyrir UTAN húsið svo þeir smitist ekki af þessum rugludöllum.

Það mætti senda harðsvíraða þerapista og erlenda sálfræðinga inn þarna öðru hverju, enn aldrei lengi í einu.

Þetta yrðu flottasta pólitíska meðferðarstöð í Evrópu, enn að vinna þarna væri eins og að vaða í geislavirkum úrgangi. Svo eitraðir eru þeir orðnir.

Það mætti henda þarna inn svona 40 embættis- og buisness-mönnum í leiðinni, því nóg er plássið.

Þetta er eina leiðin til að venjulegt fólk á Íslandi geti fengið að vera í friði fyrir þessum rugludöllum.

Láta síða Togara- og Fiskiskipa-skipstjóra stjórna landinu. Þeir geta alveg stjórnað þessu landi í gegnum talstöð meðan þeir eru á veiðum.

Takk fyrir góðan pistil Siggi.

Kv, 

Óskar Arnórsson, 11.6.2009 kl. 00:51

19 identicon

Heill og sæll; Sigurður - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Stofu hita Vampýrur; þessarra draslara samtaka, eru eitthvert mesta óþurftarfólk, hvert ísland getur losað sig við, sem fyrst, suður í Brussel tjaldbúðir, Sigurður minn.

Vanmeta lýður þessi; hver fæst, þekkja mun á Þorski né Keilu / Lambhrút eða Kvígu, á enga samleið með okkur hinum, hver hyggjumst þrauka, enn um stund, hér á Fróni, þókt beita þyrftum valdi; jafnvel, til þess að standa á Landnámsrétti okkar - sem forfeðra og formæðra okkar, gagnvart néuverandi gjörspilltum valdhöfum, þessa blessaða lands okkar.

Skírskota má; til baráttu Rússneskra Hvítliða; bræðra minna, gegn helvízkum Rauðliðum Leníns, þó svo; Hvítliðar hafi orðið, að lúta að velli  - það sinnið (1917 - 1922).

Með; hinum beztu kveðjum - sem fyrri og áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:11

20 identicon

Ísland; átti að standa þar !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:28

21 identicon

Og; núverandi, átti að standa þar. Afsakið; andskotans fljótfærnina, gott fólk.

Hygg; að þetta sé nú komið, að nokkru !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 02:12

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir skemmtilegar ádrepur Júlíus og þið báðir nafnar. Ég tek undir það Júlíus að sumir mættu að ósekju þjálfa eiginleika eins og hugarreikning og almenna skynsemi. Það er rétt hjá Óskari Helga að það er lítill dugur í stjórnmálamönnum sem þekkja ekki mun á þorski og keilu eða þá lambhrút og kvígu. Slíkum mönnum mætti að ósekju skipta út fyrir togaraskipstjóra sem stjórnuðu landinu í gegn um talstöð af miðunum eins og Óskar Arnósson segir réttilega.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 07:08

23 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er einhver á því að aðildarviðræður og/eða innganga þýði endalok sjósóknar frá Íslandi??? Hverslags dómsdags rugl er það?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 12:36

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hafsteinn við eru ekki sáttir við stjórnunina á Íslendi en þess minn ástæða  er til að fara úr öskunni í eldinn. Fiskveiðistefna ESB er ekki beysin og hefur skilið eftir sig draugabæi þar sem áður voru blómlegar sjávarbyggðir. Mér finnst að Íslendingar einir eigi rétt til að nýta íslensk fiskimið.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 13:12

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

ES þýðir nýtt stjórnsýslustig ofan á elítuna sem nú er: auknir skattar.

ES þýðir  áframhaldandi einokunar innflutning 20 álag: milliliðakostnað frá Evrópu í þess að versla beint frá við 91% heimsins utan ES einangrunarinnar.

Blómlegar sjávarbyggðir réttlæta góðar samgöngur um allt land sem styrkir og ferðamanna iðnað.   Skapa fullt af afleiddum störfum: sæmilegra launa [ekki ofur].

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 15:41

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verst af öllu er þó að vita ekki hverjir þeir örfáu frambjóðendur eru sem hægt er að treysta inn fyrir dyrnar á Alþingishúsinu. Þeir reyndust ekki verða margir í hópi þeirra sem settust þar eftir nýafstaðanar kosningar. Liggur þar ekki mesti vandi okkar í dag?

Ekki blandast mér hugur um það í dag.    Þvílíkt fólk! Þvílíkt undirmálshyski!

Árni Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 17:15

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Júlíus. Það er mikið til í þessu Árni, því miður

Sigurður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband