Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um dautt og lifandi fé

Helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum, Hannes Hólmsteinn Gissurarson  sagði í frægu kastljósviðtali að fiskurinn sem synti í sjónum væri "dautt fé" gissurarson og það væri ekki fyrr en búð væri að veðsetja fiskinn sem hann væri orðinn "lifandi fé", sem hægt væri að nota til útrásar. Þessa stefnu má sjá í framkvæmd í fyrirtækinu Soffanías Cecilsson sem var skuldlaust fyrirtæki og einn helsti burðarás í atvinnulífi á Grundarfirði. Fyrirtækið hefur skuldsett sig og sameign þjóðarinnar, fiskana sem synda í Breiðafirðinum og mun fyrirsjáalega enga möguleika hafa til að greiða lánið upp á 10 milljarða.  Íbúunum verður vart um kennt, fiskverkafólkið á ekki hannesholmsteinn2 leynireikninga áTortola eyjum. Eftir sitja hnípnir íbúar þorpsins í vanda.
mbl.is Milljarða skuldir umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðismenn hafa ævinlega haft áhyggjur af "fé án hirðis." Einkum hefur þessi umhyggja núna seinni missirin beinst að því fé sem hefur haft vist í öðrum fjárhúsum en þeirra eigin. 

Þeir eru trúir uppruna sínum því öll erum við komin af mönnum sem stóðu yfir fé í misjöfnum veðrum, héldu því til beitar og fylgdu því í hús.

Glöggir menn á annara fé og hirðuusamir þeir svarabræður Hannes Hómsteinn og Pétur Blöndal.

En liklega var það eitt versta slysið fyrir sveitarfélögin á landsbyggðinni þegar Pétur Blöndal uppgötvaði stofnfé sparisjóðanna. Í mínum huga kemst það næst því gerræði þegar óveiddur fiskur var veðsettur með samþykki stjórnvalda.

Hvenær skyldum við Íslendingar verða svo gæfusöm að eignast stjórnvöld sem mikill hluti þjóðarinnar lítur ekki á sem glæpamenn og landráðamenn?

Árni Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta gekk allt út á að hirða fé af þjóðinni og skilja hana eftir á vonarvöl.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvenær skyldum við Íslendingar verða svo gæfusöm að eignast stjórnvöld sem mikill hluti þjóðarinnar lítur ekki á sem glæpamenn og landráðamenn?

Það er stóra spurningin? Eða greind og framsýni og forsjá sem þarf til að vera í brúnni eða í fararbroddi.

Júlíus Björnsson, 31.5.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já hvenær verður  það Júlíus?  Við verðum að halda í vonina.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 17:00

5 identicon

Já hvenær skyldi verða alvöru fólk sem fer með stjórnvölin hér á landi?Ekki er það núna svo mikið er víst.

Magnús Steinar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 09:41

6 identicon

Íslenska efnahags(við)undrið - Hannes Hólmsteinn í Ísland í dag

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 12:05

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fé án hirðis (náttúruauðlindirnar) er eitur í beinum sumra, sem vilja heldur sjá það einkavætt og fjármunina flutta úr land.  Það er kallað að: "Umbreyta dauðu fé í lifandi fé".  

Þessir menn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin og skildu eftir sig sviðna jörð!  

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 12:29

8 identicon

Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins átti lítið skylt við klassíska íhaldssemi eins og ég gæti ímyndað mér að Jón Þorláksson eða Bjarni Benediktsson(eldri) hefðu boðað.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:00

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Stærstu mistökin á síðustu öld var að setja kvótann og gera hann að söluvöru.

Þá var nú Framsóknarmaður sjávarútvegsráðherra og hann er frá Vopnafirði.  Hann er á spena íslenska ríkisins í dag.

Takk fyrir skilaboðin.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2009 kl. 23:39

10 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég býst við að þú sért að tala um stórglæpamanninn Halldór Ásgrímsson sem barðist hatrammlega fyrir því að koma á eiginhagsmunavæðingu nytjastofnanna. Hann var nú frá Hornafirði síðast þegar ég vissi sem og útgerð fjölskyldu hans. Má svo sem vera að hann eigi rætur sínar að rekja til Vopnafjarðar einnig?

Þórður Már Jónsson, 2.6.2009 kl. 10:57

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Þórður, hún Rósa veit hvað hún syngur.

Hann flutti með foreldrum sínum suður til Hornafjarðar þegar faðir hanns gerðist kaupfélagsstjóri. 

Sigurður Þórðarson, 2.6.2009 kl. 15:30

12 Smámynd: Hlédís

Þakka pistilinn, Sigurður!

þetta eru nú meiri furðu-ránfuglarnir sem þið lýsið hér. 

Hlédís, 3.6.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband