Ný skoðanakönnun um hvalveiðar

Því hefur varið haldið fram af fylgjendum hvalveiða að Íslendingar þurfi á gjaldeyrinum og atvinnunni að halda. Jafnframt er því haldið fram að hvalir éti 20 sinnum meira en við veiðum.

Hvalverndarmenn halda því fram að hvalveiðar skaði ferðaþjónustu. Auk þessmuni Evrópusambandið ekki leyfa hvalveiðar ef Íslendingar ganga í það.

Margir veitingahúsaeigendur hafa sagt að hvalkjöt sé ekki síst vinsælt meðal útlendinga.

Hvorn málstaðinn styður þú?   Er hvalkjöt lostæti eða viðbjóður?20061206185330710


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég treysti Íslendingum til að selja sjárfang sitt inn á alla hátekju markaði í heiminum sér í lagi í ASÍU og USA. Því miður gengur samningurinn um Evrópskt efnahagsvæði út að innleiða regluverk ESB og mun lítið vera eftir. Svo efnahagslega er staða Íslands slæm, þar sem við erum ekkert annað leppríki ESB í ljósi ESS. ESB græðir ekkert á því að Íslendingar auki þjóðartekjur sínar við það minnkar efnahagslegt tak þeirra á Íslendingum. Tefur algjör yfirráð þeirra yfir auðlindum landsins.

Eftir innlimun verður stjórnarskrá Evrópu [Lissabon samningurinn] rétthærri þeirri Íslensku. Dæmi um pöpulisma stjórnmálaflokka sem eru yfirlýstir sambandssinnar jafningjaflokka sinna innan ESB um að þeir vilja setja í stjórnarskrá Íslands ákvæði um fullan eignarrétt Íslendinga á auðlindum sínum. Því eftir innlimum verður það sjálfkrafa ómerk lög.     

Líka er hvalkjöt í samkeppni við svínakjöt og alifuglakjöt á heimsmörkuðum en framleiðsla þeirra byggir á korni, baunum og mjöli.

Þetta er ekki bara spurning um ábyrgar og sjálfstæðar veiðar Íslendinga sem þjóðar að mínu mati.  Heldur hagsmuni ýmissa annarra þjóða og einokunarbandalaga.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni hverjir eru þessir flestir?

Það er eitthvað á reiki hvað þetta er mikið en tvöfallt magn er algjörlega fráleit tala. Það er  hægt að lækka þessa tölu með því að takmarka sig við tilteknar tegundir.  Hérna er þó verða að ræða um heildarmagn.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er hlynnt hvalveiðum, þakka þér annars áskorunina á bloggi Gísla!  ..

Er það ekki annars mjög Jóhönnulegt að segja:

"Minn tími mun koma" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.2.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er hlynnt hvalveiðum af ýmsum ástæðum en mér fannst það lítilmannlegt hvernig hann stóð að þessari ákvörðun.  Hann hefði átt að vera búinn að leyfa hvalveiðar fyrir löngu. En hann lagði ekki í það. Hann vissi sem var að með því að standa svona að þessu þá var hann að kasta sprengju inní þessa veiku stjórn.

Þóra Guðmundsdóttir, 3.2.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

 fólk farið að minnka kjötneyslu.

Ekki upparnir, aldrei. Bauna og grjóna ætur skila aldrei sömu afköstum andlegum og líkamalegu afköstum og þær sem nota vísdómstennurnar. Hvaðan próteinin koma skiptir máli. 

Hvalkjöts markaðir eru ASÍU [það ríður á að þeir deyi ekki út] og allstaðar þar sem hungursneið ríkir

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 18:29

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

"fólk farið að minnka kjötneyslu"

já fer alveg saman við nýjar fréttir af met sölu á kjöti af öllum tegundum á liðnu ári. já alveg stórkostlegur samdráttur. 

"Hvalveiðar eru úreldar"

uuuuh. telst þetta sem rök? er þá ekki hægt að segja að fiskveiðar séu úreltar? helstu umhverfisfasistarnir vilja nefnilega líka banna fiskveiðar eftir að þeim tókst svo vel við bann á hvalveiðum. þetta eru engin rök og er í raun tómt kjaftæði. af hlusta á eitthvað tilfinninga bull í liði um að hvalir séu tilfinninga dýr og hugsi eins og mannfólkið. 

þetta eru syndandi beljur. þetta eru risastórar syndandi beljur. rökin fyrir hvalveiði banni er alveg það sama og að banna veiðar á öllum dýrum á jörðinni. því ekki eru hvalirnir í útrýmingarhættu. 

Fannar frá Rifi, 3.2.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vergar tekjur [gróðinn] landsframleiðslu[sam eða]þjóðfélaga er það sem erlendir fárfesta í OMX Kauphöllum spá í. Til að sjá úr hvort auka megi gróðann hana er mæld heildarneysla þjóðar landsins [eða samfélagsins] CIP sem var tekin hér upp fyrir nokkrum samfara ESS?. Ef launþegar skipta yfir í baunir, grjón , mjöl, [Í stað kjöts og fisks] þá gerist tvennt afköst per einstakling minnka [ef um atvinnuleysi er að ræða] og heildar framfærslukostnaður heildarinnar lækkar í Evrum talið eða það sem vegur þungt í rekstrarkostnað landsframleiðslunnar. Þegar þessi kostnaður lækkar að öllu öðru óbreyttu þá hækka vergu tekjurnar: gróðinn í vexti t.d. hjá ríkissjóði.

Þegar ég var að læra Frönsku: þá kom fram:

Frakki[smáborgari:millistéttarmaður] eyðir 50% í húsnæði. Afgangur tekna fer í annað. Segjum 30% í fæði.

Nautakjöt vegur þyngst í verði matarreikningsins. Kannski 50 % .

Eftir stríð þegar Frakkar og Þjóðverjar lögðu grunninn að ESB þá sendu Frakkar nautaframpartana til Þýskalands og Frakkar sendu pístólurnar [hryggurinn með lærum] til Frakklands. Þá hækkaði framfærslu vísitala Frakka og framfærslu vístala Þjóðverja lækkaði. Því kjötið af frampörtunum er mikið ódýrara.

Stjórnmálalega séð að þessu leyti er hvalveiðar hryllingur vinna á móti pasta og grjóna byltingunni.

Ef Íslendingar vilja búa í svona ESS/ESB forsjársambandi þá þeir um það ég fer til Kanada.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóhanna, já þinn tími mun koma ef hann er ekki bara kominn. Gulli, stór hluti af frjálslyndum kann ekki á tölvu. Júlli ég er sammála þér að hvalkjötið er hollur og góður matur, þeir sem borða ekki hollan og góðan mat verða slappir andlega og líkamlega. Rétt hjá þér Fannar. Júlíus ég vissi þetta ekki með hvernig Frakkar og Þjóðverjar skiptu milli sín  fram og afturpörtum.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 22:50

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar vita greinilega ekkert um hugsunahátt nýlenduveldanna. Þú færð bestu gúllash súpur í Þýskaladi en bestu nautasteikurnar í Frakklandi.

Frönsku kennarinn minn sagði líka: Ódýru kjúklingarnir sem almenningur er að sækjast í, þetta borðar ekki millitéttin franska. Þetta fer í fangelsi og ríksmötunneyti, skóla og í lágstéttina. Beinlaust versksmiðjuframleitt hormóna kjöt. Þið eigið gott að geta borðað kjúklinga með beinum á þessu verði.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 23:03

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjólkurlegin og grilluð hrefna er sko góð.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 23:09

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar ég var til sjós unglingur var ég með kokk sem hafði unnið á Gullfossi flaggskipi Þjóðveldisins. Hann keypti hrefnukjöt á Íslandi fyrir slikk. Dældi því í áhöfnina í rjómapiparrótarsósu með rauðum paprikustrimlum. Kallaði Réttinn Marbragð [rétt um nautakjöt er Mörbragð á dönsku]. Aldrei vissi áhöfnin að þetta var hvalkjöt. Erlendis keypti hann nautalundir og seldi í hringinn í kringum Ísland.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hormónakjöt, lítið varið í það. Ásdís , þú ættir að fá uppskrif hjá honum Guðsteini Hauk, hann er snillingur í að elda hrefnu. Ég tala af reynslu. Júlíus, þu er hafsór af fróðleik.  "Marbragð"  það er málið.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 23:41

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Portúgalir þeir fengu sinn hlut seigar sjálfdauð mjólkurbeljur [kannski þær fari austur á bogin núna]  bestu vöðvana skera þeir niður í þunnar sneið eins og þykkar ostsneiðar þetta kallast mínútusteik og sannarlega gegnum steikt á 30 sekúndum.  Reiknimeistarar Þjóðverja og  Frakka eru algjörir galdramenn þegar þeir búa til hagvöxt. Fyrst í Portúgal um 1975 fór maður á grænmetismarkað og gat valið gæði og borgaði bóndanum í samræmi. Nú eru lávöru búðir út um allt og nákvæmlega sömu lágvörurnar og í Bónus á mikið lægra verði. Íslendingar sem ferðast og eru alltaf á 3-5 stjörnu hótelum þeir kynnast sjaldan hvað almenningur í þessum löndum neytir dag frá degi til að stöðugleiki haldist. Heildarneysla í Evrum í lágmarki þannig að vergartekjur séu af þjóðinni eða svæðinu sem á í hlut. Stóri bróðir: Stjórnmálamaðurinn ræður.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 23:57

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín niðurstaða eftir að hafa lesið þessar athugasemdir vandlega er sú að við eigum að veiða hvalaræflana áður en þeir drepast úr hungri eða fara að éta afkvæmi sín eins og þorskurinn síðan við tókum upp offjölgunarstefnuna.

Mér finnst einsýnt að selja þá lærin til Frakklands en frampartana til Þýskalands. Hryggina seljum við til Japans en slögin til N. Kóreu fyrir slikk. Þá eigum við hausinn eftir en við hljótum að finna út úr því í samráði við Kristján sópran(os) í Hvalnum.

Árni Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 00:08

15 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Það á að skjóta þá og það á að skoða þá, þetta tvennt getur vel farið saman. Allt tal um að þeir fælist og hverfi af hvalaskoðunarslóðum er bara bull hjá forráðamönnum hvalaskoðunarferða. Hvalurinn kemur á þær slóðir sem æti er í boði á. Ef ekki er æti til staðar á þeim slóðum sem sýna á hval, þá er enginn hvalur á slóðinni svo einfalt er það.  Þetta hefur ekkert með veiðar að gera þannig er þetta bara. Ég hef aldrei heyrt um að Hrefnuveiðar séu ekki sjálfbærar og þar af leiðandi þarf ekki að styrkja þann veiðiskap svo mikið er víst. Það er illa komið fyrir okkur ef öfgasamtök eiga að stjórna því hvernig við nýtum okkar auðlindir. Hreindýrin okkar eru auðlind, að vísu innflutt en skapar verulegar tekjur. Ekki vilja menn friða þau vegna þess að þau skapa atvinnu og tekjur og þar er passað uppá að halda stofninum niðri með veiðum svo ekki verði gengið til skaða á beitarlandið. Nákvæmlega sömu lögmál eiga við um hafið það verður að samnýta alla nytjastofna sem við eigum í því, allt annað kemur okkur í koll fyrr eða síðar, þ.e. við verðum étinn út á gaddinn. Ef Hreindýr yrðu friðuð til framtíðar munu ekki líða mörg ár þangað til þau flæddu um allt land étandi upp allt skóglendi og  annan gróður í byggð ætli fólk myndi þá átta sig á mikilvægi þess að það þarf að halda nytjastofnum niðri til að jafnvægi sé í náttúrunni. Ég ætla rétt að vona að stjórnvöld átti sig á þessu og geri ekki einhverja vitleysu sem breytir einni af bestu ákvörðun sem tekin var í andaslitrum síðustu ríkisstjórnar. Steingrímur J. á að vita betur sem gamall sveitavargur að það gengur ekki upp að setja 1000 rollur á blett sem getur bara alið 100 rollur. Góðar stundir

Ólafur Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 00:32

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfdauðar mjólkurbeljur lo. Árni Góður. Ólafur þetta meikar sens.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 00:41

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er fylgjandi hvalveiðum, á meðan við getum selt kjötið af þeim á þokkalegu verði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 01:21

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóna, USA reyndi að hindra að sölu á hvalafurðum en það er nýbúið að opna markað í Japan fyrir allar þær hvalafurðir sem við getum veitt,

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 07:57

19 Smámynd: Hlédís

Eigum við að láta "rómantískt" fólk sem sækir sér kjöt af hormóna-fúkka-meðhöndluðum OG oft langpíndum skepnum í kæliborð verslana, kúga okkur varðand hvalveiðar? A m k tveir þriðju Íslendinga svara þeirri spurningu nú neitandi.

það væri feyki-nóg ástæða fyrir fækkun hvala á Íslandsmiðum að þeir éti 2x meira af fiski en veiddur er- sem mun of lágt metið.      Nauðsyn er að hafa markað fyrir kjötið erlendis - en mig langar í bita og bita líka! 

Hlédís, 4.2.2009 kl. 09:35

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Hlédís, Hafró telur að hvalir éti 6 milljónir tonna á ári en þessi tala er mjög umdeild. Þá er ótalið hvað selurinn torgar. Gamlir sjómenn taka meira mið af fjölda og holdafari sela og hvala varðandi ástand fiskistofna en togararalli. Það eru uppskafningar sem vilja heldur hormónakjöt af því að það sé náttúruvænna.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 09:53

21 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Við eigum að nýta allar sjávarskepnur af skynsemi, það á ekki að byggjast á því að við séum í samkeppni við þær. Hvalirnir voru í hafinu áður en maðurinn fór að veiða hann og ef nóg er af hval í hafinu núna þá er það merki um að jafnvægi er að nást í hafinu.   

En ef á að hefja stórhvalaveiða hér aftur af einhverju ráði þá á að gefa fleirri en einum (minnst þremur) aðila tækifæri á að nýta þær. Ef ekki, þá þarf slíkur einkaréttur að greiða sérstakt nýtingargjald. 

Sigurbjörn Svavarsson, 4.2.2009 kl. 11:28

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var í Noregi fyrir 5 árum hjá systur minni og fyrirverandi mági. Sem er ólympískur Júdó meistari og þar að af leiðandi "bodybuilder" Fór hann reglulega til Svíþjóðar til að kaupa ESB danskar lágvörukjúklingabringur. Mér einu boðir svona hormónakjöt í sósu með grjónum. Sósan og grjónin voru afbrags. En bringurnar brögðuðust eins og fiskimjöl og kjötþræðirnir voru þykkir eins og tvinni, þótt þeir væru mjúkir. Ég rétt kom niður einum bita og varð hugsað til gólfdregils.  Mér er alveg sama þótt þetta hafi kostað 600 kr á tilboði í mínum augum var það okur.

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 11:49

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér var einu sinni boðið svona hormónakjöt. Sósan og grjónin voru afbragð.

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 11:51

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Dúddi, ég er eindreginn kvótaandstæðingur. Ég hef samt vissa samúð með Kristjáni Loftssyni. Hann á heiður skilið fyrir að hafa staðið í lappirnar öll þessi ár sem hvalveiðar hafa verið bannaðar og haldið skipunum við. Hann hefur heldur ekki veðsett kvótann og hjálpað þannig til að koma landinu á vonarvöl eins og sumir. Júlli, það eru mun strangari reglur varðandi hormóna í Evrópu en í Ameríku. Hins vegar má dæla hormónum í gæludýrafæði.  Þess vegna verða svo margir kettir skrítnir í laginu.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 14:57

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er líka komin ný manneldistefna í USA .[Burger ass] kallar á meiri jurtatengt fæði [líka ódýrari CIP]. Var orðið þjóðfélagslegt vanda mál.

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 15:31

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í Bandaríkjunum eru engin takmörk á hormóna í gæludýrafóður þetta er heilsufarslegt vandamál vegna þess að margir fátæklingar leggja sér hunda- og kattamat til munns.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 16:37

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hundar [refir] er borðaðir á Íslandi og í Asíu. Bandaríkin er 51 þjóð, samfélags málin fylgja yfirleitt stórborgum heimsins almennt. 

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 21:58

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef reyndar aldrei borðað ref en ég hef borðað hundakjöt matreitt með ýmsu móti. bæði grillað og í kjötsúpu. Það þykir herramannsmatur í Kóreu.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 22:58

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Taílandi líka. Held í allri ASÍU. Ég get ekki étið Hund. En ég sá engan hund á ferli í Nígeríu.

Í Suður-Evrópu er hérasteikur vinsælar og kjötið mun víst mjög líkt kattakjöti. Það mun oft ekki vera hægt að greina muninn.

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 23:44

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki það ekki, hef aldrei étið kött.

En trúðu mér hundakjötið er gott. Í fyrsta skipti sem ég borðaði hund hafði ég ekki hugmynd um hvaða kjöt þetta væri og varð eiginlega hálf óglatt. Svo minntist ég bragðsins og þetta er bæði heilsusamlegt og gott. Mig minnir að hundakjöt kosti 7-8 sinnum meira en kjúklingar á veitingahúsum og sé jafnvel mun dýrara en nautakjöt. 

Sigurður Þórðarson, 5.2.2009 kl. 00:03

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Kíktu á bloggið hjá Jenna.

http://jenni-1001.blog.is/blog/jenni-1001/entry/795923/#comments

Endilega veiða hval, gefa þeim sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, hvalkjöt í matinn bæði innanlands og erlendis.

Svo verðum við að halda áfram að vera vinir Gordon Brown og Darling. Senda þeim vænan bita og einnig að senda matargjafir til Breta.

Sendum Guðstein til Bretlands til að kenna þeim að matreiða hvalkjöt. Hann  fær greitt eins og aðrir sendiherrar.

Lopapeysur og hvalkjöt.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 00:48

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Rósa hann Haukur þyrftir að kenna þeim eldamennskuna.

Sigurður Þórðarson, 6.2.2009 kl. 19:01

33 Smámynd: Halla Rut

Auðvitað eigum við að nýta allar okkar auðlyndir svo lengi sem veiðiaðferðir eru viðurkenndar.

Halla Rut , 8.2.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband