Húrra fyrir Einari Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra

Það var frábært hjá sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvóta til næstu 5 ára. Flestir vita að það eru fyrst og fremst endurnýjanlegar auðlindir okkar í hafinu gera það að verkum að nordursigling_hrefna_spordur_17landið er byggilegt. Íslendingum veitir ekki af þeim útflutningstekjum sem hvalveiðarnar skapa en þess utan éta hvalir tugfalt meira en við veiðum.

Ég ætla bara að vona að nýja ríkistjórnin standi í lappirnar og ekki leyfa einhverjum sérvitringum að leggja stein í götu þessarar þjóðlegu gjaldeyris- og atvinnusköpunar


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af sölu afurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki á móti hvalveiðum sem slíkum. En er á móti svona valdníðslu. Einar veit að honum verður kastað út eftir nokkra daga. Ég vill ekki sjá svona vinnubrögð.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Gott og vel að leyfa hvalveiðarnar... Jú nokkur atkvæði vís í vor.... Gjaldeyristekjur,,,,,,,,,,naaaaa ekki nema hvalirnir verði settir í bræðslu. Eða er búið að selja tilraunaveiðidýrin síðan síðast?

Runólfur Jónatan Hauksson, 27.1.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hörður það er ekki valdníðsla að sinna skildu sinni. Nýr ráðherra getur tekið þetta af hvenær sem er en ég vona að til þess komi ekki. Runólfur ef þú lest fréttina þá sérð þú að það er markaður fyrir afurðirnar.   Þess utan éta hvalirnir margfellt meira en við veiðum.

Sigurður Þórðarson, 27.1.2009 kl. 21:28

4 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn, og þið önnur !

Afsakaðu; þókt svo ég sé ei, enn farinn að skoða myndbands ómyndina, með Hannesi Hólmsteini. Gæti orðið; velgjuaukandi nokkuð.

En; ...... ég sendi á, spjallvinahóp minn, fyrir stundu, brýningu mikla, um að lesa þessa mærðar/nei; miklu fremur, hæðnislegu lofrullu þína, í garð Bolvízka ódráttarins, Sigurður minn.

Þurfti mann helvítið; að fara út úr ofverndun ráðuneytis síns, til þess að rumska, til þessa sjálfsagða verks, eða hvað,, Sigurður minn ???

Með beztu kveðjum, sem oftlegast /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Hefur ríkið efni á að banna veiðarnar og neiti þá þeim skatttekjum sem þessi atvinnugrein myndi gefa af sér og það þarf að auka tekjur en ekki minka. Hvalveiðar og Hvalaskoðanir geta alveg farið saman. Hvalaskoðunarskipin fara aldrei eins langt út og Hvalskipin. Og skaffa ekki miklar tekjur nú þurfum við þessar tekjur. Og miða við hverinn þessi rígsstjórn byrjar Samfylkingar og VG þá verður hún ekki lág líf. Og ef þessir flokkar vilja halta í atvinnuleysi þá verði þeim að góðu. Því að þá skiptir það ekki máli kver halli ríkisjóðs verður. Og þau eru strax byrjuð að auka út gjöldin. Niður skurður í heilbrigðisráðuneytinu verður dreginn til bakka.

Ingimar Eggertsson, 27.1.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ríkið hefur ekki lagaheimild til að banna löglega atvinnustarfsemi. hún hefur ekki heimild til þess vegna þess að stjórnarskráinn leggur blátt bann við að atvinnustarfsemi sé lögð niður. þannig að þetta er tekið aftur nema til komi málferli vegna atvinnusviptis hvalveiðimanna á ríkistjórnina.

Fannar frá Rifi, 27.1.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitið og hressilegar athugasemdir

Sigurður Þórðarson, 28.1.2009 kl. 01:26

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Það á bara að þakka Einari fyrir, betra sinnt en aldrei.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 28.1.2009 kl. 03:12

9 Smámynd: Ólafur Als

Óvenjulega stjórnvaldsaðgerð, verður að segjast. Sumir hér í bloggheimi vilja líkja þessu við spillingu - að Jónar nokkrir (les: flokksdindlar) hafi hér mestan hag af. Manni sýnist sem sumum sé ekki við bjargandi í viðleitni sinni til þess að sverta Sjálfstæðisflokkinn og allt sem honum tengist - það er það tungumál sem vinsælast er þessa dagana.

Hvað er til ráða í þjóðarbúskapnum, annað en að leita allra leiða til aukinna þjóðartekna? Hvernig sjá menn fyrir sér að stoppa upp í það ginnungagap ríkisskulda sem blasir við? Ætla menn að eyða sínum lífs- og sálarkröftum að mótmæla sérhverjum niðurskurði, standa í vegi fyrir sérhverri tilraun til aukinna tekna? Ríkissjóður er rekinn með yfir 150 þúsund milljón króna halla á þessu ári og hefur ekki efni á því til lengdar að bregðast ekki við. Eins á við um heimilin og fyrirtækin - það hefur ENGINN efni á því að lifa um efni fram.

Ef þessar ísaköldu staðreyndir verða mönnum ekki ljósar er sýnt að við blasi upplausn samfélagsins á öllum sviðum - e.t.v. eitthvað í líkingu við hrun Weimar lýðveldisins þýska á fjórða áratug síðustu aldar. 

Ólafur Als, 28.1.2009 kl. 11:13

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll og komdu fagnandi Ólafur!

 Aldrei þessu vant erum við 100% sammála í þessu máli og það jafnvel þrátt fyrir góðan vilja af minni hálfu. 

 Heyrumst.

Sigurður Þórðarson, 28.1.2009 kl. 13:34

11 Smámynd: Hlédís

Mæli með hvalveiðum - og  auðvitað verður vinnsla matarins að fylgja heilbrigðislöggjöf.  Einsi ákvað þetta að vísu "koter fyrir" - af hverju ætti ný stjórn að amast við því - hún hefur nóg að gera.  Þýðir ekki að tala um að "svonalagað sé ekki venja"  það er ekki "venjulegt" ástand í landinu.

Hlédís, 29.1.2009 kl. 12:56

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Ég vil auka hvalveiðar en þetta var nú siðlaust að gefa út þessa fyrirskipun rétt áður en Geir og félagar þurftu að taka pokana sína.

Af hverju var karl ekki búinn að gefa út þessa fyrirskipun miklu fyrr?

Svo að öðru. Hef aldrei fílað Einar í sjávarútvegsembættinu sínu.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 14:03

13 Smámynd: Hlédís

Held að Einar sé vænsti maður, en hann varð voða svona "sár" þegar kröfufólk fór að trufla vinnufriðinn. Er. e t v. vanari meðbyr.

Hlédís, 29.1.2009 kl. 18:43

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Afsakið öll mín kæru ég tók mér tveggja daga frí frá blogginu.

Komdu fagnandi Gulli, ég las eitt sinn grein eftir opinberan starfsmann sem hélt hram því sjónarmiði að það stafaði bráð lífshætta af því að drekka ógerilsneydda mjólk og það væri jafnvel enn hættulegra að borða heimaslátrað. Skyldi það ekki hafa rifjast upp fyrir manninum að nýtísku sláturhús og mjólkurbú eiga sér ekki langa sögu.  En þess utan er hægt að kaupa dýrum dómum í öllum heilsubúðum og apótekum gerlana sem drepnir eru á mjókurbúunum. Sælar Rósa og Hlédís, Einar er ekki gallalaus, þess þá heldur er gaman að hæla honum ef hann gerir vel.  Ath!   Meirihluti Alþingis styður hvalveiðar, þó einstakir ráðherrar séu á móti hvalveiðum, þá verður hvalveiðibanni ekki komið í gegn um þingið eins og það er núna skipað. 

Sigurður Þórðarson, 30.1.2009 kl. 16:24

15 Smámynd: Hlédís

Gott mál ! Og nú mun Jón, nokkur, Ásgeir Jóhannesson (vinur fólks og annarra dýra) farinn að berjast gegn hvalveiðum. þar fer  Göfgin holdi klædd   

Megum við ekki einu sinni éta hval og selja til að hafa örhlut upp í það sem þurfum að borga fyrir mann þenna og hans nóta?  Ekki að ég mæli með hvalveiðum vegna núverandi fjármála Íslands. Hef ætíð haft þá skoðun að veiða megi hvali jafnlengi og önnur dýr eru veidd, eða alin til slátrunar.  Hvalafriðunar-hjal er hræsni hjá flestum og ATVINNA margra.

Hlédís, 30.1.2009 kl. 18:37

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Hlédís

Sigurður Þórðarson, 30.1.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband