"Núna er ekki tími til að benda á sökudólgana" Er vit í þessari klisju?

buiter

 Bresku hagfræðingarnir Willem H. Buiter og Anne C. Sibert, sem sögðu til um yfirvofandi bankakreppu og fall bankanna voru beðnir að þegja yfir skýrslunni. Í fyrstu var skýrslan kynnt fyrir þröngum hóp en 11. júní  var hún endurbætt og kynnt fyrir hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu. Þetta var sem sagt allt vitað fyrir. (Ætli einhver þeirra hafi skyndilega þurft að tæma peningabréfsreikninga?) Nú þrástagast ráðamenn á að ekki megi benda á  sökudólga, meðan verið sé að slökkva elda. Þetta stenst ekki, því að  það er allt brunnið sem brunnið getur. Það er því engin þörf á að brennuvargarnir meldi sig í slökkviliðið eða til starfa við vettvangsrannsókn. 

Professor Willem H. Buiter

Æviágrip


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Slóðin er hérna: http://www.nber.org/~wbuiter/iceland.pdf

 Kannski ég ætti að gera færslu á þetta?

Sigurður Þórðarson, 15.10.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.

Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem

þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.

Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."

Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar

Vefurinn liggur niðri vegna "VIÐGERÐA"

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband