Robert Mugabe styður Ísland í öryggisráðið. Uppnám í utanríkisráðuneytinu.

c_imba_136106

 ISG biðlar nú til einræðisríkja um stuðning til setu í öryggisráðinu. Hún var í síðustu viku í Sýrlandi en sendi ráðuneytisstjóra með fagurgala  til Irans.

Eftirfarandi færsla var áður birt 5. apríl  s.l. og er nú endurbirt enda gekk það eftir sem  spáð hafði verið:

Taliið er víst að Robert Mugabe styðji setu Íslands í öryggisráðinu þetta hefur verið rakið til þess að hann og Halldór Ásgrímsson eiga
sameiginlegan kunningja. Þess utan eiga ríkisstjórnir  Zimbabwe og Íslands það sameiginlegt að hafa sætt ákúrum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot á þegnum sínum. Áreiðanlegar heimildir herma að uppnám ríki hjá utanríkisþjónustunni eftir að staða Mugabe veiktist í kjölfar þess að Lýðræðishreyfing vann kosningasigur. Menn binda helst vonir við að Robert Mugabe muni beita hervaldi til að tryggja sér áframhaldandi völd í landinu, enda myndi það styrkja stöðu Íslands. Einnig er mögulegt að ZANU-PF láti faramugabe fram aðra umferð kosninga. 

16-Security_Council
mbl.is Merkel gegn Mubgabe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ljótt ef satt er.  Íslendingar ættu að sjá sóma sinn í því að leggja ekki lag sitt við harðstjóra eins og Mugabe.  Það er ekki frægðarsaga að segja frá ef við komumst inn í Öryggisráðið á þessum forsendum. Enda segir mágur minn sem hefur búið í frumstæðu landi faravei að Ísland sé ekkert annað en Bananalýðveldi.  Sennilega er það rétt hjá honum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta er ömurlegt. Íslensk stjórnvöld reyna og reyna að komast í Öryggisráðið. Þau vingast við þjóðhöfðingja sem eru því miður glæpamenn eins og Robert Mugabe. Þeir sem stjórna Palestínu eru Hamasmenn en þeir eru í Hamashreyfingunni sem er hryðjuverkasamtök sem svífast einskis. Þeim er alveg sama um alla nema sjálfan sig. Engin virðing fyrir lífi neins. Þeir skjóta eldflaugum frá elliheimilum, skólum  og leikskólum og þeir vita að Gyðingar miða út hvaðan eldflaugin kom og senda eldflaug á skotmarkið sem þeir vita ekki að hafi t.d. verið elliheimili. Margir deyja og samúð umheimsins er með Palestínumönnum sem gerðu þetta vísvitandi til að vekja samúð og virtu ekki sína eigin samborgara.

Þetta er út í Hróa Hött að við skulum leggjast svona lágt til að komast í öryggisráðið til að taka ákvarðanir um t.d. að hefja stríð við Írani.

Guð almáttugur miskunni ráðamönnum okkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigurður.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælar Sigrún og Rósa og þakka ykkur innlegin. Íslendingar eru lítil og friðelskandi þjoð og við eigum að vera vönd að viðringu okkar. Iranir er fara mjög illa með konur og alskyns minnihlutahópa og það er heldur ekki fallegt hvernig þeir fara með homma.  sjá 

og svona fara þeir með unga homma 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki ráðamönnum algjörlega sama á hvaða forsendum þeir komast inn í öryggisráðið?? það er svo gaman að ferðast til útlanda og sitja fundi og blæða feitt í boði landsmanna sem sitja heima og sleikja sárin.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælar Guðrún og Ásdís og takk  fyrir góðar athugasemdir mér er ekki hlátur í huga. Þetta er beinlínis sorglegt. Það er rétt Ásdís það væri margt betra hægt að gera við peningana.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Ekki get ég tekið upp hanskana fyrir Írani og hef aldrei gert. En eigum við þessi litla þjóð sem segist elska friðinn að blanda okkur í stríðsrekstrar mál? Eigum við sem erum vel upplýst að vingast við menn eins og Robert Mugabe? Ég vil það ekki en dæmi hver fyrir sig.

Baráttukveðjur/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 00:46

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl aftur Rósa.  

Nei auðvitað eigum við ekki að blanda okkur í  stríðsátök í fjarlægum heimshlutum.  Við eru ekki bara friðsöm lítil  þjóð við erum örþjóð norður við Dumbshaf. Við gerum okkur að fíflum með því að vera með svona rembing og flottræfilshátt svona stórskuldug sem við erum.  Væri okkur ekki nær að rækta okkar garð?  Hvar er "Fagra Ísland" hjá Ingibjörgu núna? Var það bara til heimabrúks fyrir kosningar?

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 01:02

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti.

Alveg hjartanlega sammála. Óþolandi þessi rembingur og þykjast vera eitthvað. Við erum lítil þjóð og megum þakka fyrir að missa ekki sjálfstæðið okkar eftir þetta eyðslufyllirí en nú eru margir með þynnku og kannski tremma.

Það var óþolandi predikanir hjá Davíð um góðæri og velferð. Ég sá það aldrei og þá vann ég í sjávarútvegi. Það var nú meira ruglið og því miður trúðu honum margir og voru værukærir en auðvita á hver og einn að standa skil á sínu.

Frjálslyndar Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég veit svei mér þá ekki á hvaða leið þessi þjóð er, kannski til ansk....  Ég átti nú von á meiru frá Ingibjörgu Sólrúnu.  Mér finnst eins og allar athafnir ríkisstjórnarinnar séu á skjön við vilja almennings.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 01:56

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa og þakka þér fyrir þitt góða innlegg. Sigrún, ég er sammála þér, þetta er á skjön við vilja almennings en valdið spillir. Erlingur, ég held að mér veiti heldur ekki af fersku lofti.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 09:20

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já loksins hitti andskotinn ömmu sína.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.7.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband