Dómar fyrir guðlast

Við Íslendingar skiljum ekkert í firna þungum dómum í ýmsum múslimaríkjum vegna guðlasts. Sjálfur tel ég að guðir séu ekkert sérlega uppnæmir fyrir leiðinlegu umtali um sig, hvort sem það er byggt á misskilningi eða hreinni meinbægni. Enda eru allir alvöru guðir með með breitt bak og veraldarvanari en svo að kippa sér upp við eitthvað nagg og nöldur um sjálfan sig. Enda hafa þeir annað og meira við sinn tíma að gera. Þetta er viðtekinn skilningur flestra Íslendinga í dag en svo hefur þó ekki alltaf verið.  Ætli það séu ekki u.þ.b.  40 ár síðan Spegillinn var gerður upptækur og ritstjórinn, Úlfar Þormóðsson, var dæmdur í svo þungar sektir að hann missti aleiguna. Tilefnið var teiknimynd af róna sem sagðist hafa  fengið 190644-2949 fyrsta snafsinn við altarisgöngu á fermingardaginn. Þessi ströngu lög eru enn í gildi en þau eru ekki í takt við tíðarandann þannig að þegar Spaugstofumenn voru kærðir af biskupnum fyrir fáeinum árum flissaði þjóðin.

 

 

Úlfari Þormóðssyni var refsað grimmilega.  


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Siggi þú manst tímana tvenna,ég held líka að alvöru guð þoli grín og stuð,svo er það spurning hvað við þolum fyrir hans (þeirra) hönd.Mig vantar stundum þennan húmor eins og í sambandi við símaauglýsinguna .Mér finnst hún bara leiðinleg.

Rannveig H, 19.6.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Rannveig. Auðvitað höfum við mismunandi smekk fyrir gríni. Mér fannst fyrsta símaauglýsingin góð. Annars hef ég ekki smekk fyrir því að gera lítið úr því sem fólki finnst heilagt.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband