Umhverfisráðherra fjármagnar lögbrot

Var að velta fyrir mér hversu óheppilegt það var fyrir umhverfisráðherra að vera viðstaddur í ljósi  Fyrstu málsgr. 3ju og 16. gr villidýralaga 

Ráðherrann virðist líta á þessi lög sem marklaust plagg. Rétt eins og forystumenn ríkisstjórnarflokkana líta á skuldbindingu Íslands að hlíta úrskurðum mannréttindanefndarinnar. 

Eins og sjá má í þeim málsgreinum sem ég vísa til, er meginreglan sú að ísbirnir eru friðaðir og umhverfisráðherra ber sérstaka ábyrgð í því sambandi.  Einungis má fella dýrin í þeim undantekningatilvikum að bein hætta stafi af dýrinu. Þannig njóta dýrin algerrar friðunar á sundi. Dýrið var í flæðarmálinu á leið til hafs og átti því örfá metra í friðland, fyrir augum umhverfisráðherra, sem lögum samkvæmt bar alla ábyrgð á vettvangi.  Þarna hjó sá er hlífa skyldi.

img_59962

 

 

Þórunn virðist ekki hafa kynnt sér villidýralögin 


mbl.is Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja. Fólk á svæðinu taldi greinilega hætta stafa af því ef björninn hefði stungið sér til sunds, sem ég er sammála. Það heimskulega var að þessir "sérfræðingar" fóru að birninum á bílum, hversu heimskulegt er það?

Ég get ekki séð að hún hafi verið að fjármagna lögbrot þarna.

Finnur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Ingólfur

Þórunn gerði þarna alveg rétt að heimila að björninn yrði felldur ef hættuástand skapaðist.

Ef hún hefði komið í veg fyrir það að birnirnir væru felldir áður en þeir týndust, þannig að enginn vissi hvar þeir mundu birtast aftur, hefði það hæglega getað kostað mannslíf.

Það er fínt PR að bjarga hvítabjörnum og getur borgað sig í jákvæðri ímynd fyrir Ísland, en það væri aldrei virði mannslífs.

Ingólfur, 19.6.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það gertur vel verið að það sé skoðun einhverra að þessi lög eigi ekki rétt á sér en þá hefði ráðherrann átt að beita sér fyrir bráðabirgðalögum.  Þar á eftir hefði ráðherrann átt að beita sér fyrir að lögunum yrði breytt eða þau numin úr gildi.

Það gerir ráðherrann ekki heldur lætur undirmenn sína brjóta lögin og aðhefst ekkert meir.  Hvaða virðing er þetta fyrir landslögum?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Landfari

Það er nú ansi langsótt hjá þér að verið sé að brjóta lög með því að fella dýrirð. Það stangast á við einstaka greinar en ef þú lest lögin í heild sinni þá er gert ráð fyrir að við sérstakar aðstæður séu gerðar undantekningar. Meira segja heimilt að leifa veiðar á dýrum sem eru friðuð.

Þú ert eins og trúarofstækismaður sem hengir sig blint í bókstafinn án þess að hugsa rökrétt.

Það eru líka til dýraverndunarlög sem kveða á um meðferð á dýrum. Það hefði nú ekki verið góð meðferð að senda það á heimaslóðir, ófært um að veiða sér til matar, eða loka það inni í búri í dýragarði. Eina vitið að skjóta það enda eru ísbirnir ekki í útrýmingarhættu. Þeir hinsvegar verða það ef ísinn á norðurskautinu heldur áfram að bráðna. Einn eða tíu birnir felldir hér hefðu engin áhrif á það.

Hitt er annað að ég sá ekki þörfina fyrir ráðherra að fara norður. Skil ekki að það sé betra símasamband þar við Grænland eða Danmörku heldur en í ráðuneytinu.

Landfari, 19.6.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Ingólfur

Lög voru ekki brotin því þau gera ráð fyrir því að hvítabirnir séu felldir ef af þeim stafar hætta.

"Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af."

Samkvæmt þessu hefði í raun mátt fella hann strax og hann fór æðarvarpið ef maður tekur það undir búfénað.

Ingólfur, 19.6.2008 kl. 14:04

6 identicon

Ég hef ekki með neinu móti getað skilið allt þetta uppistand með þennan ísbjörn. Þetta er ekkert annað en óargardýr, sem hverjum manni og skepnu stafar ógn af og er því skv. mínu mati réttdræpur hér á landi hvenær og hvar sem er. Undantekningin sem lögin gera ráð fyrir er því alltaf í gildi að mínu mati, eða ímynda menn sér kannski að þetta sé einhver bangsi eins og við látum börnin leika sér að.

Þessu til viðbótar er síðan að telja að ísbirnir eru smitberar og bera með sér stórhættulega sýkingu fyrir menn og skepnur. Þannig hefur þegar komið í ljós að fyrri björninn sem felldur var, var með þessa sýki í sér og var því smitberi og er nú verið að rannsaka seinni björnin, og benda allar líkur til þess að hann sé það líka, enda hafa rannsóknir á björnunum á Grænlandi sýnt það að a.m.k. helmingur þeirra beri þessa sýki í sér. Og svo eru menn að fárast hér á landi yfir fuglaflensunni, sem þó hefur aldrei greinst hér.

Að lokum má síðan velta því fyrir sér hvort umhverfisráðherrann okkar er dýravinur eða dýrahatari. Eftir því sem ég veit best þá er það skylda manna að draga úr þjáningum dýra og binda enda á þær með því að taka viðkomandi dýr af lífi ef ekki annað dugar. Það er nú ljóst að síðari ísbjörninn var mikil særður og telja menn að hann hefði ekki lifað það af að verða svæfuður. Umhverfisráðherra framlengdi því þjáningar dýrsins með öllum þessum gassagangi í tengslum við "björgun" dýrsins í stað þess að láta lóga dýrinu strax.

Hér hefur því stórum fjármunum verið sóað af almannafé við þetta fjölmiðlaspil nokkurra ráðamanna þjóðarinnar. Og þar er ég ekki að tala um þessar skitnar 240 þúsund sem það kostaði að koma umhverfisráðherranum að nauðsynjalausu norður til að vera á staðnum (ég meina er eitthvað að símanum, er hann ekki nógu gott samskiptatæki). Þvílíkt og annað eins fjölmiðlauppistand sem það var. Hvað með kostnaðinn við að koma öllu þessu fólki suður aftur (þótt það hafi verið í áætlunarflugi) hvað með launakostnað ráðuneytisfólksins sem fór með henni (ég meina á sjálfan þjóðhátíðardaginn, sennilega margfallt stórhátíðarkaup), hvað með launakostnað allra þeirra sem þurftu að vakta bangsa þar sem umhverfisráðherra vildi ekki fara rétta leið, hvað með kostnaðinn við að fá danskann sérfræðing til landsins og búrið, hvað með kostnað við allan þann búnað sem allir þessir aðilar þurftu á að halda við allar þessar aðgerðir????????? NEI KOSTNAÐURINN VIÐ ÞESSA VITLEYSU ER KOMINN LANGT YFIR EÐLILEG MÖRK.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:26

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þvílík vitleysa sem þetta allt saman er, fjármunum sóað hægri vinstri, hvert fíflið á fætur öðru í opinbera geiranum reynir að slá sér til riddara og svo var bangsi bara skotinn þegar hann ætlaði að synda heim aftur.

Eða getur einhver sagt nákvæmlega fyrir um hvert hann ætlaði að synda?

Þetta er ein aumasta leið stjórnvalda til að dreifa athyglinni frá raunverulegum vandamálum, hér er allt að fara til fjandans, Geir segir okkur að keyra minna, Solla slæðudrottning á milljón við að troða sér í öryggisráðið og restin af stjórnarliðum er á fullu við að gera akkúrat ekki neitt. Dásamlegt er það maður.

Hallgrímur Guðmundsson, 19.6.2008 kl. 15:33

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka innlitið og athugasemdina Landfari, það er ekki rétt hjá þér að ísbirnir séu ekki í útrýmingarhættu, þeir eru einmitt í útrýmingarhættu. Sæll aftur Ingólfur Harri, það er ljóst að það má fella ísbirni við vissar aðstæður og þær eru vel skilgreindar í lögunum, þannig má t.d. ekki drepa ísbjörn á sundi. Bangsi var í flæðarmálinu við það að taka fyrstu sundtökin þegar hann var felldur. Það er vafalaust margt rétt í því sem þú segir nafni en umhverfisráðherra fer með þennan málaflokk og stjórnaði málinu. Sæll Halli þetta er nákvæmlega rétt hjá þér. Í öllum undirbúningnum, sem kostaði þvílíkt margar milljónir gleymdist að það er í eðli þessara dýra að flýja til hafs. Ef ráðherra er ósáttur við lögin á hann að breyta þeim en ekki brjóta þau. 

Sigurður Þórðarson, 19.6.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband