"Heiðursmorð" á Hrauni við Skaga

Ekki tókst  danska sérfræðingnum Carsten Gröndal að skjóta deyfilyfi í dýrið, srem til stóð að bjarga enda eru ísbirnir í mikilli útrýmingarhættu. Miklu hafði verið til kostað til björgunaraðgerðanna fengin var flutningavél með sérstakt búr og til stóð að senda varðskip með dýrið á haf út. Og til að að kóróna herlegheitin mætti umhverfisráðherra til að baða sig í sviðsljómanum. En dýrið vildi ekki láta bjarga sér og flýði  til hafs. En það var dauðasök, þvílíka háðung gagnvart sjálfum umhverfisráðherranum sem var búinn að leggja á sig allt þetta ferðalag var ólíðandi. Það varð að bjarga heiðri ráðherrans og fella dýrið "sem virtist vera sært á fótum".  Þetta var sem sé heiðursmorð.

En ráðherrann sagði að því miður hefði reynst nauðsynlegt að drepa dýrið þar sem það synti á haf út. Veit ráðherrann ekki að einmitt það er ólöglegt sjá 16. gr 

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994064.html

isbjorn_290405

 

 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst lýsingarnar á tildrögum drápsins óljósar og einkennilegar. Var þetta ekki bara handvömm og svo kattarþvottur - ísbjarnarþvottur vildi ég sagt hafa.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér sýnist það. "Dýrið virtst vera sært á fótum"

Allavega var þetta kolólöglegt 

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: halkatla

ætlar enginn að kæra íslendinga fyrir þessi gengdarlausu ísbjarnardráp?

halkatla, 18.6.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum sammála í þessu máli, ágæti Sigurður, og gott hjá þér að benda ráðfrúnni á að lesa betur heima lagaákvæðin! Sjá hér harða gagnrýni mína á þetta hvítabjarnardráp. – Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 18.6.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Anna Karen, eins og þú veist tekur ríkisstjórnin ekkert mark á alþjóðlegum skuldbindingum eins og sást best þegar hún ákvað að hundsa úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og neita að borga sjómönnunum bætur sem mannréttindi voru brotin á.  En þarna voru brotin íslensk lög sem banna að drepa ísbirni á sundi.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er á leið til "kojs" eins og stundum var slett þegar ég var til sjós.

Ég óska ykkur til hamingju með daginn Sigurður, Anna Karen og Jón Valur 
og þakka góðar athugasemdir. 

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 00:57

7 Smámynd: Jens Guð

  Eru ekki til einhver fyrirbæri sem kallast Dýraverndarsamtökin eða eitthvað álíka?  Þau hljóta að kæra umhverfisráðherra og taka hart á málum.

Jens Guð, 18.6.2008 kl. 10:32

9 Smámynd: Kolgrima

Fyndið! Særðum og svöngum ísbirni á að sjálfsögðu að taka opnum örmum Legg til að komi þessi staða upp aftur, farir þú sjálfur Sigurður og setjir plástur á ísbjörninn.

Á Grænlandi hefði dýrið verið umsvifalaust fellt. Það er vegna þess að ísbirnir eru með hættulegustu skepnum jarðar Ísbirnir sem hafa lært að þeim stafar ekki hætta af mönnum, eiga það til að leggja leið sína aftur í byggð. Þetta vita Grænlendingar.  

En það er algerlega sársaukalaust af minni hálfu að þú takir ekki mín orð fyrir því

Kolgrima, 18.6.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband