Lögreglan hvetur og tælir sjúka og þroskahamlaða til lögbrota!

 Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður les þessa frétt er botnlaus fyrirlitning á barnaníði og samúð með fórnarlömbunum. Samt undrast ég þá bloggara eða aðra sem fagna þessari lögregluaðgerð. Það er nefnilega þannig að í Bandaríkjunum sitja lögreglumenn við síma liðlangan daginn við að tæla fólk til lögbrota. Þeir sem þannig lenda í klóm "réttvísinnar" fyrir brot sem ekki hafa verið framin eru oftar en ekki leiðitamir, illa gefnir og jafnvel sjúkir einstaklingar.  Vinsæl fórnarlömb þessara "veiðimanna" eru einstaklingar í viðskiptalífinu sem komist hafa í fréttir fyrir að hafa tapað stórt í hlutabréfaviðskiptum eða öðru. Slíkir menn þykja vænleg bráð sem hægt er að hvetja til auðgunarbrota. Þegar þeir loks fallast á að taka þátt eru þeir gómaðir og dæmdir til refsivistar.                                                                                                                                                                                                                                             prison

 

 


Var einhver þessara manna blekktur til að hugleiða afbrot?


mbl.is Fór til Bandaríkjanna til að hafa kynmök við barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega að þroskahamlaður maður hafi systematískt skipulagt ferð yfir hálfan hnöttinn til að borga föður fyrir að fá að nauðga barninu hans? Voru það þá örorkubæturnar sem borguðu brúsann? Hvaða rugl er þetta.

Það fer enginn nema barnaníðingur á netið til að leita sér að börnum til að níðast á, lfer í gegnum allt ferlið að koma á kontaki, ganga til samninga við sölumanninn og skipuleggja verknaðinn. Lögreglan býr ekki til viðbjóðinn í manninum heldur leggur gildrur fyrir þá sem eru á barnaveiðum til þess að taka þessa djöfla úr umferð. Það hvaflar ekki að manni að þarna hafi verið saklaus maður sem allt í einu fann sig bara óforvarendis búin að samþykkja að borga fyrir kynlíf með barni, skipuleggja frí, kaupa flugmiða, hótel og samið um tíma og stað til að nauðga barninu. Ferðaðist svo yfir hálfann hnöttin til að loka dílnum og úpps og varð bara saklaust fórnarlamd vondu löggukallanna. Hvílíkt bull. Það þarf einbeittan brotavilja til að framkvæma þetta. Það þarf tölvukunnáttu, skipulaghæfileika, forsjálni, undirferli, peninga og þrautseigju til að standa í þessu og síðast en ekki síst illan vilja og skítlegt eðli til að geta til að byrja með látið sér detta í hug að borga föður fyrir að fá að nauðga dóttur hans á barnsaldri. Er þetta eitthvað flókið?

Ég er orðin hundleið á því hvernig fólk getur endalaust afsakað þessa predatora sem níðast á börnum með því að þykjast hafa samúð með fórnarlömbunum EN bera svo blak af gerendum. Þetta kalla ég ekki karlmennsku!

Gústa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæra Gústa þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina. Ég vil byrja á að segja að það er mikill misskilningur hjá þér ef þú heldur að ég "þykist hafa samúð með fórnarlömbunum". Þvert á móti tek ég út fyrir að hugsa til þess að börn geti lent í þessu. Ég vil að við hjálpum þessum börnum og okkur ber skylda til að vernda þau. Ég fagna því ef þú ert á sömu skoðun og ég.  Mig grunar að þú hafir ekki lesið færsluna mína? Ég var að segja frá því sem ég veit að lögreglan þarna úti reynir að veiða menn í allskyns gildrur, ekki bara barnaníðinga, heldur fólk sem er fjárvana og þess er freistað með gylliboðum.  Ef þú vilt vita mína skoðun þa´er hún sú að fólk sem getur ekki hamið sig gegn börnum á ekki að ganga laust.  En þessir hausaveiðarar eru sóðaleg stétt, þó ég þekki ekki þetta einstaka tilvik.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Sigurjón

Mig langar að benda þér á ,,Gústa", að maðurinn var tældur til að hafa kynmök við stúlkuna; ekki nauðga henni.  Það var fullkomlega löglegt hér á landi fyrir tveimur árum að hafa kynmök við 14 ára stúlku.  Það hefur verið hækkað í 15 ár.  Eru allir sem hafa kynmök við stúlkur á þessum aldri nauðgarar?  Ekki að ég sé að verja þennan mannræfil, en við skulum láta dómara um að dæma.

Sigurjón, 22.3.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sigurjón takk fyrir þitt framlag.  Mig minnir að tengdamóðir mín hafi verið þessum aldri þegar hún heillaðist af tilvonandi lífsförunaut og þau eignuðust fyrsta barnið.

Ég reikna með að þessi mannræfill fái ekki undir 25 ára fangelsi.  En staðreyndin er sú að svona gildrur og miklu verri er alltaf verið að egna fyrir allskyns fólk. Oftast er sigtað út fólk sem stendur höllum fæti, þó það hafi hreina sakaskrá, vegna skilnaðar eða fyrirtæki þeirra hefur farið á hausinn og því eru boðnar fúlgur fjár fyrir eitthvað viðvik.  

Þetta er ámóta og ef löggan á Íslandi væri með snafs og byði mönnum áður en þeir færu að keyra. 

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 15:13

5 identicon

Sigurjón, ertu ekki að gleyma því að maður á fimmtugsaldri ætlaði að kaupa kynmök við stúlkuna af föður hennar, EF ÞAÐ ER EKKI NAUÐGUN þá þarftu að kíkja í orðabókina!!!!

Þannig að 41 árs kona og 14 ára gamal drengur er bara í fínu lagi? Við miðaldra konurnar ættum þá að fara að tæla fermingardrengi til okkar í bólið? Eða gera eins og þessi gaur og athuga hvort að einhver móðirin er ekki tilbúin til selja okkur drenginn sinn svona rétt fyrir fermingu?

Svona fer umræðan alltaf, það að amma hafi heillast af sínum lífsförunaut á fermingaraldri er ekki það sama og að 41 árs maður ætli sér að KAUPA sér nauðgun á 14 ára stúklu!

Gústa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:32

6 identicon

Sigurjón Vilhjálmsson, þegar dóttir þín fermist þá býst ég fastlega við að þú takir það ekki óstinnt upp þó að fertugur vinnufélagi þinn fari að ríða henni, nema þú biðjir hann fallega um bíða þangað til hún verður 15. Þú býðst kannski til að senda honum SMS á afmælisdaginn hennar og bjóðir honum bara heim til að ganga frá deitnu? 

Gústa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Ellý

Það eru mjög strangar reglur um þetta í Bandaríkjunum og fólk er þrautþjálfað í að tæla ekki og stinga ekki upp á neinu að fyrra bragði.

Mér þykir það ósennilegt að þessar reglur hafi verið brotnar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Entrapment 

Ellý, 22.3.2008 kl. 16:42

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ellý,  ég veit ekki hvað þér finnst sennilegt  í þessu en þú þekkir greinilega ekkert til þessara mála. Það hafa komið upp mörg blaðamál í tilfellum þar sem fólk, sem ekki er á sakaskrá hefur verið leitt í gildru. Eitt frægasta dæmið var fjölmiðlamógúll sem hafði lent í fjárhagskröggum og fékk ekki frið fyrir svona hýenum.  Eina sýnilega ástæðan fyrir þá til að veiða hann var sú að hann var orðinn blankur.

Ég þekki líka frá fyrstu hendi dæmi um  Íslendinga sem voru fatakaupmenn og lentu í því að lögreglumaður narraði þá til að flytja inn stera til Bandaríkjanna.  Bæði kaupandi og seljandi voru lögreglumen, þannig að þeir, aukaleigararnir lentu í fangelsi.



Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 17:24

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér finnst að það þyrfti að taka miklu harðar á barnaníði t.d. hér á Íslandi. +Eg hef t.d. aldrei skilið af hverju sömu mennirnir eins og Steingrímur Njálsson komast upp með að nauðga tugum barna og fara út á götuna. En finnst einhverjum það í lagi að íslenska lögreglan myndi sitji við símann og hringi til útlanda og reyna að tæla til landsins einhverja rugludalla, sem gætu hugsað sér að fremja afbrot, í þeim tilgangi að stinga þeim í steininn hér.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Ellý

Persónulega finnst mér þeir ættu að einbeita sér að mönnunum sem eru að búa til barnaklám og það er satt að ég þekki ekki til í þessum málum sem þú nefnir. Eina vitneskja mín er um þessar gildrur sem eru í svona barnaníðingsmálum.

Þar eru strangar reglur um að ekki megi stinga uppá neinu við mennina heldur verða þeir að eiga öll upptök ef málið á að vinna í dómssal. 

Ellý, 22.3.2008 kl. 18:48

11 Smámynd: Sigurjón

,,Sigurjón, ertu ekki að gleyma því að maður á fimmtugsaldri ætlaði að kaupa kynmök við stúlkuna af föður hennar, EF ÞAÐ ER EKKI NAUÐGUN þá þarftu að kíkja í orðabókina!!!!"

Sjálf ættirðu að kíkja í orðabókina, ef þú átt hana þá til.  Þetta kallazt vændi og er munur á því og nauðgun.  Hvað kemur svo málinu við hversu gamall maðurinn er?  Ef hann hefði verið 18 ára, hefði það þá verið skárra?

,,Þannig að 41 árs kona og 14 ára gamal drengur er bara í fínu lagi? Við miðaldra konurnar ættum þá að fara að tæla fermingardrengi til okkar í bólið? Eða gera eins og þessi gaur og athuga hvort að einhver móðirin er ekki tilbúin til selja okkur drenginn sinn svona rétt fyrir fermingu?"

Ef það eru lög í landinu að 14 ára gamlir drengir séu ,,kynráða", er ekkert að því að 41 árs gamlar konur eigi við þá kynmök.  Auk þess ferðu frjálslega með staðreyndir þegar þú talar um að móðirin ætli að selja drenginn.  Téður maður ætlaði að kaupa kynlíf með stúlkunni; ekki eiga hana til frambúðar sem hverja aðra eign.  Gættu þín að hagræða ekki sannleikanum þegar þú ert að halda uppi vörnum fyrir þröngsýni þína. 

,,Svona fer umræðan alltaf, það að amma hafi heillast af sínum lífsförunaut á fermingaraldri er ekki það sama og að 41 árs maður ætli sér að KAUPA sér nauðgun á 14 ára stúklu!"

Enn og aftur: Þetta kallazt vændi; ekki nauðgun.

,,Sigurjón Vilhjálmsson, þegar dóttir þín fermist þá býst ég fastlega við að þú takir það ekki óstinnt upp þó að fertugur vinnufélagi þinn fari að ríða henni, nema þú biðjir hann fallega um bíða þangað til hún verður 15. Þú býðst kannski til að senda honum SMS á afmælisdaginn hennar og bjóðir honum bara heim til að ganga frá deitnu?"

Sem betur fer á ég ekki börn og þarf því ekki að hafa áhyggjur af þessu.  Hins vegar, ætti ég dóttur, gæti ég í raun lítið sagt við því hverjum hún ríður þegar hún er orðin 15 ára.  Að sjálfsögðu færi ég að lögum og kærði manninn ef hún væri enn 14 ára, en það er langt í frá að þar væri um NAUÐGUN að ræða, eins og þú í vitfirringu þinni staglazt á.  Það væri einfaldlega um kynmök við ókynráða einstakling að ræða.  Nauðgun er einungis haft yfir þann verknað að hafa kynmök við annan einstakling án hans samþykkis.

Lærðu að fara rétt með staðreyndir áður en þú ferð að gaspra út í loftið á annarra manna vefbókum og upplýsa almenning um heimsku þína Gústa.

Sigurjón, 22.3.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband