Afnam Morgunblaðið siðareglurnar?

mdmaecstasy Eins og alþjóð veit kynnti Morgunblaðið á dögunum splunkunýjar siðareglur sem gengu út að ekki mætti segja frá þjóðerni eða uppruna  grunaðra eða dæmdra brotamananna.  Mörgum  þótti þessi nýja sjálfsritskoðun undarleg  ennfremur töldu aðrir að slík þöggun gæti leitt til leitt til óþarfa fordóma. Nú skömmu síðar greinir Morgunblaðið skilmerkilega frá þjóðerni manns sem kærður var fyrir brot gegn valdstjórninni  og ofbeldi gagnvar lögreglu hafi verið handtekinn  með  með nokkurt magn fíkniefna. Ég er sammála Morgunblaðinu í því að afnema þessa skrýtnu siðareglu.  Ef farið væri út í ystu æsar mætti ekki segja jákvæðar fréttir t.d. að tiltekinn hópur "erlendra aðila" væri löghlýðin, því þá gæti einhver gagnályktað að einhverjir aðrir höguðu sér verr, sem er væntanlega rökrétt. Ef vandamál eru til staðar verða þau ekki leyst með því að setja upp eyrnahlífar og svellþykk sólgleraugu. Persónulega er ég á móti ritskoðun eða fréttasíu, ef slík takmörkun á frétta ætti að hafa áhrif til að breyta eða viðhalda einhverri "æskilegri" skoðun þyrfti slík takmörkun að vera alger.  Ritskoðun hluta fjölmiðla er vanhugsuð aðgerð sem mun væntanlega hafa áhrif í aðra átt en ætlast er til.
mbl.is Maður sem sló lögreglumann tekinn með fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Um hvað ertu að tala það vita allir að þessi viðbjóður er frá Litháen , enda földu þeir ekki andlit sín í réttarsal eftir að hafa verið kærðir fyrir að berja lögreglumenn við störf.

Það er bara augljóst í þesu tilfelli að  um útelndinga er að ræða sem eiga ekkert erindi i íslenskt samfélag enda glæpamenn af verstu gerð.

Það er ekki útlendingahatur að segja fréttir ef það á að takmarka fréttir þá er eins gott að sleppa þeim alveg.

Friður

Ómar Ingi, 22.3.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ómar og velkominn á síðuna mína. Við erum ekki eins ósammála og þú heldur, mig grunar að þú hafir hraðlesið færsluna mína.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband