Spurt er
Hvaða stofa finnst þér mikilvægust?
Neytendastofa 25.6%
Fjölmiðlastofa 31.4%
Klámstofa 43.0%
86 hafa svarað
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- jensgud
- zeriaph
- baenamaer
- ipanama
- hallarut
- rosaadalsteinsdottir
- jonmagnusson
- skulablogg
- jogamagg
- asthildurcesil
- asgerdurjona
- alit
- astromix
- bjarnihardar
- brynja-hlif
- herdis
- businessreport
- dullur
- maggadora
- ea
- enoch
- estersv
- ffreykjavik
- floyde
- freedomfries
- fuf
- gammon
- gbo
- georg
- gesturgudjonsson
- jakobk
- gmaria
- gretar-petur
- gudmundsson
- gudrunmagnea
- halkatla
- hallgrimurg
- halldorjonsson
- heimssyn
- hlf
- hugsun
- huldumenn
- hva
- hvala
- hvalur
- jenni-1001
- johanneliasson
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kiddip
- killjoker
- kjartan
- kokkurinn
- markusth
- mofi
- morgunbladid
- mullis
- olinathorv
- ragnarb
- rannveigh
- rannveigmst
- reykur
- rheidur
- ringarinn
- runarsv
- sms
- snorribetel
- solir
- stebbifr
- steinibriem
- stormsker
- svarthamar
- tomasha
- trukona
- valurstef
- vefritid
- vonin
- zumann
- siggileelewis
- jyderupdrottningin
- sirrycoach
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- utvarpsaga
- au
- skarfur
- audurm
- sparki
- thjodarsalin
- baldher
- kaffi
- birgitta
- braskarinn
- gattin
- brandarar
- doggpals
- esbogalmannahagur
- eyglohjaltalin
- fannarh
- fhg
- gretarmar
- gudbjornj
- lucas
- elnino
- gudrununa
- tilveran-i-esb
- morgunblogg
- cigar
- haddi9001
- heidistrand
- helgatho
- hehau
- himmalingur
- disdis
- hlynurh
- minos
- kliddi
- inhauth
- kreppan
- jennystefania
- naflaskodun
- ravenyonaz
- kuriguri
- islandsfengur
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- jonsnae
- jvj
- jorunnfrimannsdottir
- juliusbearsson
- kallimatt
- kjsam
- kristjan9
- larahanna
- wonderwoman
- altice
- lydurarnason
- vistarband
- elvira
- martagudjonsdottir
- maggimur
- methusalem
- olafiaherborg
- olei
- olafurjonsson
- pallvil
- rs1600
- raggig
- ragnar73
- reynir
- rynir
- samstada-thjodar
- fullvalda
- lovelikeblood
- seinars
- duddi9
- siggi-hrellir
- sjonsson
- nimbus
- stefanjul
- lehamzdr
- svanurg
- svavaralfred
- tryggvigislason
- kerfi
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- vest1
- postdoc
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- icekeiko
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Óvinsæll seðlabankastjóri
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Óvinsæll seðlabankastjóri |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Neytendasamtökin um Rautt Ginseng Neytendasamtökin um Rautt Ginseng
- www.immiflex.is ónæmiskerfið
- Hér kaupi ég bætiefnin Framúrskarandi bætiefnin á Norðurlöndum
- Fósturlandsins Freyja Óður til Freyju
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Mig undrar ekki útkoman úr þessari skoðunarkönnun.
Rannveig H, 11.3.2008 kl. 11:56
Hann er gjörsamlega óhæfur í þessu hlutverki sínu og veit ekkert hvað hann er að gera. Þarf enga snillinga til að sjá það. Verkin tala sínu skýra máli. Að hann skuli ekki segja af sér, er bara ábyrgðarleysi af hans hálfu.
Hann hefur bara svo gott munnleður að hann kjaftar sig með bröndurum út úr allri alvöru umræðu. Gæti orðið góður í spaugstofunni. Þar myndi enginn hætta stafa af honum.
Þetta er áreiðanlega besti maður sem persóna. Bara fegin að hann ákvað ekki að gerast skurðlæknir eða flugstjóri..
Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 11:57
Af hverju hættir hann ekki, hann er orðin þreyttur og við erum orðin þreytt á hönum, ég held að það sé þjóðfélaginu fyrir bestu, að fá nýtt og ferskt blóð þarna inn. SB sjórinn hefur of mikil völd það er alveg á hreinu. Nóg á hann af peningum, ekki ætti það að valda honum neinum vankvæðum að fara á eftirlaun aðeins fyrr, skrifa bækur og vera í fína sumarbústaðnum sínum.
Knús og baráttu kveðjur
Linda, 11.3.2008 kl. 12:02
akk fyrir innlitin Rannveig, Mannsi og Linda. Við skulum ekki dæma Davíð of hart, hann er ekki hagfræðimenntaður og algjör nýliði þarna þannig að hann er enn að læra. Hann mun örugglega læra inná þetta með tímanum eins og aðrir.
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 12:24
Því er nú einmitt öfugt farið að háir vextir ættu að draga úr skuldasöfnun. Háir vextir ættu einmitt að hvetja til sparnaðar en ekki til skuldasöfnunar. Þannig virkar háir vextir á all venjulegt fólk en við Íslendingar erum aveg furðulega út á þekju þegar peningar eru annars vegar.
Það er eins og það skipti engu máli hvað hlutir kosti ef landinn fær lánað fyrir honum. Húsnæðið hækkaði þá fyrst upp úr öllu valdi þegar hægt var að fá það allt lánað. Verðið hækkaði um 100% meðan byggingakostnaður hækkaði um 30%
Sýnir best hvað við erum gjörn á að kenna öðrum um eigin ófarir að skamma Seðlabankann eða stjórana þar um okkar skuldasöfnun þegar þeir gera allt það sem þeir geta til að fá okkur til að spara í staðin fyrir að eyða. Hvað ætli stórt hlutfall af ným bílum í dag séu keyptir án aðstoðar fjármögnunarfyrirtækja.
Landfari, 11.3.2008 kl. 12:25
Ágæti Landfari, svar þitt er langt frá því galið en það er samt gloppótt. Háir stýrivextir soga erlent fjármagn til landsins eins og þú veist. Háir stýrivextir draga úr eftirspurn eftir skammtímafjármögnun. Þeir hafa aftur á móti engin neikvæð áhrif á gjaldeyrislán, þvert á móti verður lántaka í erlendum gjaldeyri fýsilegri kostur og skuldasöfnun við útlönd eykst. Þegar loks verður undið ofan af þessu er ekki von á góðu enda styttist þá í gjalddaga.
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 12:52
Þú kemur með furðulega röksemdarfærslu Landfari! Seðlabanki er EFTIRLITSAÐILI bankastofnanna! Ég tek lán í góðri trú og sem er í samræmi við afborgunargetu mína. En síðan er ákveðið af bönkum EFTIRÁ að hækka vextina og verðtrygginguna, og bankarnir ljúga því að fólki að það sé tengt stýrivöxtum Seðlabanka, sem það er ekki.
Seðlabanki hefur brugðist eftirlitsskyldu sinni á kostnað þúsundir manna og gerir ekkert til að stoppa skiplagða eignaupptöku fólks sem var svo óheppið að kaupa sér þak yfir höfuðið.
Vinnur þú í Seðlabankanum? Ef þú gerir það, getur kallinn dáleitt þig til að hoppa ef hann segir þér að hoppa, ljúgðu, og þú gerir það. Hann er annálaður harðstjóri sem ég veit að getur hrætt alla til hlýðni við sig. Yrði ekki hissa þó tarfsfólk í Seðlabankanum, sem veit hvað þarf að gera í þessari stofnun, vinni margt gegn betri vitund vegna þess að þeir vilja ekki missa vinnuna eða verða fyrir barðinu á kjaftinum á honum. Restin sem ég hugsa er ekki prenthæft..
Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 12:58
Sigurður ég er nú enginn hagfræðingur en háu stýrivextirnir hafa eins og þú segir dregið hingað erlent fé sem hefur haldið gengi krónunnar í hærra lagi. Það aftur gerir vöru alment ódýrari hér en ella og því ætti þörfin fyrir lántökur hjá almenningi að vera minni. Það hinsvegar að ég veit að króna hefur verið óeðlilega há undanfarið hefur orðið til þess að ég þori ekki að taka erlent lán á meðan vegna þess að ég tek ekki sénsinn á lenda í gengisfellingu með erlendar skuldir og íslenskar tekjur.
Óskar, við erum greinilegaekki sammála því mér finnst ú einmitt vera með furðulega röksemdafærslu. Stýirvextir hafa verið óeðlilega háir í talsvert langan tíma og vandamálið er einmitt að fólk hélt áfram að taka lán eftir að vextir fóru að hækka. Þegar maður steypir sér í skuldir er betra að vita hvað maður er að gera og þegar vextir eru lágir er ekkert vit í öðru en taka lán með föstum vöxtum eins og íbúðalánasjóðslánin eru.
Það er ekki hlutverk Seðlabankans að fylgjast með því hort bankastjórinn þinn er að lána þér peninga með 5, 7 eða 10 % breytilegum vöxtum auk verðtryggingar. Það er þitt mál að passa uppá þín útgjöld og hvort þú skrifar undir lán sem bankanum er heimilt að breyta. Þú verður að sýna þá ábyrgð að hafa ráð á því að hann breyti kjörunum ef þú samþykkir það.
Það getur komið mönnum í koll að hafa aldrei borð fyrir báru í fjármálum sínum og keyra á fullu með " já það reddast" mottóið að leiðarljósi.
Ég væari hinsvegar alveg til í að naga nokkra blýanta í Seðlabankanum ef þú getur reddað djobbi þar. Fengi það örugglega betur borgað en það sem ég er að gera núna.
Landfari, 11.3.2008 kl. 14:48
Ágæti landfari, ég er líklega um flest sammála þér. Við erum of görn á að búa til skúrka eða hetjur. En þessi reynsla sýnir okkur að Seðlabankinn getur ekki einn og óstuddur ráðið niðurlögum verðbólgunnar. Kannski er þarna bakari hengdur fyrir smið? (seðlabankastjóri í stað forsætisráðherra)
En vandamálið lá miklu dýpri rætur eins og þú segir sjálfur.
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 15:01
Sæll Siggi,
smá athugasemd vegna taugatitrings í umræðunni og löngun margra til að kenna Davíð um efnahagsástandið:
Fasteignalán hafa hækkað mikið en kaupið meira og því hafa lán lækkað sem hlutfall af launum - sem hlutfall af greiðslugetu! Gott er að Seðlabankinn finni fyrir athugasemdum, en þrátt fyrir allt starfar hann samviskusamlega eftir lögum, sem greinilegt er að megi endurskoða. Víxlverkun vísitalna er eitur, sem mætti laga og vísitölugrunnurinn er meingallaður, eins og umræðan um aðkomu fasteignaverðs að henni opinberar okkur.
Ef til vill hjálpar það einhverjum að úthúða Davíð í tautatitringnum sem einkennir efnahagsumræðuna þessa dagana. Hér bera margir ábyrgð: Seðlabankinn, yfirvöld, fræðimenn og fjármálastofnanir, að ógleymdum Pétri og Páli sem hafa verið á eyðslufylleríi um margra ára skeið. Samt ættu menn ekki að örvænta, niðursveiflan framundan er einungis tímabundin og á næsta ári munu menn geta brosað aftur.
Kveðja,
Ólafur Als, 11.3.2008 kl. 15:45
Sæll Ólafur, langt síðan við höfum heyrst.
Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. Það er fráleitt að kenna seðlabankanum einum um þetta. Þar bera flestir ábyrgð, s.s. ríkisstjórn, sveitastjórnarmenn, fyrirtæki og einstaklingar. Mér finnst að þeir sem stjórna dvergríkinu Ísland gætu fundið sé ódýrari áhugamál en að ferðast um heiminn þverann og endilangan til þess eins að stofna sendiráð í hverju Langtíburtustan ríkinu á fætur öðru, til þess eins að komast í öryggisráðið. Eða hvað finnst þér Ólafur? Þú ert nú einu sinni svo skynsamur. Hefur þú það ekki fínt annars?
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 15:58
Þú ert barnalegri en éh hélt Sigurður!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2008 kl. 16:53
Heimir, ég átta mig ekki á þessari athugasemd þinni. Ég er að segja frá skoðanakönnun sem fór fram á Sögu. Ég bætti engu við og dró ekkert frá, hefði þess vegna getað sett þetta í gæsalappir. Ég var heldur ekki að gagnrýna Davíð persónulega í athugasemdum mínum og tók undir allar athugasemdir Ólafs Als sem ég held að sé flokksbróðir þinn. Því verður ekki á móti mælt að við stöndum frammi fyrir ákveðnum vanda og ég tek undir sjónarmið Landfara að það væri bæði rangt og ósanngjarnt að kenna Seðlabankanum einum um. Í hverju felst gagnrýni þín Heimir?
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 17:18
Sæll Siggi sæti og flotti
Hvaða þvæla er í honum Heimi. Skamm, skamm. Það á ekki að senda uppgjafamenn í pólitík í Seðlabankann. Þar eiga að starfa fagmenntaðir menn. Ég tók ekki þátt í þessari könnun en ég hefði kosið eins og meirihlutinn.
Frjálslyndar baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:27
Sæll,
ég kvarta ekki en hugurinn reikar oft heim. Ég tek undir með þér að ég fæ ekki séð hvaða erindi við eigum í öryggisráðið. Hvað útungun sendiráða varðar mega menn varast að fara ekki offari í gagnrýni sinni hvað kostnað varðar. Sendiráðum mætti fækka en viðhalda viðskipta- og sendifulltrúaskrifstofum. Sendiherrastöðurnar eru oft á tíðum flottheit sem við getum verið án, ekki ósvipað og er um forsetaembættið!!!
Eins og gefur að skilja vilja Íslendingar vera "alvöru" þátttakendur á alþjóða vettvangi en ég held að við megum við því að fækka kokkteilboðunum í Brussel og víðar. Verst hve þau boð hafa mikinn aðdráttarkraft fyrir pólitíkusa og embættismenn. Nei, ég held að við ættum að einbeita okkur að málum er varðar t.d. orku, sjávarútveg og norðurslóðir og láta öðrum eftir flest annað. Á fyrrnefndum sviðum er von um að aðrir hlusti. Annað geta fyrirtækin sjálf séð um. Að auki mætti bæta við áframhald margra góðra verkefna á sviði þróunarmála sem við erum aðilar að.
Ólafur Als, 11.3.2008 kl. 17:27
"Við erum of görn á að búa til skúrka eða hetjur. En þessi reynsla sýnir okkur að Seðlabankinn getur ekki einn og óstuddur ráðið niðurlögum verðbólgunnar.
Þett er svona nokkurnvegin það sem ég vildi sjálfur sagt hafa. Ríkistjórnin var enn á gjöfinni þegar seðlabankinn var kominn á bremsuna. Grundvallaratriði í efnahagsstjórnun hefði maður haldið að þessir aðilar vinni saman. (Er maður farinn að hljóma eins og hagfræðinur kanski? :) )
Landfari, 11.3.2008 kl. 18:22
sannur Íslendingur"
"Það er ekki hlutverk Seðlabankans að fylgjast með því hvort bankastjórinn þinn er að lána þér peninga með 5, 7 eða 10 % breytilegum vöxtum auk verðtryggingar. Það er þitt mál að passa uppá þín útgjöld og hvort þú skrifar undir lán sem bankanum er heimilt að breyta. Þú verður að sýna þá ábyrgð að hafa ráð á því að hann breyti kjörunum ef þú samþykkir það." Hvað meinaru eiginlega Landfari!
Reyndu að þýða þetta yfir á eitthvað annað tungumál. Ég fæ lánaðan 100 kall og fæ að lifa í óvissu hversu mikið ég á að borga til baka! Ekki einu sinni erlendri mafíu hefur látið sér detta í hug þetta fyrirbæri "verðtrygging"!
Seðlabankinn hefur gjörsamlega brugðist skyldu sinni að hafa eftirlit með banka og fjármálafyrirtækjum.
Ég persónulega er ekki með nein lán sem talandi er um miðað við ungt fólk í sínum fyrstu húsakaupum. Mér finnst nú bara að "verðtrygging" sé best geymd á þjóðminjasafninu. Hún er hvergi til nema í heilaþvegnum Íslendingum sem líta á þetta fyrirkomulag sem verðtrygging er, sem sjálfsagðan hlut.
"Eignaupptaka" er kurteist orð yfir hreinan þjófnað sem er í gangi núna. Það er aldeilis fjöldinn af ábyrgðarlausu fólki á Íslandi ef þín rök eru rétt! Landfari. Ef ég hef rangt fyrir mér, bið ég þig bara innilega afsökunar á heimsku minni á nauðsyn velstöndugra banka ef þetta er bara "aðgerð" til að stöðva heimskuleg lán til ábyrgðarlausra þjóðfélagsþegna.
Það vill svo til að að sérfræðingar í greiningardeildum nágrannaþjóða eru búnir að finna upp hjólið fyrir löngu í svona viðskiptaháttum, og prófaðu að senda þeim þessa "hagfræði" þína og rök. Ég var óábyrgur af því að einkabönkum datt í hug að sjokkhækkaða vexti vexti til að bjarga eigin skinni...
Ég skil ekki bara af hverju þeir eru að læða þessum vöxtum svona upp hægt og rólega. Best væri bara að þrefalda vextina í hvelli svo þeir geti náð þessum eignum strax, ljúka gjaldþrotum í snarhasti svo fólk geti byrjað á núlli sem fljótast aftur og byrjað nýtt líf!!
En Landfari! Við getum alla vega verið sammála um að vera ósammála um þetta málefni. - En þetta er gamla sagan. Fyrst er samið um óverðtryggar kjarabætur, og síðan er öll kjarabótin "trixuð" til baka.
"Never ending story" á Íslandi. Ég geri ekkert tilkall um að hafa rétt fyrir mér í neinu máli.
Ísland er í flókinni stöðu núna og það er ekki til nein einföld lausn á því kaosi sem ríkir á fjölda heimila á leiðinni í algjöra upplausn. það mun fylgja því félagslegt volæði sem á eftir að koma, því miður.
Vildi óska þess að ég væri múslimi í fjármálum...
Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 19:01
Rósa, við skulum ekki hafa áhyggjur af þessu. Heimir er bara svona viðkvæmur fyrir Davíð en Davíð hafi margt gott gert þá er hann ekki hafinn yfir sanngjarna gagnrýni frekar en annað fólk. Ólafur, það er gott að heyra að þú þrífst vel þarna úti. Ég er sammála þér, auðvitað eigum við ekki að vera með neina minnimáttarkennd við getum áreiðanlega gert vel á afmörkum sviðum eins og þú nefnir. En við erum örþjóð og því eru takmörkum háð hvað við getum haldið uppi mörgum postulínshundum í hanastélsboðum. En hafðu það sem allra best og höldum sambandi. Landfari, við erum greinilega algerlega sammála.
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 19:15
Sæll Siggi minn. Auðvita höfum við ekki áhyggjur af honum Heimi Hann er óvenju viðkvæmur, hlýtur að hafa fæðst inní Sjálfstæðisflokkinn. Þó að Davíð hafi gert eitthvað gott, vonandi þá kunni ég ekki við einræðisstílinn hans. Sorry.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 19:51
Óvinsælasti bankastjóri í heimi. Til hamingju Davíð.
Halla Rut , 11.3.2008 kl. 22:30
Óskarminn. Ég er bara að meina það að eftir því sem ég bet veit er það ekki hlutverk Seðlabankans að fylgjast með því á hvaða vöxtum viðskiptabankarnir eru að lána peninga. Það er miklu frekar hlutverk viðskiptavinarinns.
Fjármálaeftirlitinu er að ég held ætlað að passa uppá að bankarnir láni ekki á of lágum vöxtum þannig að þeir eigi fyrir skuldum og eigið fé þeirra fari ekki niður fyrir ákveðið hlutfall af vletu. Annars kann ég þessi fræði ekki.
Hlutverki Seðlabankans var breytt fyrir nokkrum árum úr að passa uppá að halda genginu innan ákveðinna marka í að halda veðbólgunni innan ákveðinna marka.
Eina tækið sem hann hefur til þess eru stýrvextir. Ríkistjórnin hefur svo fleiri leiðir til að hafa áhrif á þenslu í þjófélaginu en þensla ýtir á aukna veðbólgu. Háir vextir draga hinsvegar úr þenslu vegna þess að það verður dýrara að framkvæma þegar þegar peningarnir kosta meira (hærri vextir).
Gallinn við þetta eina tæki Seðlabankans er líka það að stærri fyrirtæki og bankarnir hafa getað farið framhjá því og sótt sér fé til útlanda á lágum vöxtum. Því er dælt inn á markaðinn hérna sem eykur þensluna og verðbógan eykst.
Svo er allt í einu ekki hægt að fá lánaða peninga í útlandinu á lágum vöxtum og þá hækka bakarnir vextina sem þeir lána viðskiptavinum sínum hérna heima. Bankarnir eru ekki að græða á þessu ástandi sem er núna. Þeir höfðu það miklu betra þegar vextirnir voru lágir úti og hægt að lána á lægri vöxtum hérna heima. Það sérðu best á því hvað þeir hafa fallið í verði sjálfir. Þetta eru ekki í dag þær gróðabúllur sem þær voru. Þess vegna eru þeir að reyna að minnka kostnað, segja upp fólki og lækka laun. Sem betur fer voru þeir stöndugir fyrir og því lítil sem engin hætta á að þeir fari á hausinn.
Þar kemur Fjármálaeftirlitið til sögunnar. það þarf að passa uppá að þeir þoli svona áföll.
Varðandi verðtrygginguna ertu algerlega að snúa hutunum á hvolf. Eignaupptaka var það þegar sparifjáreigendur voru rændir nær öllu því fé sem þeir spöruðu, jafnvel á langri starfsævi.
Maður sem var gert að greiða í sparnað (lífeyrissjóð) andvirði einnar rollu á viku í kanski 40 - 50 ár fékk þegar hann settist í helgan stein um sjötugt kanski eina kódilettu á mánuði, eða var það kanski á ári.
Ef þu ert tilbúinn að lána mér andvirði einbýlishúss á föstum vöxtum 7% til 25 eða 40 ára þá heldur þú að þú græðir helling því þú færð svo miklu fleiri krónur til baka en þú lánaðir. Þegar þú ferð svo með þessi auðævi og ætlar að kaupa þér hús svipað því og þú lánaðir mér fyrir, kemstu að því að þú getur í besta falli fengið kjallaraíbúð í vesturbænum. Samt ertu búnn að okra á mér því vextirnir í útlandinu voru kanski bara helmingur af því sem ég greiddi þér.
Fólk á ekki að taka langtímalán (verðtryggð lán) til neyslu heldur til fjárfestinga. Þá fær það lægri vexti því lánveitandinn er með tryggingu fyrir falli krónunnar og því minni áhættu. lántakandinn er líka með tryggingu fyrir falli krónunnar því hann hefur keypt hlut sem heldur verðgildi sínu. Verður virði fleiri króna ef einingin (krónan) minnkar.
Þú verður að athuga að bankarnir eiga sjálfir minnst af því fé sem þeir eru að lána út. Það er hinn almenni sparifjáreigandi hér heima og erlendis sem á megið af því. Hann er ekki tilbúinn til að lána þér fyrir sólalandaferð núna og fá greitt til baka eftir árið fé sem mægir honum í ferð í Blá lónið. (Með fullri virðingu fyrrir Bláa lóninu) Ég leifi mér að stórefa það þú værir tilbúinn til þess og ekki ætlast til þess af öðrum að þeir spari fyrir þá sem langar til að lifa umram efni.
Vandamál okkar í dag er að margt fólk er svo illa brennt af sparifjárráninu sem viðgekkst hér áður en vertryggingin var teki upp að það eru allt of fáir íslendingar sem vilja eða kunna að spara. Þess vegna eru þær stórsniðugar þessar auglýsingar um að eyða í sparnað. Þá koma sumir og segja að það sé bara ekkert hægt að spara því launin séu svo lág. Það er bara ekkert eftir um mánaðarmót til að leggja til hliðar. Málið er að þetta er spurning um forgangsröðun. Þú ert alveg jafn blankur um mánaðrmót þó þú hafir tekið fyrsta 5 eða 10 þúsundkallinn og "eytt honum í sparnað".
Munirinn á hagkerfinu hér og í nágrannalöndunum held ég að liggi einmitt í því almenningur á sparfé þar en landinn er alltaf á ystu nöf í fjármálunum sínum. Allavega hefur þeim gengið betur að halda verðbógunni niðri en okkur.
Svo er það þetta með verðbólgu og launahækkanir. Það hefur undanfarið verið hagstætt okkur launþegum, en mjög misjafnlega þó. Kaupmáttur launa hefur aukist sem þýðir að launin hafa hækkað meira en verðlagið. Það kannað vera að hjá sumum sé samt minna í buddunni en áður vegna þess að mörg okkar eru að greiða tugi ef ekki hundruð þúsunda í yfirdráttarvexti vegna þess að við erum allt of gjörn á að kaupa núna og borga seinna. Það er hætt við að kaupmátturinn geti jafnvel rýrnað á þessu ári og / eða því næsta. Ég hef hinsvegar enga þekkingu til að spá um það.
Landfari, 11.3.2008 kl. 23:01
Eins og bent hefur verið á þá er D. Oddsson nýliði í faginu og á margt eftir ólært. Vandamálið er það að hæfileikinn til að læra er mestur á fyrstu æviárum, á meðan heilinn er að þroskast. Mig minnir að heilinn sé ekki fullþroskaður fyrr en fast að tvítugsaldri. Eftir það dregur jafnt og þétt úr námsgetu.
Það er nefnilega mikill sannleikur í því að of seint sé að kenna gömlum hundi að setjast.
Jens Guð, 11.3.2008 kl. 23:03
Þakka athugasemdir ykkar Rósa, Halla, Landfari og Jens.
Ert þú farinn til Fjáreyja Jens?
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 23:18
Siggi, ég held að í upphafi skuli endinn skoða. Spurningin er alltaf hvar gera menn minnstan skaða. Hvert yrði Dabbi sendur ef hann hætti í bankanaum. Varla á venjulegt elliheimili en utanríkisþjónustan kæmi aftur á móti vel til greina.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.3.2008 kl. 23:31
Glasalyftirnar í sendiráðaþjónustinni eru ekki hættuleg íþrótt.
Sigurður Þórðarson, 11.3.2008 kl. 23:35
Spurningin er hvort kirsuberin standi í manni eða ekki?
Gunnar Skúli Ármannsson, 12.3.2008 kl. 00:00
Dabbi á að vera löngu hættur, nema hann vilji hætta sm mest hataði maður íslands
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:42
Sem hann er nú þegar DoctorE
Árni Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 16:56
Mér þykir gæta of mikillar dómhörku. Davíð var reynslulaus á þessu sviði og tók við erfiðu búi. Það þarf að gefa honum lengri tíma til að sanna sig.
Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 17:18
Davið vissi náttúrulega allt um kröfur á Seðlabankann, vegna þess að hann sjálfur samdi þær!...en hann gat ekki vitað að þjóðin myndi "vakna" til vitundar um fjármálakerfið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:23
Hann er að átta sig á öllu þessu
Sigurður Þórðarson, 13.3.2008 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.