Þrjár milljónir útlendinga á Íslandi draumfarir eða martröð?

Ágúst Einarsson, rektor að Bifröst og faðir varaformanns Samfylkingarinnar segist eiga sér þann draum að hingað komi 3 milljónir útlendinga til að setjast hér að.  Þar sannast hið fornkveðna að það er svo margt sinnið sem skinnið. Fyrir flesta yrði  svona draumur óþægileg martröð.  Enda eru flestir  Íslendingar gestrisnir og vilja taka vel á móti gestum sínum og vilja því ekki bjóða fleirum en þeir geta hýst.Mynd_0230756

 

 

 

 Ágúst upplýsir um draum sinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is 6,8% íbúa erlendir ríkisborgarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta þokast þó hægt fari. Ætli það náist ekki samkomulag í ríkisstjórninni að reisa tímgunarbúðir í ESB þorpinu við Bifröst?

Einn sprækur Eisti gæti nú gagnast fjandi mörgum pólskum stelpum á ársgrundvelli ef hann fengi nóg að éta!

Það eru dæmi um svona samfélagslegar aðgerðir í evrópskri sögu.

En kannski er kallinn orðinn svartsýnn og farinn að raula: "Aldrei geta sumir draumar ræst?"

Árni Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir orð Viðars! Og Ágústar! Ég man eftir 20 víetnömskum flóttamönnum sem komu hingað og voru skyldaðir að taka sér íslensk nöfn. Þeir voru lagðir í þvílíkt einelti af fjölmiðlum að helmingurinn varð að flýja til næsta lands. Við eru jafnlélegir í að taka á móti góðu og heiðarlegum útlendingum, eins og við erum lélegir að eiga við þá útlendinga sem ekkert á að gera við nema senda beint heim aftur.

En það mætti alveg sortera hingað milljón manns mín vegna í rólegheitum. Myndi verða stór búbót við forneskjulega hugmyndafræðinga íslendinga..en 3 milljónir eru kannski aðeins of mikið, alla veganna ef þeir kæmu allir á einu bretti.

Íslendingar eru hættir að vinna í fiski, nema nokkrir, skúra gólf og sendast með Dominos Pizzur. Vinnuafl er verðmæti fyrir okkur, en glæpamenn sem læðast inn í landið með, á að vísa úr landi fyrir minnsta afbrot...það er mín skoðun.

Ég á útlenska eiginkonu og aumingja þeir íslendingar sem gera sig seka um að abbast upp á hana..ég yrði sjálfsagt á undan lögreglunni að afgreiða það mál..þó ég lenti í grjótinu fyrir það... 

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Á þetta fólk að vera á atvinnuleysisbótum? Mér líst ekki á þetta. Þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu hét flokkurinn þeirra Skammfylkingin en núna ættu þau að skammast sín. Frjálslyndarbaráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei nei Rósa! Þetta fólk á koma til þess að allir Íslendingar þurfi ekki að vinna! Ekki amalegt að hafa útlenskan "buttler" á hverju heimili..og gera ALLT sem gera þarf til að tryggja afkomu okkar!. Svo lifum við eins og Hollywoodstörnur, öll þjóðinn!

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 15:40

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Óskar góður

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Rósa er ekki mákona þín frá Finnlandi og býr ekki frændi þinn með Danskri konu . Og svo eru tveir frændur þínir búnir að ná sér í Tælenskar. Hvað finnst þér að þessu ?

Vigfús Davíðsson, 11.3.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vigfús! föðurbróðurmóðursystur ömmu minnar var útlensk. Er ég íslenskur? Eigum við bara ekki að sameinast um kalla allt fólk manneskjur, sama hvaðan það kemur. var

Ingólfur Arnason Íslendingur eða það fólk sem kom með honum. Vorum við Danir til 17.júní 1944?

Við getum öll rakið ættir okkar til útlendinga ef við förum bara nógu langt aftur tíman, er það ekki? Allir að vera vinir! það er verið að skiptast á skoðunum og ekki rífast!

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: Halla Rut

Var einmitt að blogga um þetta Sigurður. Maðurinn og hans fylgdarlið er stórhættulegt. Sá sem kýs Samfylkinguna ætti að hafa í huga að þessi maður er fyrrverandi þingmaður þess flokks og sonur hans varaformaður.

Get ekki séð hvað nokkrir Tælendingar koma þessu við Vigfús, þvílíkt friðarfólk finnst vart (sérstaklega ef það fær að spila í friði ) og fyrir mér þá eru nú Danir næstum því Íslendingar. Hér er verið að tala um 3 milljónir manna. Við skiptum þá heldur betur snart við Pólverjana og það verður við sem verðum 10% af þjóðinni. Er það virkilega svo að einhverjum líst á það?

Halla Rut , 11.3.2008 kl. 22:22

9 Smámynd: Halla Rut

Óskar góð hugmynd en ef þetta er það sem menn vilja þá geta þeir bara flutt til Tælands. Málið er nefnilega að eins og í UK þá eru aðkomumenn komnir með meiri réttindi heldur en innfæddir og má ekkert við þeim hrófla svo seint verður þetta Paradís. Og hættu svo þessu manneskjukjaftaði það er öllum sama þótt þú eigir erlenda konu, okkur finnst það bara fínt. Vona bara að hún sé sæt svo hún fríkki eitthvað uppá landann. Það er ekki það sem þetta fjallar um.

Halla Rut , 11.3.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert sæt Hallarut og konan mín líka!. Hún er Kínversk-Thailensk. og þú ert góð manneskja. Ég hætti ekkert að tala um manneskjur þó þú skipir mér fyrir...og þó..á maður ekki alltaf að gera eins og konur segja..sukk..konur eru þá alltaf vitrari en menn.. góða nótt.. Veistu hvað falleg kona er kölluð í Bretlandi? Útlendingur ! hehe..

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 22:43

11 Smámynd: Halla Rut

Góður Óskar...sorglega mikið til í þessu.

Halla Rut , 11.3.2008 kl. 22:44

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Vigfús Davíðsson Samfylkingarmaður frá Vopnafirði. Á ég að taka þessu sem persónulegri árás?  Mákona mín er frá Finnlandi. Margir frændur mínir eru giftir útlendum konum og eins og þú veist þá býr frænka mín  í Svíþjóð því hún er gift sænskum manni. Ég á einnig  frænda sem býr í Svíþjóð því hann er giftur sænskir konu. Ég á frænda sem er giftur konu frá Bandaríkjunum og þau búa í Þýskalandi. Frænka mín býr í Englandi og er gift Englending. Þannig að mér sýnist fjölskyldan mín jafna þetta því helmingurinn af þeim búa erlendis. Allt þetta fólk eru tvímenningar mínir og einn þremenningur. BINGÓ

Ég er á móti því að það sé flutt inn svona mikið fólk eins og Samfylkingin vill. Við ráðum ekkert við að skaffa þessu fólki vinnu og húsnæði. Á meðan fólk býr á götunni hér á Íslandi og margt fólk er í vandræðum fjárhagslega eins og þú veist þá vil ég meina að það sé nóg fyrir okkur að leysa úr því áður en við búum til fleiri vandamál.

Aðallega er ég á móti því að öfgamúslímar flytji hingað og heimti að við breytum siðum okkar vegna þeirra. En það er staðreynd Vigfús Davíðsson að það eru ýmislegt sem hefur komið upp hér á Íslandi. Heyrði um skóla sem ætlaði að hætta að hafa svínakjöt vegna fáeina múslímskra barna.

Siggi minn, ég hef kosið Samfylkinguna. Hann Einar Már var kennari hér á Vopnafirði þegar við Vigfús Davíðsson, sem eru jafnaldrar voru í unglingaskólanum í denn  

Frjálslyndar friðar og baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2008 kl. 00:32

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vigfús Davíðsson, ég trúi því að menn með mjög ólík sjónarmið eigi að skiptast á skoðunum, slíkt sé nánast alltaf til góðs.  Ég hef því tekið þig af bannlista.  Það skemmdi ekki fyrir að Rósa sagði að þú værir grásleppukarl, sjálfur var ég sjómaður og þekki það að við getum tekið djúpt í árinni. Ég vil hér með rétta þér sáttahönd og hvet þig til að setja innleggið inn aftur með sömu meiningu eða eitthvað annað.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 18:47

14 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Sæll Sigurður Þórðarson og þakka þér kærlega fyrir að taka mig af bannlista. Ég þekki Rósu Aðalsteinsdóttur mjög vel. Við erum jafnaldrar, ólumst upp saman á bakkanum á Vopnafirði. Mig þykir mjög vænt um hana Rósu. Ég er trillu sjómaður, og lagð grásleppu netin mín á mánudaginn. Ég er andstæðingur kvótakerfisins, flokksbundin í Samfylkingunni. Og get upplíst þig um það, að ef hún breytir ekki kvótakerfinu núna í vor, eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað . Mun ég ganga úr þeim flokki.

Vigfús Davíðsson, 12.3.2008 kl. 21:11

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir  Þið eruð flottir. Ég er búin að útskýra fyrir Vigfúsi hvað ég meinti með útlendinga og við erum svo sátt og glöð og í stuði með Guði.

Baráttukveðjur fyrir réttlæti. Kær kveðja frá hjara veraldar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2008 kl. 21:39

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Vigfús og komdu fagnandi. Við höfum báðir reiðst af sjómannasið en erum meiri menn af því að takast í hendur og sættast heilum sáttum. En ég þakka ekki síst Rósu fyrir það, við Rósa höfum aldrei hist, en ég skynja eins og þú, að þar fer góð manneskja.  Mér þykir því vænt um að heyra þín orð.  Sjálfur tók ég stórt upp í mig og vil biðjast velvirðingar á því.  Ég eins og þú er ekki flokksjálkur en ég er hugsjónamaður. Hugsjónum mínum hef ég ekki fundið betri farveg en í Frjálslynda flokknum.  Auðvitað vonast ég til þess að Samfylkingin geri eitthvað sem þú getur sætt þig við en það máttu vita að þú ert velkominn og þú þarft ekki að óttast að ég sé rasisti. Þeirri stefnu hef ég skömm á.  Mér þykir aftur á móti vænt um landið okkar og arfleiðina sem við fengum frá afa og ömmu og það vil ég varðveita. Það er ekki ljótt og það beinist ekki gegn neinum. ekki frekar en þér þarf ekki að vera illa við nágrana þína þó þér þyki vænt um börnin þín. Þeir sem borða pizzur og drekka kók geta kallað mig þjóðernissinna af því að ég borða svið, grásleppu og súrt slátur, það er allt í lagi en ég er hreint ekki meiri kynþáttahatari en þeir.  Mig langar líka að segja þér að það eru ekki bara gull og grænir skógar í Evrópusambandinu. Bróðir minn Sigurjón Þórðarson er búinn að fara margar ferðir til Skotlands og Írlands ásamt Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi.  Fiskimennirnir þar segja ekki fallega sögu af Evrópusambandinu og hvernig það er búið að fara með fiskimiðin. Og mér þykir leitt að hryggja þig með því að segja að mér líst hreint ekki á tillögur ISG að selja byggðakvótann (2-3% af heild) á okurverði  eða 170 kr kílóið! Mig langar líka að segja þér að þó ég búi á mölinni slær hjarta mitt með landsbyggðinni.  Um leið og ég þakka þér fyrir að lesa þessar línur mínar óska eftir því að við getum verið samherjar og góðir félagar.  Svo vona ég að þér gangi glimmrandi vel á grásleppunni.  

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband