Olía og drykkjarvatn blandast ekki

                                marquis_haegri1             Fréttir berast nú frá Ísafjarðarbæ um að innan 6-8 mánaða muni hefjast stórfeldur útflutningur á drykkjarvatni. Markaðssetning drykkjarvatns byggir ekki hvað síst á hreinleika. Íslendingar eru nú í þeirri ákjósanlegu stöðu að geta valið hvort þeir vilja markaðssetja hreinleikann eða ljá erlendum fyrirtækjum aðstöðu og land fyrir mengandi stóriðju.  Ekki verður bæði sleppt og haldið í þeim efnum.                                                                                                   Hreint vatn er auðlind                                                                                                                                                              

 

Olíuhreinsunarstöð


mbl.is Vatnssölusamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrst kranavatn selst fokdýrt í íslenskum búðum þar sem samtímis er boðið upp á ókeypis vatn, ætti að vera hægt að selja það til útlanda...

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er búið að finna markað úti. En halda menn að það fari vel saman að vera með mengandi olíuhreinsunarstöð á sömu þúfunni? Ef svarið er nei eins og ég býst við verða menn að velja.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vatnið er okkar olía. Hvílík auðlind. Ekki taka neina áhættu með náttúruna hér.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 02:09

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Við viljum engan olíumengun. Stöndum vörð um hreint land fagurt land. Frjálslyndar baráttukveðjur. Þín vinkona á hjara veraldar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:29

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi! Lestu færsluna sem ég svaraði þér með á bloggi Höllu Rut...

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 02:35

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Var einhver að tala um að blanda því saman ?

Það held ég ekki og mikið lifandis ósköp skil ég frændur mína á Vestfjörðum þess efnis að leita atvinnumöguleika hvers eðlis sem er.

Held við ættum að vara okkur á því að draga ætíð alla hluti upp sem svart hvítar myndir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 02:48

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ansi var það heppilegt að vatn og olía blandast ekki saman. Þá getum við bæði haft bæði hreint vatn og olíuhreinsistöðvar...á sömu þúfunni..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 02:52

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fyrir 20 árum leiðbeindi ég börnum á Ísafirði með skrift og reikning og einstöku enskuslettur í eldri bekkjum. Drakk þá jöfnum höndum í Krúsinni og úr krúsinni undan krananum. Drykkjarvatnið þar var svo eitrað að mér hefur ekki orðið misdægurt síðan.

Ég verð að segja að það kætir mig nokkuð að sjá þá nú markaðssetja forvarnirnar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.3.2008 kl. 04:34

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar, ég las færsluna þína, hún er góð og fróðlegt það sem þú tókst frá Indriða. Hjördís og Rósa vilja ekki mendun og líta á hreinleikann sem auðlind. Kæra flokkssystir Guðrún María, auðvitað skiljum við Vestfirðing, Lestu stuttan pistil minn hér fyrir neðan sem heitir "Bölbætndi olíuhreinsunarstöð". Það besta sem hægt er að gera fyrir Vestfirðinga er að afnema kvótakerfið, þannig að byggðalögin fái notið náttúrulegrar nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Helga Guðrún, af misjöfnu þrífast börnin best.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband