Hve lengi fær Bónusgrísinn grið? Ó þú fagra fjölmenning.

bonusgris

 Mér svelgdist á morgunkaffinu kl. 07:00 í morgun, þegar RÚV flutti þær fréttir að hollenski bankinn Fortis hefði látið undan þrýstingi og hætt að dreifa sparigrísum.  Samtímis ákváðu tveir bankar í Bretlandi að innkalla alla sparigrísi bankana, sem múslímar líta á sem móðgun við sig þar sem grísir eru óhrein dýr. Hið opinbera let ekki sitt eftir liggja og bannaði leikskólakennurum að segja börnum söguna um úlfinn og grísina 3, nú skyldu leikskólakennarar og starfsfólk gæslu- og leikskóla kenna sömu sögu með þeirri breytingu að í stað grísanna komu 3 kettlingar.129_khomeini2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Andskotans della, á nú að hlaupa eftir öllu sem múslimar vilja?? ég vil hafa sparigrísi og mér finnst Bónus grísinn mega krútt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður. Þetta var svínsleg frétt. Hvenær ætla íslenskir ráðamenn að læra af mistökum Evrópubúa sem tóku þessu fólki opnum örmum á sínum tíma? Ég mæli með umburðarlyndi en ekki í þessu tilfelli og mæli með að stjórnmálamenn fari til augnlæknis sem fyrst, svo augu þeirra opnast. Þau eru svo hryllilega blind.  Við skattgreiðendur erum örugglega öll sammála að borga brúsan því við viljum fá að vera í friði fyrir öfgamúslimum. FF. Friðarkveðjur  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála ykkur báðum.

Sigurður Þórðarson, 27.2.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll minn kæri. Kíktu í gestabókina þína. Enginn má kíkja nema þú  

Vinakveðjur  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Jens Guð

  Er þetta ekki bara bisness?  Bankar vilja laða til sín sem flesta í viðskipti.  Við höfum mörg dæmi um það að íslensk fyrirtæki hafi tekið auglýsingar úr umferð þegar komið hefur í ljós að þær koma illa við einhverja hópa. 

Jens Guð, 28.2.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú Jens Guð, asni klyfjaður Gulli kemst giska langt, það er þekkt.

Og það nægir sumum, að eiga bara VON um, að einhverjir slæðist inn í bankann þeirra og svo framvegis.

EN að banna börnum að fá skemmtan af ævintýrum og bókmenntaarfi Evrópu er svo allt annað mál og flokkast undir sjúklega undirlægju.

Peningapúkarnir eru hvort sem er úti í vindinum en menningararfur á að lúta öðrum reglum.

Miðbæjaríhaldið

segir barnabörnum sínum söguna um Úlfinn og Grísirnar þrjár.

Bjarni Kjartansson, 28.2.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Margir hafa haft á orði að "múslimar" væru hreinlega "hættulegir" vestrænum samfélögum, þessu er ég að mörgu leyti sammála og nefni máli mínu til stuðnings hvernig er tekið á móti múhameðstrúarfólki hér á vesturlöndum.  Þessu fólki er ekki ætlað að samlagast því samfélagi, sem það flytur til, heldur eiga þeir sem eru fyrir í því samfélagi að aðlagast þeirra siðum og þjóðfélagsháttum.  Gott dæmi um þetta er Svíþjóð, en frá því að Írakstríðið hófst hafa Svíar tekið á móti 100.000 flóttamönnum frá Írak, um þetta er ekki nema gott eitt að segja og mættu fleiri ríki fylgja fordæmi þeirra (svo sem Bandaríkjamenn).  En það fylgir böggull skammrifi: Svíar leggja svo mikið á sig við að gera þessum flóttamönnum til hæfis að t.d til að styggja ekki múslimana eru margir skólar í Svíþjóð búnir að taka svínakjöt af matseðlinum og það er verið að endurskrifa nokkrar námsbækur svo þær séu múslimum þóknanlegar. Hvað næst?  Ekki er það ætlunin að skella allri skuldinni á múslima að sjálfsögðu er sökin að nokkru leiti okkar vesturlandabúa, að við sýnum þessu liði ekki nokkurt umburðarlyndi, þannig að ef þeir flytja á okkar menningarsvæði verða þeir bara að taka upp okkar lífshætti og aðlagast okkar þjóðfélag, ég veit ekki til að neinn afsláttur sé gefinn í þeirra löndum ef vesturlandabúi flytur til þeirra landa.  Í framtíðinni vil ég geta farið í Bónus og verslað skinku og hamborgarahrygg í Fjarðarkaupum.

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var Grísli í Bangsímon ekki sérstaklega tilgreyndur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 14:13

9 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nú bara lýsandi fyrir það ástand sem er að myndast í UK. Múslímar eru að taka stjórnina á öllu.

Halla Rut , 28.2.2008 kl. 16:42

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvenær ætli að við Íslendingar verðum nógu viti bornir til að afhenda þeim Bónusfeðgum Seðlabankann?

Árni Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband