Svívirðilegt vanmat á sjófuglum, ofmat á sérfræðingum

 

 

page_thumbshs_ritur17d001026t

"Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson og sérfæðingar háloftanna"

Það er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir sjómenn, fiskverkafólk og raunar allt þjóðarbúið að loðnuveiðar skuli hafnar af fullum krafti. Í morgun greindi RUV frá því að sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um borð í Árna Friðrikssyni hefði fundið loðnutorfuna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum sem ég hef aflað mér voru það sjófuglar sem fyrstir komu auga á torfuna og vöktu athygli á henni með gargi sínu. Það hlýtur að teljast í hæsta máta ósanngjarnt að taka óbætt þennan heiður af fuglunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi. Flottur eins og venjulega. Frábært skot á sérfræðingana. En í sambandi við jafnvægi í dýraríkinu myndi ég ekki gráta nema þá krókódílatárum þó að það myndi aðeins fækka í máfahópnum. FF. Friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er stundum sem bakari er hengdur fyrir smið, eða á maður að segja umbunað í þessu tilfelli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur fyrir kæru vinkonur Rósa og Ásthildur.

Ég tel víst að sérfræðingurinn um borð hafi ekki haft ugga og áreiðanlega ekki aðrar fjaðrir en hugsanlega "lánsfjaðrir sjófuglanna".  Því er spurningin þessi:  Er þessi sérfræðingur fugl eða fiskur?

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að sérfræðingur hjá Hafró sé nú svo sem hvorki fugl né fiskur.

Aftur á móti eru fuglar og fiskar miklir sérfræðingar. Það veit ég af gamalli reynslu.

Þegar við feðgarnir á Reykjum "skutumst framfyrir" til að fá í soðið í gamla daga, var vaninn að svipast um eftir fuglageri til að renna í.

Árni Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband