Ingibjörg Sólrún vill selja rófuafskurð!

Svo sem kunnugt er hefur mannréttindanefnd hinna sameinuðu þjóða, tekið undir þau sjónarmið fjölmargra sjómanna, að í kvótakerfinu felist mannréttindabrot.  Nú hefur hún komið með, það sem hún kallar lausn á þessum mannréttindabrotum: Hún vill selja byggðakvótann á uppsprengdu verði og gefa blóðpeningana til sjávarbyggðanna sem blæða fyrir kvótakerfið. 

Fólki til upplýsinga þá er byggðakvótinn aðeins 12000 tonn og nemur u.þ.b. 2-3% af heildaraflamarki.  Kílóið vill Ingibjörg selja  á 170 krónur kílóið sem er drjúgur hlutur af 180 krónu vegnu meðalverði þorsks.  Útgerðin hefur þannig heilar 10 kr. til að reka sig. Þessum væntanlegu leiguliðum ríkisins veitir því ekki af styrk úr gefandi hendi ISG.  

Einu sinni heyrði ég um bónda nokkurn sem svelti hundinn sinn og skar af honum rófuna til að gefa honum að éta.  Ingibjörg er ekki svona rausnarleg hún ætlar að selja hundinum rófuafskurðinn!

"Lengi getur vont versnað"! 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tek ég undir þessa góðu grein Sigurður minn, og ætti ISG að setja skottið á milli fótanna og skammast sín ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri ágæt byrjun ef stjórnmálamenn okkar gæfu sér tíma til að reyna að skilja viðfangsefnið. þá væri minni hætta á að þeir yrðu sér til háðungar frammi fyrir þjóðinni.

Og meiri líkur til að einhver skynsamleg lausn yrði valin.

En auðvitað er nú svo komið að fáir kostir eru í stöðunni og allir slæmir.

En til hamingju með að vera búinn að taka fyrsta skrefið á blogginu!

Árni Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég átti tal við "harðan" Samfylkingarmann nokkrum dögum eftir að Ingibjörg Sólrún kom með þessa tillögu sína, hann átti ekki orð til að lýsa því hvað honum fannst þetta heimskulegt, ég svaraði því til að þetta væri bara í stíl við annað sem frá þessari manneskju hefði komið og að hún hefði étið allt ofan í sig sem hún hefði talað um í kosningabaráttunni bara til þess að komast í ráðherrastól.  -Ja ég er alla vega ekki lengur á jólakortalistanum hjá þessum manni.

Jóhann Elíasson, 23.2.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Frábært að þú sért byrjaður að blogga. 

Jens Guð, 24.2.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jæja er það þó Sigurður , formaður flokks sem aldrei hefur frá upphafi haft skoðun á kvótakerfi sjávarútvegs kemur fram með patentlausnapokann sem ráðherra í ríkisstjórn sem engill úr himnaríki.

Greinilega án nokkurs undirbúning innan eigin flokks sem ALDREI hefur getað rætt um kvótakerfið og annmarka þess sem flokkur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 03:00

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Til hamingju Siggi að vera kominn til Bloggheima.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.2.2008 kl. 10:30

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Guðsteinn, þakka þér alla hjálpina og þessa hnyttnu athugasemd. Það færi betur á því að ISG legði skottið niður, helduren að bregða sveðjunni á loft því með þessum rófuskurði myndi hún veita hinum dreifðu byggðum, sem eiga undir högg að sækja, náðarhöggið.

Sæll Árni, við skulum vona að Ingibjörg viti ekkert hvað hún er að blaðra. Ég vil ekki ætla henni þá illgirni að skilja afleiðingar tillagna sinna, kæmust þær í framkvæmd. Ekki minnkar brottkastið við að selja kvótann svona dýrt. Þá neyðast menn væntanlega til að henda öllum fiski sem er ódýrari.  

Þakka þér góða athugasemd Jóhann, ég myndi ekki súta það að vera tekinn af jólakortalista hjá þeim sem samþykkja mannréttindabrot til að komast í ríkisstjórn.  Eða leggja meira upp úr að komast í öryggisráðið en þjóðarhag þ.e. að leysa brýn verkefni innanlands. 

Jens, takk fyrir það, alltaf notalegt að sjá þig gamli vinur.

Sæl  Guðrún María, ég hefði kosið að ISG, viðurkenndi vankunnáttu sína og liti til vandaðra tillagna Frjálslyndra í sjávarútvegsmálum og reyndi að feta slóðina út úr feni kvótakerfisins. Eða hvaða vit er í að útdeila veiðiheimildum á marga staðbundna stofna sem einn stofn væri?  Fyrsta skrefið í þá átt væri að skipta flotanum upp í flokka því handfærabátarnir eru ekki að veiða sama fisk og stóru úthafveiðiskipin svo dæmi séu tekin. Þannig væri hægt að nota sóknarstýringu að hluta, meðan verið væir að komast út úr kvótakerfinu. Þá hafa Frjálslyndir hvatt til aukinnar línuívilnunar, sem flestir vita að skilar vandaðar hráefni og er þjóðhagslega hagkvæm auk þess að vera byggðavæn.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Gunni mágur, bestu kveðjur á þitt heimili.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 10:41

9 identicon

Velkominn í heim bloggsins - bloggvinur

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 14:30

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir það Rannveig og gangi þér sem best í náminu.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 14:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrði viðtal í útvarpinu í morgun þar sem einhverjum sérfræðingnum frá Hafró var gefið að tala sig út um hve þeir væru frábærir og góðir vísindamenn, og hvað það væri illa talað um þá og bla bla, og ég hugsaði, nú á að kveða niður umræðuna hjá almenningi og hefja fræðingana upp til skýjanna.  Ja hérna hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 15:14

12 Smámynd: Halla Rut

Gaman að sjá þína fyrstu grein Siggi.

Halla Rut , 24.2.2008 kl. 19:54

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með fyrstu færsluna.  Ég hélt fyrst að þú værir að tala um rófur (sem grænmeti) ..  en fyrirsagnir eru oft villandi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2008 kl. 21:19

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Komið þið fagnandi Ásthildur, Halla og Jóhanna. Gaman að fá ykkur í heimsókn á mína fyrstu bloggfærslu kæru flokkssystur og vinkonur.

Satt segirðu Jóhanna. Annars lék Guðsteinn sér dálítið með þetta orðeins og þú sér.  

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 21:34

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég ætla að fara í póltík! Það þarf engar gáfur, enga menntun, kunnáttu, bara kjaftavit! Eða stofna trúarflokk? Mig vantar eitthvað annað að gera en að lesa blogg og skrifa. Kannski ég fái einhver tilboð. Það er búið að bjóða mér í Frjálslynda Flokkinn!

Ég er MJÖG frjálslyndir og sveigjanlegur. Ég veit bara ekkert hvernig maður tekur þátt í honum. Er alveg á núlli í þeim málum.

Óskar Arnórsson, 25.2.2008 kl. 00:59

16 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Flott að fá lífsreynda menn á bloggið. Já og söguna skondnu um rófuna er hægt að færa upp á ýmislegt!

Ólafur Þórðarson, 25.2.2008 kl. 03:04

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mannsi, vertu velkominn.  Ég hefði gaman af að hitta þig aftur. 

Netfangið er ginseng@ginseng.is   og síminn 5333222

hafðu samband! 

 Vefari, mér finnst þú flottur  og það er gaman að fá þig í "heimsókn".   "Lífsreynda menn" segirðu.  Nú verður þú að passa þig því maður fyllist karlagrobbi yfir að lesa svona.  En jú jú við Mannsi (Óskar Arnórsson) erum það sem kallað er upp á ensku "retired old sailors", sem gruna margt en vita lítið.  Þú kannast kannski  við típuna?

Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 11:28

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Hörku tilboð hér í bloggheimum. Bæði Óskar og ég búin að fá tilboð í FF. Ertu búinn að kíkja á nýjustu færsluna hjá Jakobi bloggvini okkar. Þetta var meiriháttar. Hann er búinn að skrifa umsóknarbréf en staða borgarstjóra er laus eftir eitt ár.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:30

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hehe..Ég maila á þig Siggi. Ég kannast við týpuna. Þú þarft að segja HAFRÓ frá fuglunum Siggi! Samt finnst mér án þess að vita nokkuð um stjórnmál, að "vísindamenn" fara á fund með einum ráðherra sem tilkynnir síðan öllum fiskiflotanum að það sé enginn fiskur til að veiða svo þeir geti bara farið heim.!! Er þetta virkilega svona einfalt? Þingið þrasar klukkutímum saman um jakkaföt og ég held að það mál sé ekki búið enn. Svo þarf ekki eina ræðu á alþingi til að stoppa öll fiskiskip landsins?? Þetta er sannkallað "undraland" Siggi, þú ert nú eitthvað búin að vasast í stjórnmálum, eru jakkafataumræður á Alþingi eða hver á að sitja í hvaða stól, meira virði en hvort skip eigi að fara á veiðar? Ég fæ þessa óþægilegu tilfinningu um að það sé ég sjálfur sem er að verða eitthvað skrítinn og kalkaður...missti ég af einhverju eða er búið að skipta um stjórnarskrá án þess að láta mann vita?? Hver ræður eiginlega á Íslandi? Nú er ég búin að vera hér 2 jól, og fæ engan botn í það hver stjórnar landinu...á sjónum vissi maður þó alltaf hver var skipstjórinn eða stýrimaður!! Var það ekki svoleiðis hjá þér líka Siggi? Þú ert nú gamall stýrimaður minnir mig...

Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband