Véfrétt af loðnu

Það eru gömul og ný sannindi að þegar sjórinn er hlýr hverfur loðnan en þá kemur síld og kolmunni og öfugt. Ég man nokkrar vertíðar þar sem maður var nánast úrkula vonar um að það fyndist loðna en skyndilega gaus hún upp eins og hendi væri veifað, og synti að suðurströndinni til að hrygna og deyja.  Og þó allur floti Íslendinga herji á þessa mergð verður hann aldrei hálfdrættingur á við hvali. 

 

Allt fram í andlátið ver loðnan eins og aðrir fiskar helst tíma sínum og kröftum í að næra sig og leitar því stöðugt í æti.  Eitt mælitæki tók því öllum öðrum fram en það voru sjófuglar á sveimi  yfir torfu.  Kannski einhver ætti að benda Hafrannsóknarstofnun á það?

 


mbl.is Haldið í loðnuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fá menn sér bara ekki draumstauta (sbr. kvikmyndin Nýtt Líf) og finna fiskinn ?  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóhanna, takk fyrir skemmtilega og kannski ekki síður áhugaverða athugasemd.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Jens Guð

  Það er gustuk að benda Hafró á þetta.

Jens Guð, 24.2.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þeir mundu aldrei finna fuglana

Huld S. Ringsted, 24.2.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst að Hafró hafi allt of oft haft rangt fyrir sér.  Trúum veiðimönnunum þeir vita þetta best.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, ég mæli mér mót við þá á morgun.  Þetta er líklaga rétt hjá þér Huld, þess vegna verð ég að hafa með draumstautana, sem hún Jóhanna minntist á, fyrir þá til að finna fugla.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitið Ásdís.  Með allri virðingu fyrir vísindunum þá finnst mér þetta stundum full langt gengið.  Endar þetta kannski með því að bændur treysta því ekki ef þeir ganga út á hlað og sjá brakandi þurrk og fara inn til að glugga í veðurspá?

Þetta minnir mig á að allir  handfærasjómenn þekkja hvernig fiskur bregst með ýmsum hætti við vélahljóði.  Fyrir um fimmtán árum fengu tveir ungir og upprennandi vísindamenn styrk annar til að rannsaka atferli fólks og hinn fiska.  Sá sem rannskaði fiska var heilt sumar austur á fjörðum og komst að því að fiskar lærðu að þekkja hljóð. Hinn komst að því að Íslendingar borða kvöldmat almennt klukkan 19. Þá var hvoru tveggja vísindalega sannað!

Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Mín tilfinning er sú að þeir finni veiðanlega loðnu sennilega á morgun eða hinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2008 kl. 01:29

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður. Þú spurðir inná síðunni hennar Ásdísar um hver bloggvinurinn væri? Ég sé að hann er hér hjá þér líka. Það er hann Jakob og hann skrifaði 22.2 um Hafró. Kíktu á greinina. Hún er mjög góð. Og svarið var fyndið hjá honum

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 01:55

10 Smámynd: Halla Rut

Siggi. Þú ert snillingur.

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 09:57

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Rósa, hann Jakob er frábær. Halla þú er alltaf flottust, ég sé þig kl 17:30.

Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 11:34

12 Smámynd: Halla Rut

Siggi hvenær ætlar hún Rósa vinkona mín að ganga í flokkinn?

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 13:16

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal sjá hvort ég get unnið Rósu yfir Halla Rut, læt vita hvernig það gengur ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2008 kl. 14:03

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðsteinn, Rósa yrði hvalreki.

Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 14:09

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður minn það þýðir ekkert að benda þeim á neitt, þeir trúa engu sem óbreyttir segja þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:53

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 18:47

17 Smámynd: Halla Rut

Ég vil Rósu.

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 20:53

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Eftir lestur pistils þíns Siggi þá fylltist ég bjartsýni. Þegar ég kom síðan að athugasemd Huldu R. þá hrundi tilveran endanlega. Spurningin er hvort ljósmynd af algengustu fuglunum myndi hjálpa.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.2.2008 kl. 22:27

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigurður. Það er alveg frábært að vera pólitískt .......  Fínt heiti þegar skrifuð verður minningargrein um mig.  Búin að skrifa þér á öðrum stað. Giskaðu hvar?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:02

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er ekki málið að það er búið að veiða alla loðnuna? Spyr þig sá ekkert veit. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 10:12

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla, það vilja allir Rósu. 

Ásthildur, kannski halda  þeir að þeir myndu tapa virðingu og myndugleika?

Gunnar, ljósmynd ásamt draumstaut myndi hjálpa.

Takk Rósa.

Þú segir nokkuð nafni. Ég legg til að kennt verði hvalamál ´sem valfag í fiskifræði svo spekingarnir geti spurt hvalina sem lifa á loðnu hvernig gangi í fæðuöflun. 

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 14:52

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Erum við kannski sammála í sambandi við hvalinn???

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:49

23 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, ætli hvalirnir viti þetta ekki bara, alla vega hafa þeir stóran malla!

G.Helga Ingadóttir, 26.2.2008 kl. 16:16

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rósa, ég er auðvitað algjörlega sammála því sem þú sagðir um hvalveiðar. Það á að nýta þessa auðlind eins og hverja aðra og umfram allt að halda jafnvægi í lífríkinu.  Síðast en ekki síst að að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. 

Velkomin Helga með góða skapið, það er góð stemning hérna hjá okkur  eins og þú sérð.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 18:06

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki vissi ég að hvalir ætu loðnu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 00:16

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú nafni þér gera það svo sannarlega, algjörar ryksugur bæði síld og loðnu.  Reyndar er það mjög tignarleg sjón hvernig þeri reka torfurnar og þétta þær margir í hóp en einn tekur sig úr hópnum og borðar fylli sína og svo koll af kolli.

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband