Nauðsynlegt að þingið fari í kirkju

Auðvitað er nauðsynlegt að senda þingmenn í kirkju fyrir þingsetningu ogt hljóti blessun biskupsins.  Ekki væri verra ef þingmenn fengju blessun allsherjargoðans í leiðinni.
mbl.is Reyndu að fá hætt við guðsþjónustu við þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Boðskapur allsherjargoðans stæðist skilyrðislausa náungakærleiks-skoðun.

Ásatrúin er raunveruleg og skilyrðislaus trú á virðingu, heiðarleika, náungakærleika, og á almættið hlutlausa algóða, og alla góða vætti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 17:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur Önnu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:58

3 identicon

Það vill gleymast - og ásatrúarmenn hjálpa til þess - að virðingar sinnar gættu ásatrúarmenn með því að hefna sín. Það virðist vera mikilvægur þáttur í ýmsum frumstæðum tráuarbrögðum. Nútímaásatrú er menguð af þeim boðskap um umburðarlyndi, tillitssemi og fyrirgefningu sem bárust til vesturlanda með kirkju og kristni, en það er kjarninn í kristninni.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 05:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða bull er þetta Aðalsteinn. Það fer reyndar lítið fyrir fyriregfningu, umburðarlyndi og tillitssemi í mörgum stærstu málefnum kirkjunnar í dag, eigum við nokkuð að nefna biskuba einn eða tvo kannski?  og í svo mörgu öðru.  Tillitsemi og virðing er einmitt stærsti þátturinn í ásatrú og ekki bara virðing manna á milli, heldur líka fyrir náttúrunni og öllu sem lifir og hrærist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 11:44

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Umburðalyndi trú fólks verður seint talin mengun. Reyndar held ég að öll trúarbrögð taki að einhverju leyti mið af öðrum trúarbrögðum hvort sem um er að ræða kristni eða heiðni.  Helgi magri, var áætlega kristinn en treysti á Þór þegar mikið lá við. Kjörorði heiðinna manna "með lögum skal land byggja" var góðu heilli viðhaldið af kristnum mönnum sem tóku margt af því besta úr"ásatrúnni" svokölluðu. 

Sigurður Þórðarson, 23.9.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband