Færsluflokkur: Fjármál

Fyrir hvað greiddi FL Group og Landsbankinn?

falki_826539xd_geir0salAllir með þrjú eða fleiri skynfæri í lagi vita að Framsóknarflokkurinn samþykkti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráðstafa Landsbankanum ef hann (Framsóknarflokkurinn) fengi að ráðstafa Búnaðarbankanum. Þá er það líka á allra vitorði að FL Group kom að REI og væntanlegri einkavinavæðingu Orkuveitunnar. Nú ætla ég ekki að giska en  hvernig væri ef Sjálfstæðisflokkurinn upplýsti hreinskilningslega fyrir hvað þessi fyrirtæki voru að borga?  Eða eiga kjósendur að kaupa það að Bjarni og Þorgerður þekki ekki til flokksins sem þau stýra?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Guðjóni

Frjálsar handfæraveiðar yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni og myndi stórauka gjaldeyrisöflun þjóðarinnar eitthvað sem við virkilega þurfum á að halda núna.  Dr. Guðrún Marteinsdóttir hefur sýnt fram á það með DNA rannsóknum sem margir sjómenn hafa haldið fram að þorskstofnarnir séu margir (í það minnsta 35) og staðbundnir.  Fólkið í sjávarþorpunum á að fá að nýta  staðbundna stofna eins og það hefur gert öldum saman og það á ekki að þvinga það til að henda fiski.  Þannig munum við vinna okkur út úr kreppunni.

 X-F  fyrir fólkið og firðina


mbl.is Vill aukið frelsi í fiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Geir Haarde næsti seðlabankastjóri?

Ef Sjálfstæðisflokkurinn nær góðri kosningu má telja fullvíst að Geir Hilmar Haarde verði næsti seðlabankastjóri, nema þeir setji Davíð í jobbið aftur.
mbl.is Neita að upplýsa afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Klemensson, sakaður um ákeyrslu á mótmælanda.

lafur_klemensson_rakel_jpg_280x600_q95.jpghermann_valsson_bmp_280x800_q95_790584.jpg

 

 Hagfræðingurinn sem keyrði bílinn (efri mynd) og mótmælandinn sem Hermann Valsson, sá sem keyrt var á.

„Ég var að ganga nær inngöngudyrunum að bankanum þegar ég sá bíl sem þar var í gangi. Skipti engum togum en að viðkomandi bakkaði beint á mig,“ segir Hermann Valsson, mótmælandi við Seðlabankann en ökumaðurinn sem Hermann segir hafa keyrt á sig er Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum.

„Ég er slæmur í öðru hnénu og lærinu. Ég hentist til hliðar og slengdi hendinni í bílinn. Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til,“ segir Hermann og undrast viðbrögð Ólafs. „Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til. Það fyrsta sem hann gerir er að fara í lögregluna og heimtar að fá að kæra mig. Hann vildi meina að ég hafi lamið í bílinn en hann keyrði bara á mig,“ segir Hermann.

 Heimild DV.is

c_documents_and_settings_jakobina_olafsdottir_my_documents_myndir_my_pictures_c_documents_and_settings_notandi_my_d_777193

 

 

 

 

 

Ólafur Klemensson í vígahug

 


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn: Áhrif Hannesar Hólmsteins í Seðlabankanum dvína

Þessi nýja ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er ekki síst mynduð um breytingar í Seðlabankanum.


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingasveit Seðlabankans mætt

c_documents_and_settings_jakobina_olafsdottir_my_documents_myndir_my_pictures_c_documents_and_settings_notandi_my_d_777193 Þeim sem þetta ritar hefur borist til eyrna að hinn viðskotailli hagfræðingur seðlabankans, Ólafur Klemensson sé mættur á svæðið.  Ólafur hefur áður  sýnt að hann er til alls líklegur og því má allt eins búast við tíðindum í nótt.

 

Ólafur Klemensson í vígahug


mbl.is Fjölgar í mótmælendahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Lási kokkur

Þegar ég sá Geir í sjónvarpinu lýsa því yfir að allt færi í kaldakol ef hann hætti, sem forsætisráðherra, rifjaðist upp fyrum mér gömul saga af Lása kokk. Lási var á togara sem var að sökkva og allir fengu skipun um að koma sér tafarlaust frá borði í lífbát: "Æ, Æ, ó ó og ég sá eftir að vaska upp og skipið að sökkva. Alltaf þarf að standa svona á".
mbl.is Mótmælendur við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn Geirs Haarde = Lægri vextir af erlendum lánum

Prófessor Buttler sem skrifaði svörtu skýrsluna um bankakerfið sem stungið var undir stól, hélt erindi á fundi fyrir troðfullum sal í hátíðarsal HÍ. Þar fjallaði hann um hvernig mætti endurreisa efnahagslífið á Íslandi. Hann sagði að með ólíkindum væri að enginn hefði sagt af sér vegna málsins. Hann nefndi sérstaklega yfirmenn seðlabankans, forsætis- og fjármálaráðherra.  Hann sagði þetta skaða trúverðugleika Íslendinga og trúverðugleikinn réði þeim lánakjörum sem okkur byðust. Þetta skiptir gríðarlegu máli nú þegar skuldirnar eru orðnar svona háar.

 Heimild: Síða 6 Fréttablaðið í dag.


mbl.is Samfylkingin ræðir stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hestakerrur komast aftur í tísku

Það er handagangur í öskjunni hjá útlendingum sem koma hingað og kaupa nýlega og vel með farna bíla á brunaútsölu. Það er mál manna að fólk hafi varla efni á að borga af myntkörfulánunum hvað þá að kaupa bensína á hákana. Ef fram heldur sem horfir munu fjölskyldufeður fara með fjölskylduna í sunnudags hestakerruferð að Geithálsi í staðin fyrir sunnudagsbíltúr í Hveragerði.200731064217_horse-drawn-cart
mbl.is Ætla að kaupa hundruð bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband