Færsluflokkur: Fjármál
Jón Hannes Smárason í opinskáu viðtali: Útskýrir hvert peningarnir fóru
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Hannes segist ekki hafa brotið lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finnur ekki í persónulegum ábyrgðum
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Langflug gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mega fjárglæframenn gefa út ríkisábyrgð?
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórnin lyppast niður fyrir Bretum
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Upp skal boðið Ísland!
Svavar Gestsson lýsti því að afar góður andi hafi ríkt á fundum um Icesave og engar hótanir hafi verið uppi. Nú þegar starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru búnir að skála fyrir samningum um Icesave þá tekur alvaran við. Nú þarf að sannfæra Íslendinga um ágæti þessa samnings. Þá er kallaður til nýjasti sendiherranna og fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Kristín Heimisdóttir, sem þekkir ekki til þorskastríðanna og kallar þessa deilu "hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar! Ég tók sjálfur þátt í tveimur þeirra og fullyrði að með þessum hugsunarhætti hefði enginn sigur unnist í landhelgisdeilum okkar. Ríkisstjórnin sem er með allan hugann við ESB lyppaðist niður og kallaði til utanríkisþjónustuna sem gerði það sem hún kann best og dró fram kampavínsglösin.
Milliríkjadeilunni var breytt í einkamál sem má útkljá fyrir breskum dómstól sem getur gengið að öllum eigum ríkisins. Mig langar að benda á skilmerkilega grein um þetta eftir Ívar Pálsson.
Harðasta milliríkjadeilan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hækkað tryggingargjald = hækkað atvinnuleysi.
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Nú er farið að kvisast út hverjar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða. Það fer eins og marga grunaði. það á að skattleggja kreppuna. Tryggingagjald verður stórhækkað til að mæta aukinni þörf atvinnuleysistryggingasjóðs og ábyrgðasjóðs launa. Tryggingargjald er gjald sem fyrirtæki borga fyrir að hafa fólk í vinnu en það er afraksturinn er jafnframt notaður til að greiða atvinnuleysisbætur. Illa stæð fyrirtæki eiga því engra annara kosta völ en að segja upp fólki. Fer þetta því að minna á bóndann sem skar skottið af hungruðum hundi sínum til að gefa honum að éta.
Ráð ríkisstjórnarinnar er: Að skattleggja kreppuna í burtu!
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landsbankinn er hættur starfsemi!
Mánudagur, 15. júní 2009
Nú hafa bresk stjórnvöld góðfúslega tekið Landsbankann af skrá yfir hættuleg hryðjuverkasamtök. "Tak skal De ha" Vita þau ekki að Landsbankinn er löngu hættur starfsemi og fyrrum eigendur hafa misst forræði yfir búinu? Til hvers að vera með þrotabú á lista yfir hryðjuverkasamtök? Vilja þeir ekki frekar setja fyrrum stjornendur bankans á slíkan lista?
En hverslags lista á að setja stjórnvöld sem ætla að skudsetja komandi kynslóðir þannig að þær fái ekki við það ráðið?
Landsbanki ekki lengur á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögmenn þykjast ósammála Evu Joly
Laugardagur, 13. júní 2009
Ríkissaksóknari og ýmsir lögmenn bera sig illa vegna gagnrýni Evu Joly, nú síðast kveinar Sigurður G. Guðjónsson í grein í Pressunni. Það er tvennt sem lögmönnunum þykir mikil goðgá:
1. Að Joly skuli gagnrýna að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins skuli sitja í því embætti meðan grunur leikur á um hvort sonur hans verði ákærður.
Spurn: Hafa menn ekki fengið tímabundið leyfi af minna tilefni?
2. Eva Joly sagði að lögmenn sæktust eftir að verja fjárglæframenn.Þetta kallar Sigurður G. Guðjónsson að þeir séu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna"
Spurn: Eru það ekki einmitt hlutverk lögmanna að verja grunaða menn og eru það ekki almælt tíðindi að einmitt þetta sé best launuðu lögmannsstörfin?
Getur verið að þessir menn fagni henni í hjarta sínu þar sem þeir sjái nú fram á arðvænlega vertíð en vilji samt frekar hafa hana upp á punt?
Málflutningur Joly gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ríkisstjórnin blekkti Svavar Gestsson illilega!
Föstudagur, 12. júní 2009
Bretar sendu sinn fremsta samningamann til að stýra viðræðunum. Það var aftur á móti illa gert af ríkisstjórninni að senda Svavar Gestsson sendiherra óundirbúinn og gera hann að formanni nefndarinnar. Ástæða þess að Svavar var ánægður með samninginn var sú að hann var blekktur. Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið að Íslendingum sem þjóð bæri að standa í ábyrgð fyrir einkabanka. Í öðru lagi taldi hann að öruggt væri að allar eignir Landsbankans rynnu til Icesave en það er óvíst að aðrir kröfuhafar samþykki það. Og í þriðja lagi virðist hann halda að 5,55% vextir séu lágir.
Þetta var ekki fallega gert af Samfylkingunni.
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Verslunin skyldi ekki vanmeta sjávarútveginn
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Samtök verslunar og þjónustu mæla með inngöngu Íslands í ESB og telja að vaxtarmöguleikar séu í verslun og þjónustu "frekar en öðrum greinum t.d. sjávarútvegi" að sögn Margrétar Kristmannssdóttur formanns SVÞ. Margrét er fær á sínu sviði en við sem erum í verslun, ég tala nú ekki um okkur sem erum í innflutningi, skyldum varast að vanmeta sjávarútveginn. Í fyrsta lagi skapa útflutningsgreinarnar með sjávarútveg fremstan í flokki þann gjaldeyri sem nauðsynlegur er til að hægt sé að flytja inn erlenda vöru. Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka. Hvaða önnur grein myndi standa undir öðru eins? Í sjávarútvegi eru ótal tækifæri til að auka tekjusköpun t.d. með því að leyfa veiðar á sjávarspendýrum í meiri mæli en nú er gert. Hægt er að auka veiðar einkum strandveiðar og fullvinna afla í meira mæli en nú er gert. Þá er auðvelt að koma í veg fyrir brottkast þar sem tugmilljörðum er kastað á glæ á hverju ári. Og síðast en ekki síst er hægt að vinna mikilvæga markaði í Asíu með því að ganga ekki í Evrópusambandið.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
Blöskrar vinnubrögð Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fyndinn kjörseðill
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Í kosningunum vann ég fyrir yfirkjörstjón Reykjavík suður við að fara yfir utankjörfundar vafaatkvæði sem úrskurða þurfti gild eða ógil. Flest urðu atkvæðin ógild vegna smávegilegs klaufaskapar á formsatriðum sem þarf að fylgja en stundum stungu ógildu seðlarnir virkilega í stúf.
Einn seðill merktur tilteknum flokki voru eftirfarandi skilaboð: Ég kýs ykkur núna í þetta sinn og vona svo að þið getið gert eitthvað fyrir mig í staðin. Lalli Johns
Davíð eyðilagði landsfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)