Færsluflokkur: Heimspeki
Fyrsta ákæra Evu Joly á Íslandi
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Augljós tilgangur hins vanhæfa og vanmáttuga ríkisvalds með að fá Evu Joly til starfa á Íslandi var að skapa óumflýjanlegri rannsókn trúverðugleika. Eva Joly er of mikil manneskja og metnaðarfullur fagmaður til að láta nota sig sem fuglahræðu eða meiningarlausa dulu. Hún gerði rétt í að kæra yfirvöld fyrir almenningi á Íslandi í Kastljósi í gær 10. júní. Þetta var hennar fyrsta ákæra á Íslandi.
Það er gott til þess að vita að þjóðin skuli eiga þessa konu að.
![]() |
Ríkisstjórn styður Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Vanskil íslenska ríkisins aukast.
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Svona munu fyrirsagnir fjölmiðla líta út innan fárra ára ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nær að telja þingmann á að skrifa undir glæfralegar skuldbindingar vegna Icesave sem nú liggja fyrir þinginu. Þessir uppgjafaskilmálar sem ríkisstjórnin hyggst gera við Breta eru nógu stórir einir og sér til að koma landinu í þrot en þvert á það sem sagt hefur verið veita þeir íslenska ríkinu ekkert skjól fyrir málaferlum vegna neyðarlagana. Ef Bretar þora ekki með þetta mál fyrir dómstóla eiga þeir enga kröfu. Það er skylda þjóðkjörinna fulltrúa að reyna já ég segi reyna, því það er ekki öruggt að það takist, að verja Ísland falli.
![]() |
Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áætlun ríkistjórnarinnar: Úr hugleiðslu í kóma?
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Meðal þess sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu kjósendum fyrir kosningar var að aflaheimildirnar, sem er úthlutað til eins árs í senn skyldu fyrntar á 20 árum. Nú mánuði eftir kosningar boðar ríkisstjórnin að skipa nefnd til "að hugleiða hagræn áhrif svonefndar fyrningarleiðar" og formaður sjávarútvegsnefndar, Atli Gíslason, er byrjaður að draga í land varðandi kosningaloforðin og stjórnarsáttmálann og afsalar sér ábyrgðinni til nefndarinnar, sama hver niðurstaða hennar verður.
Því hefur verið fleygt að Dali Lama hafi haft svo mikil áhrif á suma stjórnarþingmenn að þeir stefni úr hugleiðslu í kóma. Vonandi er það ekki rétt.
![]() |
Nefnd skoðar áhrif fyrningarleiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrir hvað borgaði Eykt 5 milljónir til Framsóknarflokksins?
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Það vekur athygli að fyrirtæki keppast við að fá fjölmiðla og helst af öllu sjónvarp til að mynda sig í bak og fyrir ef þau gefa nokkra hundraðþúsundkalla til líknarfélaga. En þau reyna að leyna því nánast eins og mannsmorði ef þau "styrkja" einhvern flokk sem er í valdastöðu til að endurgreiða "styrkinn". Þannig þurfti Framsókn að suða í marga daga í styrkveiðendum sínum til að fá leyfi til að birta nöfn þeirra, enda höfðu fyrirtækin sum hver fjárfest í trausti þess að styrkurinn yrði ekki gefinn upp. Nú hefur það þó verið gert undir miklum þrýstingi og því liggur beint við að spyrja: Fyrir hvað var Eykt að borga 5 milljónir beint í Framsókn? Þeir sem fylgst hafa með borgarmálum vita að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hefur margítrekað gagnrýnt að núverandi meirihluti gerði afar óhagkvæman samning við Eykt um leigu á Höfðatorgi til 25ára upp á 4 milljarða vísitölutryggt. Fyrir utan þessa upphæð til flokksins hefur Óskar Bergson fulltrúi Framsóknarflokksins, viðurkennt að hafa mótekið peninga beint frá Eykt en ekki viljað gefa upp upphæðina. Hvað er upphæðin há Óskar?
![]() |
Framsókn opnar bókhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Ólafur Klemensson, sakaður um ákeyrslu á mótmælanda.
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Hagfræðingurinn sem keyrði bílinn (efri mynd) og mótmælandinn sem Hermann Valsson, sá sem keyrt var á.
Ég var að ganga nær inngöngudyrunum að bankanum þegar ég sá bíl sem þar var í gangi. Skipti engum togum en að viðkomandi bakkaði beint á mig, segir Hermann Valsson, mótmælandi við Seðlabankann en ökumaðurinn sem Hermann segir hafa keyrt á sig er Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum.
Ég er slæmur í öðru hnénu og lærinu. Ég hentist til hliðar og slengdi hendinni í bílinn. Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til, segir Hermann og undrast viðbrögð Ólafs. Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til. Það fyrsta sem hann gerir er að fara í lögregluna og heimtar að fá að kæra mig. Hann vildi meina að ég hafi lamið í bílinn en hann keyrði bara á mig, segir Hermann.
Heimild DV.is
Ólafur Klemensson í vígahug
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Dorrit er sólargeisli í skammdeginu!
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Ég get bara ekkert gert að því að hún Dorrit heillar mig alveg upp úr skónum fyrir einlægni sína og jákvæðni. Hann Ólafur Ragnar Grímsson er einstaklega heppinn maður að eiga þessa konu og við Íslendingar erum heppin að þau skuli vera forsetahjón.
Þau lengi lifi:
Húrra, húrra, húrra, húrrrahaa!
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ágústi ýtt út í kuldann
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún er greinilega að herða tökin. Ágúst Ólafur naut ekki stuðnings hennar og hefur í nú verið ýtt út í kuldann eftir að hafa að hennar mati talað ógætilega meðan hún var á skurðarborðinu. En þá má spyrja: Til hvers eru varaformenn? Átti öll Samfylkingin að fara í veikindafrí á sama tíma og formaðurinn leitaði sér lækninga. Á flokkurinn að leggjast í bælið ef formaðurinn fær hita?
Ágúst Ólafur mun skv. meðfylgjandi frétt hætta þingmennsku að loknum kosningum í vor.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð Oddsson felldi ríksstjórnina
Mánudagur, 26. janúar 2009
Í samtölum við ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar kemur ítrekað fram það það hafi steytt á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn til að láta Davíð fara eða stokka upp í seðlabankastjórninni eins og það er orðað.
Vinirnir stóðu saman
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg reið séra Karli V. og kúskaði sveitavarginn.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Erlendir sérfræðingar hafa bent á það að trúverðugleiki Íslands og þar með vaxtakjör muni batna verði skipt um ríkisstjórn. Kannski að það sé ásamt vaxandi þrýstingi í samfélaginu þess valdandi að mikil ókyrrð er í Samfylkingunni varðandi stjórnarsamstarfið..Ágreiningurinn er orðinn svo augljós að honum verður ekki leynt. Ingibjörg Sólrún er ein þeirra sem vill ríghalda í samstarfið við Geir sem hún kyssti svo innilega á Þingvöllum fyrir 18 mánuðum síðan. Gegn þessu standa 12 þingmenn af 18 þ.m.t 2 ráðherrar ásamt varaformanni flokksins, studd af m.a.samfylkingarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Auðveldara virðist fyrir Ingibjörgu að kúska sveitavarginn, með nokkrum undantekningum. Þannig lagði séra Karl Matthíasson til að 30.000 tonna kvótaaukningin rynni til þjóðarinnar en ekki til kvótagreifanna. Hermt er að Ingibjörg sér Karli afar reið fyrir tiltækið.
![]() |
Meiri biðlund á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)