Færsluflokkur: Heimspeki

Athyglisverð grein um ábyrgð í Icesave

Egill Jóhannsson ritar athyglisverða grein á bloggi sínu um pólitíska ábyrgð á Icesave sjá hér.   

Margir okkar færustu lögmanna hafa fært fyrir því rök að okkur beri ekki að borga Icesave. Gegn þessu stendur klúður ríkisstjórnar Geirs Haarde, loforð ráðamanna og neyðarlögin.  Við gætum haldið því fram að frá því að neyðarlögin voru sett þar til Kaupþing féll leið ein vika og þar komu til aðstæður sem menn sáu ekki fyrir. (heimskreppa & hryðjuverkalög Breta)

Ef allt þetta bregst eigum við til þrautavara traust haldreipi sem er hugtakið "grið" í þjóðarrétti með vísan til Versalasamningana.  Það er nú viðurkennt að Versalasamningarnir voru ósanngjarnir og að ekki megi þvinga þjóð eða stjórnvald ríkis til nauðungarsamninga sem eyðileggja ríkið.   Maður veitir því athygli að í Icesave samningnum eru ákvæði þar sem Íslendingar afsala sér sem þjóð griðum og þar að auki rétti til málshöfðunar!

Því verður ekki trúað að Evrópuþjóðirnar neiti okkur um að láta reyna á rétt okkar en ef þær gera það ættum við að beina viðskiptum annað.  Alþingi getur ekki skrifað undir ríkisábyrgð fyrir mun hærri upphæð en hægt er að standa við og í leiðinni afsalað okkur málsskotsrétti og griðum.

Millileiðin væri sú að leyfa samningnum að standa og án ríkisábyrgðar, afsals málskotsréttar  og griða.  Þá gæti þjóðin borgað þangað til allir vasar eru tómir og blæðir undan nöglunum í einhverja áratugi. Geta "vinaþjóðir" okkar farið fram á meir?

 


mbl.is Ber okkur í raun að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Hannes Smárason í opinskáu viðtali: Útskýrir hvert peningarnir fóru

Jón Hannes Smárason, fjárfestir segist saklaus og útskýrir í mögnuðu og opinskáu viðtali hvert peningarnir fóru og hvernig fjármálakerfið virkar.
mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Jóhönnu er liðinn

 Erlent ríki krefst þess að Íslendingar borgi skaðabætur sem eru mun hærri en þjóðin fær risið undir crop_500xog fyrir liggja samningsdrög þar sem Ísland afsalar sér málskotsrétti og griðum

 Land sem hefur forsætisráðherra sem heldur ekki fram málstað landsins, heldur tönglast í sífellu á málstað gagnaðilans getur ekki vænst stuðnings erlendis.

Öll lögfræðiálitin frá allra færustu sérfæðingum þessa lands. Dr. Elvíra, Prof Stefán Már, Dr. Herdís Þorvaldsdóttir, Próf Sigurður Líndal bara svo einhver nöfn séu nefnd af þeim mikla fjölda lögmanna auk núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómara hníga að því að Íslendingar sem þjóð eigi ekki að sæta ábyrgð fyrir afglöp útrásarvíkingana. 

 Gegn þessu stendur eitt keypt minnisblað frá manni sem stendur ekki með tærnar þar sem hinir hafa hælana. 

 

 

 

 


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega fjárglæframenn gefa út ríkisábyrgð?

Þær yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans að íslenska ríkið ábyrgðist allar innistæður í bankanum standast ekki. Þessu til staðfestingar nefni ég álit lögfræði- og Evrópusérfræðinganna Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal og Dr. Elvíru. Nefndir aðilar og raunar margir fleiri hafa tekið af öll tvímæli um að Landsbankinn var einkabanki og hafði enga heimild til að skuldbinda íslensku þjóðina. Slíkar yfirlýsingar bankamananna eru ekki á okkar ábyrgð.
mbl.is Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjum Ísland

Fáum dylst að  framundan er brimsjór í efnahagslegu tilliti, mistök núna geta orðið komandi kynslóðum dýrkeypt. Þó sagnfræðin skipti máli þá er það framtíðin og þær ákvarðanir sem teknar eru núna og á næstu vikum sem geta skipt framtíð barna okkar og þjóðarinnar öllu máli. Þessu stöndum við frammi fyrir sama í hvaða flokki veið erum eða vorum. Þó Geir og Solla hafi ekki verið jarðtengd og Árni Matt hafi skrifað eitthvað óábyrgt rugl á minnisblað leysir það ekki núverandi og tilvonandi stjórnendur frá því að hugsa sjálfstætt og af ábyrgð.  Það getur til dæmis ekki réttlætt að ráðamenn undirriti skuldbindingar sem allir sjá að þjóðin getur aldrei risið undir.  Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á að leiðtogar hennar hugsi þetta út frá flokkshagsmunum. Núna verða ALLIR að leggja sitt besta fram.

Verjum Ísland!


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly sérstakur heiðursgestur á Nasa.

eva_joly Eva Joly er elskuð og dáð af íslensku þjóðinni. Hún sækir styrk sinn og umboð til þjóðarinnar sem treystir hvorki embættismönnum né stjórnmálamönnum til að fást við spillinguna, einkum og sérílagi þeim síðarnefndu. Eva er skarpgreind heimskona sem lætur sér fátt um finnast þó einstaka varðhundur spillingarinnar reyni að gelta að henni, eða þegar einhver "stjörnulögfræðingurinn" urrar að henni í von um að bein eða fitubiti hrökkvi af borði einhvers útrásarvíkingsins.
mbl.is Eva Joly heiðursgestur á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein 16:3 Icesave : Afsal eigna, griðhelgi og fullveldis Íslands

Eftirfarandi er þýðing fyrrum forseta Hæstaréttar Íslands,  Magnúsar Thoroddsen hrl.,  á  grein 16.3 Icesave samningsins við Hollendinga: 

 „ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.

 


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson er öflugur og vinsæll

gunnar-birgisson Gunnar Birgisson nýtur víðtæks stuðnings og er óumdeilanlega einn vinsælast foringi sjálfstæðismanna.  Menn sjá í honum leiðtoga sem getur tekið ákvarðanir og margir þakka einmitt honum hve gott er að búa í Kópavogi.  Ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa óskað sér þess að hún (ríkisstjórnin) hefði á að skipa leiðtoga sem gæti tekið ákvarðanir en á það hefur skort.  Þessi staðreynd hefur leitt til öfundar og ólundar þannig að þyrlað hefur verið upp moldviðri um "dótturfélög" Kópavogsbæjar.
mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að gleyma Íslandi?

Sumir eru svo miklir evrópusinnar að í þeirra huga er allt sem er íslenskt og finnst ekki á meginlandinu er púkó. En það breytir ekki því að við sem búum hér verðum að leysa þau vandamál sem að okkur snúa.

 Væri ekki ráð að Samfylkingin hugsaði aðeins minna um ESB svo hún geti leitt hugann að Íslandi?

european-union-flag


mbl.is Þingflokkur VG hvattur til að beita sér gegn aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin blekkti Svavar Gestsson illilega!

Svavar_Gestsson Bretar sendu sinn fremsta samningamann til að stýra viðræðunum. Það var aftur á móti illa gert af ríkisstjórninni að senda Svavar Gestsson sendiherra óundirbúinn og gera hann að formanni nefndarinnar. Ástæða þess að Svavar var ánægður með samninginn var sú að hann var blekktur.  Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið að Íslendingum sem þjóð bæri að standa í ábyrgð fyrir einkabanka. Í öðru lagi taldi hann að öruggt væri að allar eignir Landsbankans rynnu til Icesave en það er óvíst að aðrir kröfuhafar samþykki það. Og í þriðja lagi virðist hann halda að 5,55% vextir séu lágir. 

 Þetta var ekki fallega gert af Samfylkingunni.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband