Færsluflokkur: Heimspeki
Menntaðasti evrópufræðingur Íslands hefur talað
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Dr. Elvira Mendez, er án efa langmenntaðasti sérfræðingur á Íslandi í Evrópurétti.Það er sorglega lýsandi fyrir vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu Icesave deilu að þessari eldkláru konu skyldi ekki hafa veið boðið að leiða samninganefndina eða að minnsta kosti eiga sæti í henni. Og til að bíta höfuðið af skömminni bar sendiherra fenginn til að leiða nefndina, rétt eins og hæfniskröfurnar fælust í því hver væri vanastur í að skála fyrir væntanlegu samkomulagi!
Þegar Steingrímur var spurður af hverju hann hefði ekki reynt að fá DR. Elviru, sagði hann að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að eyða í sérfræðinga. "Það væri enginn skortur á sérfræðingum sem vildu gefa ráð gegn háu gjaldi." Elvíra svaraði þessu á fundinum í Iðnó og sagðist myndi hafa gert þetta ókeypis ef eftir því hefði verið leitað. Málsvörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að kaupa eftirá lögfræðiálit hjá lögmanni sem er hvorki sérfróður í þjóðar- né Evrópurétti.
Dr. Elvíra er hógvær en henni en henni misbýður framkoma Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
![]() |
Misbýður umgjörðin um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Óformleg krafa Árna Þórs: "Mældu rétt strákur"
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir, segir Árni Þór Sigurðsson.
Ríkisstjórnin ætlaðist til þess að Seðlabankinn veitti jákvæða umsög um Icesave samninginn og því var yfirlögfræðingi bankans falið að draga úr gagnrýninni , það gerði hann svona:
"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."
Þá vaknar spurningin hvort aðallögfræðingur Seðlabankans sé sem einstaklingur að skrifa svona furðulegt bréf í þá einstaklingsins Svavars Gestssonar og einhverra einstaklinga í ríkisstjórninni sem kunna að vera vinir hans.
Með því að formaður utanríkisnefndar krefjist þess að litið verði á lögfræðinga Seðlabankans sem einstaklinga og haldi því fram að umsögn þeirra lykti af pólitík er hann að krefjast þess að sannleikanum verði hagrætt. Eða er Árni Þór kannski bara einstaklingur að velta óformlega vöngum yfir öðrum einstaklingum?
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sjónhverfingar fjármálaráðuneytisins
Föstudagur, 10. júlí 2009
Við skoðun Icesave samkomulagsins hafa komið í ljós margháttar afglöp samninganefndarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur nú lagt fram útreikninga sem eiga að sýna að Íslendingar geti greitt Icesave. Í fyrsta lagi er horft fram hjá öðrum skuldum landsins en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á örfáum árum um 25% frá þeim tíma sem hún var mest!
Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi? Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta. Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.
Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 milljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!
Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði. Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn.
Ég ætlaði að birta myndir af Ragnari Reykás og Össuri Skarphéðinssyni en þær voru ekki tiltækar svo ég læt þetta duga:
1. Efri mynd Steingrímur J Sigfússon
2. Neðri mynd tvífari Össurar Skarphéðinssonar
![]() |
Sló ekki á fingurna á Ásmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Dagar víns og rósa" Einkavæðing Jeltsíns Halldórs og Davíðs
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
![]() |
Dýrt fyrir ríkið að selja banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjósendur í Suðurkjördæmi segi af sér
Mánudagur, 6. júlí 2009
Óvenju hátt hlutfall fyrrum þingmanna Suðurkjördæmis og forvera þess forvera þess Suðurlands og Reykjaneskjördæma hafa hlotið langa refsidóma og tekið út betrunarvist fyrir margvísleg auðgunarbrot allt frá smygli smáþjófnuðum og upp í skjalafals og mútuþægni. Hæst bar þó að kjósendur Suðurkjördæmis endurkusu á þing manninn sem bar ábyrgð á fjármálaeftirlitinu sjálfum bankamálaráðherranum Björgvini Sigurðssyni.
Þess vegna eiga kjósendur í Suðurkjördæmi að íhuga alvarlega afsögn.
![]() |
Segir af sér vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7 ára "skjólið" reyndist tálsýn og er fokið!
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Jæja þá getur íslenska ríkisstjórnin gleymt að gera núlifandi og tilvonandi þegna þessa lands að Ísþrælum með því að staðfesta Icesave samkomulagið. 7 ára biðtíminn þangað til landið yrði gjaldþrota reyndist mun styttri. Stjórnvöld hefðu betur hlustað á ráð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, þegar hann hvatti íslensk stjórnvöld að taka til varna vegna gallaðrar löggjafar Evrópusambandsins sem við vorum skylduð til að taka upp. Hann varaði líka við því að hægt væri að fara í mál vegna neyðarlaganna hvenær sem væri og Icesave samkomulagið veitti ekkert skjól gegn því.
Hvernig væri að hvíla diplómata og kalla til sérfræðinga?
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loftið út. Birtið Icesavegögnin
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Það þarf að lofta út!
Eiga núlifandi og óbornir Íslendingar ekki rétt á að vita af hverju þeim eru gefnir tveir kostir: Eyða ævinni í að borga drápsklyfjar eða yfirgefa landið eftir 7 ár? Er verið að sýna stjórnarandstöðuunni í trúnaði að hún hafi líka gert mistök? Kannski verða þeir mýkri þá?
Vesaldómurinn og undirlægjuhátturinn er alger hvort heldur hjá nú- eða fyrrverandi ríkisstjórn.Það er rosalegt að lesa og heyra um dýralækninn sem var eins og laminn hundur og svo koma núverandi ráðherrar og skýla sé á bak við að garmurinn skuli hafa skrifað einhverja minnismiða í fáti og sjokki í kjölfar hrunsins.
Hver er ástæðan?
Vilja einhverjir þvinga þjóðina í Evrópusambandið?
Fljóta menn með í samtryggingunni?
Eða ætla menn að bjarga sér hver sem betur getur?
![]() |
Fá ekki Icesave-gögnin í hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EB fórnar Íslandi vegna eigin kerfisvillu
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Því meira sem maður les og kynnir sér málavexti Icesave því augljósar er að við eigum ekki, sem þjóð, að leggjast á höggstokkinn möglunarlaust. Af frásögn af þessum fundi má marka að fjármálaráðherrar EB höfðu sammælst um að fórna Íslandi vegna hættu á almennri vantrú á bankakerfinu í Evrópu. En hver er forsaga málsins?
Íslandi sem EES ríki var gert að taka upp tilskipun um bankaregluverk sem er nákvæmlega eins og í öllum löndum EB og EES svæðinu. Um þetta höfðum við ekkert að segja. Í þessu fólst að bankar mættu setja upp útibú hvar sem er á svæðinu og stofna skyldi tryggingarsjóð til að tryggja innistæður. Eftir þessu var farið í einu og öllu. Færustu lögmenn á sviði Evrópuréttar hafa aldrei getað fundið einn stafkrók sem bendir til að þjóðríkin væru ábyrg fyrir þessum tryggingasjóð.
Dr. Elvíra hefur bent á augljósan galla í löggjöfinni þ.e. að ekki sé gert ráð fyrir kerfishruni, því enginn tryggingasjóður í nokkru landi myndi ráða við slíkt. Niðurstaðan er þessi:
Íslenska ríkið braut ekki EB lög, þvert á móti liggur vandi okkar í því að íslenska ríkið uppfyllti skyldur sínar og fór að EB tilskipuninni um frjáls bankaviðskipti.
Á að refsa komandi kynslóðum fyrir það?
![]() |
Árni átti í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Góð mæting ávísun á betri Icesave samninga
Sunnudagur, 28. júní 2009
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Bretar sendu harðsnúna samningamenn gegn íslenskum viðvaningum, niðurstöðuna þekkja allir. Þjóðin er andsnúin þessu hörmulega samningsuppkasti en bæði ráðamenn og hún sjálf er dofin. Stjórnmálamenn sem hafa gert óteljandi mistök virðast ekki með sjálfum sér. Hættan er sú að mönnum sé svo mikið í mun "að komast í 7 ára skjól" að þeir semji komandi kynslóðir í skuldaánauð. Það má ekki gerast! Þess vegan verðum við að mæta og sýna stjórnmálamönnunum okkar, sem eru upp til hópa gott fólk, stuðning og aðhald. Þannig og einungis þannig ná þeir betri samningum.
![]() |
Borgarafundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útsala á náttúruauðlindum hafin?
Laugardagur, 27. júní 2009
Ýmislegt bendir til að útsala á náttúruauðlindum Íslands sé í þann mund að hefjast. Margir útrásarvíkingar sem stóðu að stofnun Geysis Green Energy standa ekki vel í dag en mörg sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa engu betur. Þetta skapar góðar aðstæður fyrir erlenda útrásarvíkinga sem ásælast hlut í Hitaveitu Suðurnesja enda rauður hún yfir gríðarlega auðugu háhitasvæði. Það er kanadíska fyrirtækið Magma sem stendur í raun á bak við Geysir Green Energy. Þetta er því miður bara forsmekkurinn því sem koma skal ef alþingi samþykkir að greiða Icesave skuldirnar. Icesave skuldirnar eru miklu hærri en svo að ríkið geti greitt af þeim í erlendum gjaldeyri og því er afhending náttúruauðlindanna eini möguleikinn til að gera þær upp.
Með því er mörkuð sú stefna að Íslendingar framtíðarinnar skuli vera Indíánar í eigin landi.
![]() |
Kanadískt félag kaupir í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |