Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Stjórnvöld segja eitt þar og annað hér

Þann 11. júlí 2011 mátti lesa eftirfarandi í frétt á vef RUV, og er ekki hægt að skilja öðruvísi en fréttastofan hafi rætt við Jóhönnu:

Eitt helsta markmiða fundarins var að kynna samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jóhanna segist hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin á fundi með kanslaranum, til að sýna henni fram á sérstöðu Íslendinga. Þetta telur Jóhanna mikilvægt vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins.

Í janúar síðastliðnum sagði Steingrímur J. Sigfússon hinsvegar á Alþingi að engin samningsmarkmið lægju fyrir hvað varðaði sjávarútvegs og landbúnaðarmál.  Þá mátti m.a. lesa í frétt mbl.is:

Þegar Össur var spurður hvort Ísland sé tilbúið að opna efnahaglögsögu sína fyrir erlendum sjómönnum svarar Össur "Ísland er reiðubúið að uppfylla niðurstöður viðræðnanna"   myndskeið frá fundinum þar sem hlýða má á ummæli


mbl.is 90% telja ríkisstjórn fela upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð láti gott vita

Það er gott til þess að vita að ásatrúarmenn, sem og aðrir landsmenn beri góðan hug til Landhelgisgæslunnar.
mbl.is Ásatrúarmenn gefa í þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski þarf ISG að yfirgefa Afganistan?

Allt stefnir í óefni, því talið er að ef Bretar kalli herinn heim muni Talibanar fljótt ná völdum aftur.
mbl.is Yfirgáfu herflugvöll í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn dýralæknirinn enn!

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins styður Samfylkinguna í því að Ísland eigi að gefa eftir í makrílviðræðum við Evrópusambandið. Makrílinn er nýr í íslenskri lögsögu og ryksugar upp seiði enda kemur hann grindhoraður inn í landhelgina í ætisleit. Evrópusambandinu finnst sjálfsagt að Íslendingar fóðri makrílinn og þangað til hann er orðinn spikaður en hann nífalda þyngd sína af smáum fiski í yfirborðinu. Meðan Ísland er sjálfstætt ræður það yfir lögsögu sinni.

Það er samt ágætt að einhverjir þingmenn hafi vit á rollum og hrossum. 


mbl.is Ráðherra mæti á fund um makrílviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn sagði það sem segja þurfti um matsfyrirtækin

Den Danske Bank er ekkert betri en "Áfram hópurinn" sem þorir ekki að upplýsa að keisarinn er ber.

Staðreyndin er sú meirihluti landsmanna treystir ekki "áfram hópnum" í ríkisstjórninni heldur forsetanum til að tala máli Íslands. Það minnsta sem hægt er að fara fram á er að þetta fólk þegi þegar forsetinn talar.

 


mbl.is Gagnrýndi forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er martröð fyrir aflóga pólitíkusa

Birting WikeLeaks afhjúpar að sendiráð eru fullkomlega óþörf. Þetta er eitthvað sem samtryggingarmenn allra flokka vilja ekki heyra.  Utanríkisþjónustan er þeirra dvalar-og elliheimili.
mbl.is Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi Evrópusambandsins

Það er alveg merkilegt að Evrópusambandið skuli ætlast til að Íslendingar fóðri makrílinn a seiðum í íslenskri lögsögu ókeypis.  Ef Evrópusambandið þykist eiga makrílinn ættu það að koma í veg fyrir lausagöngu makrílsins hér.
mbl.is Buðu 3,1% af makrílkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlambi barnaníðngs refsað

Fjórtán ára táningsstúlku nauðgað, utan hjónabands, af fullorðnum manni og hún dæmd til fangelsisvistar. Svoana gerast kaupin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Var það ekki þar sem forsetinn og Kaupþingsmenn áttu vinabönd?
mbl.is Fjórtán ára í fangelsi fyrir kynmök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill þingmaður Samfylkingarinnar að ríkið styrki vogunarsjóðina?

Að öllu jöfnu þýðir dómur Hæstaréttar að í gengistryggðum lánum að gjaldeyrisstaða landsins batnar vegna minni skulda og vaxtabyrði til erlendra kröfuhafa. Dómurinn þýðir líka stórauknar tekur ríkisins vegna þess að fyrirtæki sem hafa haft háa fjármagnsliði munu greiða skatta af umtalsverðum hagnaði.Mordur_rnason_____jpg_280x800_q95_jpg_340x600_q95

Þess vegna kemur það á óvart að Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar vilji snúa við dómi Hæstaréttar og skuli bera því við að ósanngjarnt sé að skattgreiðendur borgi skuldir þeirra sem tóku gengislán.

Er nokkur önnur skýring á þessum málflutningi þingmannsins önnur en sú að hann vilji að skattgreiðendur borgi tap erlendra vogunarsjóða sem eiga bankana?


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum

Vaxtastefna sem kennd er við  seðlabankans en í raun stjórnað er af AGS þýðir að Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum. Þetta þýðir á mannamáli að skuldastaða Íslands versnar með hverjum degi sem haldið er áfram á þessari braut.

 


mbl.is Hefur kostað yfir 350 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband