Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hverjir fengu 800 milljónir í styrkinn?

crop_500xÍ fjárlagafrumvarpinu 2008 er gert ráð fyrir ýmsum kostnaði beint og óbeint í tengslum við framboð Íslands í öryggisráðið, þ.m.t. 800 milljónir til smáeyja. Í vikunni sem hrunið var tilkynnt undi ISG sér ekki hvíldar þar sem hún flaug í einkaþotu Kristínar Ólafsdóttur eiginkonu Björgólfs Thor Björgólfssonar milli smáeyja í Karabíska hafinu til að afla framboði Íslands til öryggisráðsins stuðnings.

Til allrar guðsmildi náði Ísland ekki kjöri. Þar sannaðist hið fornkveðna að "betri er hálfur skaði en allur".


mbl.is Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar neita að framselja Sigurð Einarsson

Nú er orðið ljóst að Sigurður Einarsson kemst upp með að neita að mæta til yfirheirslu í skjóli bresku krúnunnar.  Málið er löngu orðið pínlegt fyrir sérstakan saksóknara.  Össur hefur af  einhverjum ástæðum ekki þorað að tjá sig um þetta opinberlega.sigurur_einarsson_jpg_550x400_q95
mbl.is Rannsókn miðar vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vinalöndin" og systurflokkar.

Ólafur Ísleifsson í fréttum Ríkisútvarpsins að Norðurlöndin gengu lengst í að styðja Breta í kúgun þeirra  gagnvart Íslendingum.

 

Í ferð þremenninganna sem fóru út á vegum Attac til Noregs að það er einungis systurflokkur Samfykingarinnar, Arbejderpartiet, sem stendur gegn Íslandi.  Hver er ástæðan? 

Eru kratarnir að taka afstöðu gegn Íslendingum eða með Samfylkingunni?


mbl.is AGS vill ekki tengja Icesave við lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestum Icesave fram á vor

Ég vil fresta þessu Icesave máli fram á vor til að byrja með.  Þá verður gruggið farið að setjast, markaðir að  róast og margt að skýrast. Auk þess sem þá verða allirbúnir að gleyma Icesave.

 Það hefur verið alltof mikill asi í þessu máli, samanber að Svarvar sagðist  ekki hafa nennt þessu og viljað hespa málinu af.   Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla sér of skamman tíma til úrlausnar mikilvægra mála.


mbl.is „Ekki mikið tilefni til biðleiks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"

Það gengur ekki vel að finna lögmenn sem vilja skrifa uppá að Icesave samrýmist stjórnarskránni. En þetta er ekki það versta. Þjóðin vill þetta ekki og  Samfylkingin sem óttast þjóðaratkvæðagreiðslu eins og heitann eldinn, hefur nú breytt um taktík:        

       "Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"

 Ætlar Samfylkingin að skuldsetja þjóðina inn í ESB og greiða með auðlindunum þegar aðrir kostir eru ekki í stöðunni?


mbl.is Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð bloggfærsla um óttann sem stjórntæki

 

 fearLesið þessa upplýsandi færslu um óttann og Samfylkinguna hér!

 


mbl.is Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Spánverjar vilja sanngjarnan hlut við Íslandsmið"

ossur_skarphedinssonRíkisstjórnin var ekki fyrr búin að senda inn umsókn í ESB en spánski utanríkisráðherrann fagnaði og sagði að Spánverjar vildu fá "sinn sanngjarna hlut við Íslandsmið"

Þessu mótmæltu íslensk stjórnvöld ekki enda er mjög gaman hjá Össuri núna.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur Jónasson er hetja!

%7Bb449fdaf-a934-4741-8d81-11b6ffaa2616%7D_%C3%B6gmundur-%C3%A1-eldh%C3%BAsdegiÖgmundur Jónasson sagði daginn sem hann sagði af sér að hann ætlaði ekki að verða viðskila við samvisku sína. Auðvitað er skarð fyrir skildi að missa besta manninn úr ríkisstjórninni en nú er komið fram að Ögmundur fórnaði vegtyllunni til að gera það sem ríkisstjórnin hefur látið undir höfuð leggjast þ.e. að verja Ísland. Þó Samfylkingin þræti fyrir það er flestum orðið ljóst að EB og AGS eru notuð af Hollendingum og Bretum til að níðast á Íslendingum Í viðtali við BBC fer hann ekki eins og köttur í kring um heitan graut heldur segir beint út að verið sé að fjárkúga Íslendinga. Ögmundur sagði Íslendinga vilji fara með Icesave málið fyrir dóm og fá réttláta málsmeðferð.

Húrra fyrir Ögmundi hann er sannur landvarnarmaður. 

 

Sjá:  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/02/segir_breta_og_hollendinga_fjarkuga_islendinga/


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur með tvo til reiðar

0Steingrímur Sigfússon fer utan á morgun á fund AGS í Istanbul með tvo Evrópusinna til reiðar, þá Má Guðmundsson seðlabankastjóra og Jón Sigurðsson samfylkingarmann, sem stýrt hefur lánaviðræðum við Íslands við norrænu ríkin.  Þrátt fyrir að samfylkingarráðherrar þræti eins og sprúttsalar þá vita allir að Bretar og Hollendingar munu þvælast fyrir inngöngu Íslands í ESB ef þjóðin verður ekki skuldsett.

Því spyr maður sig hvort þar sé að finna skýringu á að þessir menn taka málstað Breta og Hollendinga?


mbl.is Steingrímur á fund AGS í Istanbúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengdarlaus sóun á opinberu fé

Á sama tíma og verið er að hækka skatta á almenning er opinberum fjármunum kastað á glæ i gæluverkefni Samfylkingarinnar sem er að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirhugað er að eyða tveimur milljörðum í þessa undarlegu aðildarumsókn. Sífellt kemur betur í ljós að það myndi skaða hagsmuni Íslands sem fiskveiðiþjóðar að ganga inn í kæfubelginn Brussel og afhenda sambandinu þannig forræði yfir okkar helstu auðlind, enda hafa aldrei fleiri verið mótfallnir aðild.
mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband