Færsluflokkur: Löggæsla
Pottabyltingin étur börn barna sinna
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
![]() |
Icesave afgreitt út úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dr. Gunnar Tómasson varar alþingismenn við að skuldsetja Ísland meir
Þriðjudagur, 27. október 2009
27.10.2009 | 21:25
Bréf frá Gunnari Tómassyni um núverandi gjaldþrot Íslands.
Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.
Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?
Hér er bréf Gunnars;
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingurDr.
![]() |
Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 28.10.2009 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Kirkjan beitir hýðing gegn klámi
Sunnudagur, 25. október 2009
Víða í hinum múslímska heimi er kirkjan órjúfanlega tengd dómstólum, löggjafa og framkvæmdavaldi þ.m.t. lögreglu. Þar sem svo háttar er líkamsrefsingum undantekningalaust beitt gegn blygðunarbrotum. Harðastar eru refsingar fyrir kynvillu og hórdómsbrot sem sumstaðar er dauðasök. Mun vægar er tekið á nauðgunum einkum ef konan er fjölgyðistrúar, þá má allt eins búast við að henni verði refsað. Mildar er tekið á karlmönnum og því vekur athygli að karlmaður sem upplýsti lauslæti sitt skyldi dæmdur í fimm ára fangelsi og 1000 vandarhögg sem þýðir ævilangt örkuml eða dauða. Mig hryllir við þessu miskunnarleysi.
ú
![]() |
Húðstrýkt vegna sjónvarpsþáttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dýrt spaug að vera ekki í nærbuxum!
Föstudagur, 23. október 2009
Kona nokkur vestur í Ameríku kíkti inn um eldhúsglugga og sá í typpi húsráanda sem var aleinn heima, allsber og nývaknaður að hella hella sér uppá kaffi. Þetta hefði líklega ekki verið tiltökumál nema vegna þess að konan var í meira lagi siðsöm og var í fylgd með 7 ára gömlum dreng sem hefur líklega aldrei farið í almenningss. Konan sá sér ekki fært annað en kæra manninn sem nú býður eins árs fangelsi.
Þetta rifjar upp frásagnir af siðgæðislögreglunni í USA á tímum Macharty sem lá á gluggum manna sem grunaðir voru um "kynvillu". Ef grunsemdir voru rökstuddar fékk lögreglan húsleitarheimild til að afla sannana um að viðkomandi svæfu í sama rúmmi, sem dugði til sakfellingar.
![]() |
Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gamla og Nýja Kaupþing sammála um að leyna ósómanum
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Það gengur ekki hnífurinn á milli Gamla og Nýja Kaupþings í ákefðinni að koma í veg fyrir umfjöllun um vinnubrögð Gamla Kaupþings. Það er hvorki sanngjarnt né rétt að bankinn beiti fyrir sig bankaleynd því upplýsingar úr lánabókum eru komnar fram. Það er umfjöllunin og hugsanleg krufning upplýsinganna sem bankanum er illa við.
Það má víst enginn sjá sporin.
![]() |
Kaupþing fékk lögbann á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eva Joly, málsvari Íslands.
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Íslensk stjórnvöld eru buguð. Þau tala ekki máli Íslands, þó aldrei hafi verið meiri þörf á því en einmitt nú. Þvert á móti samþykkja þau alla uppgjafaskilm´la sem að þeim eru réttir í von um að geta slegið meiri lán og ofurselja þannig framtíð komandi kynslóða ef þær kysu að búa hér á landi.
Það voru ekki hin daufgerðu íslensku stjórnvöld sem fengu Evu Joly, það var Egill Helgason og ólíkt hafast þau að. Evu Joly, hefur tekið sér það hlutverk að gerast málsvari Íslands.
Takk elsku Eva! Takk fyrir mig, börnin mín og þjóðina mína, allt fólkið sem mér þykir vænt um. Takk.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
AGS frestar mjög gott mál
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Hvernig væri að menn hættu að eyða öllum sínum tíma í að taka lán en færu þess í stað að einbeita sér að því að þéna og skapa verðmæti? Maður hálf sammast sín fyrir íslenska ráðherra sem ferðast um heiminn vítt og breitt til að sníkja lán og bjóðast jafnvel til að samþykkja að afsala komandi kynslóðum griðum ótímabundið og óafturkallanlega (Icesave) einungis ef hægt sé að fá meiri lán. Maður hefur heyrt óhuggulegar sögur um heróínneytendur en ráherrastóðið og sendinefndir þeirra slá öll met.
Á sama tíma er Breiðafjörðurinn fullur af makríl, sem étur loðnu og sandsíli og ekki má veiða af því að einhver vill koma sér í mjúkinn hjá Evrópusambandinu en klapp á bakið er létt í vasa. Í Breiðafirðinum er líka óvenjumikið af skötusel sem þarf að fleyja af því að enginn er með kvóta. Að friða þorsk og skötusel í sama firðinum er jafn gáfulegt og að friða hænur og mink í sama búri.
Skuldugasta þjóð í heimi þarf ekki meiri lán hún að borga l án og því er neitun AGS það besta sem gat komið fyrir Ísland í þessari stöðu. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandamálið.
![]() |
Afgreiðslu AGS frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntaðasti evrópufræðingur Íslands hefur talað
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Dr. Elvira Mendez, er án efa langmenntaðasti sérfræðingur á Íslandi í Evrópurétti.Það er sorglega lýsandi fyrir vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu Icesave deilu að þessari eldkláru konu skyldi ekki hafa veið boðið að leiða samninganefndina eða að minnsta kosti eiga sæti í henni. Og til að bíta höfuðið af skömminni bar sendiherra fenginn til að leiða nefndina, rétt eins og hæfniskröfurnar fælust í því hver væri vanastur í að skála fyrir væntanlegu samkomulagi!
Þegar Steingrímur var spurður af hverju hann hefði ekki reynt að fá DR. Elviru, sagði hann að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að eyða í sérfræðinga. "Það væri enginn skortur á sérfræðingum sem vildu gefa ráð gegn háu gjaldi." Elvíra svaraði þessu á fundinum í Iðnó og sagðist myndi hafa gert þetta ókeypis ef eftir því hefði verið leitað. Málsvörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að kaupa eftirá lögfræðiálit hjá lögmanni sem er hvorki sérfróður í þjóðar- né Evrópurétti.
Dr. Elvíra er hógvær en henni en henni misbýður framkoma Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
![]() |
Misbýður umgjörðin um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dómi yfir illræmdum nauðgara verður áfrýjað
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Ég fagna því að þessi garmur sem beitti konu sína svo langvarandi, miskunnarlaus og ómanneskjulegu ofbeldi, skuli nú vera kominn á bak við lás og slá. Ég ætla ekki að fara í smáatriði en læt nægja að hafa eftir héraðsdómi: "Brot mannsins eigi sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að hann eigi sér engar málsbætur." Að mínu mati er þessi einstaklingur stórhættulegur umhverfi sínu og ég vona að fundin verði lausn á því. Refsiramminn var aðeins nýttur til hálfs en ég veit að dómnum verður áfrýjað.
![]() |
Átta ár fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjósendur í Suðurkjördæmi segi af sér
Mánudagur, 6. júlí 2009
Óvenju hátt hlutfall fyrrum þingmanna Suðurkjördæmis og forvera þess forvera þess Suðurlands og Reykjaneskjördæma hafa hlotið langa refsidóma og tekið út betrunarvist fyrir margvísleg auðgunarbrot allt frá smygli smáþjófnuðum og upp í skjalafals og mútuþægni. Hæst bar þó að kjósendur Suðurkjördæmis endurkusu á þing manninn sem bar ábyrgð á fjármálaeftirlitinu sjálfum bankamálaráðherranum Björgvini Sigurðssyni.
Þess vegna eiga kjósendur í Suðurkjördæmi að íhuga alvarlega afsögn.
![]() |
Segir af sér vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)