Eva Joly, málsvari Íslands.

eva_jolyÍslensk stjórnvöld eru buguð. Þau tala ekki máli Íslands, þó aldrei hafi verið meiri þörf á því en einmitt nú. Þvert á móti samþykkja þau alla uppgjafaskilm´la sem að þeim eru réttir í von um að geta slegið meiri lán og ofurselja þannig framtíð komandi kynslóða ef þær kysu að búa hér á landi.

Það voru ekki hin daufgerðu íslensku stjórnvöld sem fengu Evu Joly, það var Egill Helgason og ólíkt hafast þau að. Evu Joly, hefur tekið sér það hlutverk að gerast málsvari Íslands. 

Takk elsku Eva!  Takk fyrir mig, börnin mín og þjóðina mína, allt fólkið sem mér þykir vænt um.  Takk.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og Sæl,
Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:

The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá
ekki best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að
hafa afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum? 

Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU
og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða
efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér
stað í hinum þróaða heimi...

Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.

Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég segi líka takk fyrir mig og mína.

Helga Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vonandi nær hún að vekja Jóhönnu.

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir þessar þakkarkveðjur og bæti við:

Takk Egill Helga fyrir að vekja athygli þessarar konu á okkar hrjáðu þjóð og okkar óheiðarlegu stjórnvöldum!

Árni Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 08:07

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa sendingu Atli. Takk fyrir innlitin ágæta skyldfólk Helga Sigurjón og Árni, við erum öll þakklát Evu.  Ég velti fyrir mér blendnum viðbrögðum sumra samfylkingarmanna sem líta ekki á sig endilega sem Íslendinga heldur Evrópumenn og því eru sumir þeirra undrandi og jafnvel sárir Evu fyrir að taka eindregið málstað Íslendinga og gagnrýna um leið Evrópusambandið.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband