Færsluflokkur: Bækur
Stuðningur ESB að undirlagi Breta
Fimmtudagur, 16. október 2008

Bretar eru að spila þann leik sem þeir kunna best. Með því að fá ESB til að lýsa því yfir að "sýna þurfi Íslandi stuðning í baráttunni við fjárhagslegt hrun". Undanfarið hafa þeir leikið þann leik að senda vinaleg bréf og senda diplómata sem sýna af sér fágun og kurteisi meðan stjórnmálamenn þeirra tala í myndavélarnar og senda okkur tóninn jafnframt því sem þeir beita hryðjuverkalögum og leggja á ráðin að knésetja íslenskt fyrirtæki í Bretlandi. Stuðningurinn sem þeir bjóða er að lána Íslendingum svo stjórnmálamenn geti samið við Breta um að borga allar skuldir bankanna og skuldsett komandi kynsóðir.
Ég vil trauðla trúa því að Samfylkingin vilji draga landið í þá gildru. Sé það svo, mætti ég þá heldur þiggja ráð Davíðs í þessu máli.
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
EBE hlutlaust gagnvart lögbrotum Breta á Íslendingum
Miðvikudagur, 15. október 2008
![]() |
ESB blandar sér ekki í deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta var allt vitað. Skoðið skýrsluna
Miðvikudagur, 15. október 2008
Bresku hagfræðingarnir, sem spáðu fyrir um bankakreppuna í apríllok og létu ríkisstjórnina fá fullbúna skýrslu um það í júni greindu vandann mjög ítarlega og sögðu kvað væri til ráða til að forða stórslysi. Engum ráðum var fylgt. Ekkert var gert í málinu annað en að þegja það í hel. Hér er skýrslan
Sjá ennfremur færslu að neðan
![]() |
Nýr Glitnir stofnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Núna er ekki tími til að benda á sökudólgana" Er vit í þessari klisju?
Miðvikudagur, 15. október 2008

Bresku hagfræðingarnir Willem H. Buiter og Anne C. Sibert, sem sögðu til um yfirvofandi bankakreppu og fall bankanna voru beðnir að þegja yfir skýrslunni. Í fyrstu var skýrslan kynnt fyrir þröngum hóp en 11. júní var hún endurbætt og kynnt fyrir hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu. Þetta var sem sagt allt vitað fyrir. (Ætli einhver þeirra hafi skyndilega þurft að tæma peningabréfsreikninga?) Nú þrástagast ráðamenn á að ekki megi benda á sökudólga, meðan verið sé að slökkva elda. Þetta stenst ekki, því að það er allt brunnið sem brunnið getur. Það er því engin þörf á að brennuvargarnir meldi sig í slökkviliðið eða til starfa við vettvangsrannsókn.
Professor Willem H. Buiter
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stefnum Bretum og endurheimtum mannorðið
Þriðjudagur, 14. október 2008
Þeir Íslendingar sem eiga einhver samskipti við útlönd, hvort sem það er vegna ferðalaga búsetu eða viðskipti hafa með einum eða öðrum hætti mætt andstreymi. Rétt eins og seðlabankastjóri upplifir almenningur í útlöndum útrásarvíkingana og bankamennina sem "óreiðumenn". Það er sama hvort maður opnar fyrir Sky, BBC eða gluggar í eitthvað blað allt er á eina bókina lært: Íslendingar eru dólgar sem bresk stjórnvöld reyna að hemja. Á þessu forsendum beittu bresk stjórnvöld hryðjuveralögum og knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga. Íslendingar eiga bara einn kost í stöðunni þeir verða að stefna Bretum. Breski fjármálaráðherrann afsakar hegðun sína með því að vitna í tveggja manna tal sitt við íslenskan starfsbróður sinn. Árni segir Darling afflytja samtalið og getur vitnað í upptöku því til stuðnings. Ég trúi okkar manni
Stefnum Bretum, með því fá Kaupþingsmenn bætur og við Íslendingar endurheimtum mannorðið.
![]() |
Vilja ekki íslensku sinfóníuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þar fóru olíupeningarnir!
Þriðjudagur, 14. október 2008
Jæja, þar fóru olíupeningarnir í bili. Sjeik Muhamed Bin er hættur við í bili að fjárfesta í Alfesca, hann er hálf sjokkeraður eftir að hafa tapað 25,6 milljörðum í Kaupþingi síðan í síðasta mánuði. En hann tekur það þó fram að hann er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi en ætlar að bíða þangað til óróinn fer yfir. Kunnugir halda því fram að það myndi hjálpa ef við leyfum muslimum að reisa mosku í Reykjavík.
![]() |
Sjeik hættir við Alfesca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Fjórðungi bregður til fósturs"
Mánudagur, 13. október 2008
Haldið þið að það sé gaman fyrir Geir H Haarde að senda fjármálaráðherrann að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lesa það í blöðunum að ISG vilji semja skilyrðislaust víð IMF?

"Fjórðungi bregður til fósturs" segir gamalt orðtak. Fjórðungur ríkistjórnar Geirs Hilmar Haarde eru meðlimir í breska Verkamannaflokknum og lúta því leiðsögn Gordons Brown. Þar sannaðist hið fornkveðna, að erfitt er að þjóna tveimur herrum.
![]() |
Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt 14.10.2008 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Íslandsvinurinn Abramovich kaupi Baug
Mánudagur, 13. október 2008

![]() |
Abramovich fékk 97% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ISG sér tækifæri í stóraukinni utanríkisþjónustu
Mánudagur, 13. október 2008

![]() |
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fagnandi þorskar í fjörugri veislu
Sunnudagur, 12. október 2008
Það hlýtur að vera gaman að vera þorskur í Breiðafirði núna, þegar allt er að fyllast af síld skammt utan Stykkishólms. Þorskurinn hefur verið óvenju magur og rýr í Breiðafirðinum sem er ein stærsta hrygningarslóð þorskins hér við land. Þess vegna samgleðjast sjómennirnir þorskunum, jafnframt því sem þeir eru að fylla næturnar af feitri og fallegri síld.
Ekki veitir af að búa til gjaldeyri núna.
![]() |
Á síld innan við Stykkishólm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)